Leita í fréttum mbl.is

Sá sem ók þungavinnuvélinni, þjáist hann af fjármálaólæsi?

Í dag ók hópur karla og kvenna á þungavinnuvélum til að mótmæla þeirri stöðu sem við þeim blasir og í hvaða ástandi þeirra starfsgrein stefnir. Á sama tíma hafa verðtryggð íbúðarlán þessara ökumanna hækkað svo rosalega að þeir fatta það ekki. Ég spyr; Viti þið hvað verður um íbúðarlánin ykkar á næstu árum? Vitið þið hvað er að gerast?

Einnig vil ég ávarpa þessa ökumenn sem vöknuðu til lífsins í dag; HVAR HAFIÐ ÞIÐ VERIÐ SL. LAUGARDAGA ÞEGAR FÓLK HEFUR VAKIÐ ATHYGLI Á ÞESSARI STÓR ALVARLEGU STAÐREYND Á AUSTURVELLI OG ÖLL ÞIРHIN SEM EKKI MÆTTU? SKIPTIR ÞETTA YKKUR ENGU?

Nokkur dæmi um STAÐREYND. Áður en þið skoðið þessi dæmi endilega kynnið ykkur þær forsendur sem liggur að baki vísitöluhækkanna og þá verðbólgu- Smelltu hér - ______________________________________________________________

Dæmi um íbúðarlán og tölulegar staðreyndir.10.000.000 - Verðtryggð íbúðarlán til 40 ára. Vextir 5.0%. Verðbólga að jafnaði 3% (mjög fallegar forsendur)Heildargreiðsla á 40 árum = 44.335.661 eða samtals 92.365 á mánuði í 40 ár.

_____________________________________________________________

15.000.000 - Verðtryggt íbúðarlán til 40 ára. 5,2% vextir og 4.2% verðbólga.Heildargreiðsla á 40 árum = 90.873.368eða 189.319 kr. á mánuði í 40 ár.

_____________________________________________________________

20.000.000 - Verðtryggð íbúðarlán í 40 ár. 5,5% vextir og 6% verðbólga.Heildargreiðsla á 40 árum = 197.742.558 kr. eða  411.963 kr. á mánuði í 40 ár.

______________________________________________________________

Verðbólgan í dag 21.12 2009 mælist nú 8,6% en ég þori ekki að slá inn þær forsendur í lánareikninn.

Sjá heimild  - Hér -

Hvernig heldur þú að verðlagsþróun verði næstu 10 árin, sérstaklega nú með 25,5% vsk og hærri sköttum og gjöldum? 

Einstein var spurður hvað væri það máttugasta í hinum mannlega heimi. Hann svaraði (á ensku) "Compound Interest" eða svokallaðir Vaxtavextir. 

Mætum öll á nýju ári og tökum málin í okkar hendur! Þetta þýðir ekki lengur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Byltingu strax

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 21.12.2009 kl. 21:13

2 identicon

Sæll Haraldur.

Ég hef sannfærst um það að á árinu 2010
munum við sjá byltingu sem gengur lengra en
svokölluð búsáhaldabylting.
Flokkar munu storma um götur fram og til baka
með barefli í höndum og allar leiðir í miðbæinn
verður reynt að stoppa (af hálfu byltingarmanna).

Mestu átökin verða ekki við Alþingishúsið heldur við
Stjórnarráðið.

Húsari. (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 04:00

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ekki ósennilegt hjá Húsara.

Annars biðst ég afsökunar á því að hafa ekki komið á nein mótmæli í desember, en ég hef bara of mikið að gera.  Kannski hef ég líka átt inni mótmælafrí.

Axel Þór Kolbeinsson, 22.12.2009 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband