Leita í fréttum mbl.is

Gleðilega hátíð kæru vinir. Réttritun og stafsetning :-)

Við fjölskyldan ákváðum í ár að senda ekki út nein jólakort til vina og vandamanna. Þess í stað létum við gott af okkur leiða og sendum nú innilegar kveðjur til ykkar allra hér á moggablogginu og í gegnum "fésbókina". Í ár fengum við mikið af hefðbundnum jólakortum sem er alltaf jafn gaman og gaman að sjá hvernig margir gera sjálfir kort með flottum myndum af fjölskyldumeðlimum. Þannig ákvað ég að setja  hér jólabloggkort á mbl.is

Þegar litið er til baka þá finnst mér að ég hafi ekki verið nógu duglegur að rækta vinabönd og heimsækja fjölskyldu. En eins og við könnumst öll við, þá er þetta nú bara svona. Dagarnir, vikurnar og mánuðirnir líða og áður en við vitum erum við árinu eldri. Vinnan flækist fyrir áhugmálum og öðru nauðsynlegu en svona er þetta. Markmið næsta árs er að rækta betur vina- og fjölskyldubönd. Einnig hef þokkalega gaman af blogginu og ætla nú að taka nokkur námskeið í réttritun og stafsetningu til að geta gert bloggið hjá mér betra.

Þangað til eftir mat. Gleðileg jól.

Jólablað 2009HR


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband