Leita í fréttum mbl.is

Góđur fundur í dag- mjög góđ mćting - eru ţessi lán ólögleg?

Í dag héldu Hagsmunasamtök Heimilanna og önnur samtök útifund á Austurvelli kl. 15:00.
Eins og mörg ykkar vita ţá bendir allt til ţess ađ bankarnir hafi fariđ fram úr sér ţegar ţau fóru ađ bjóđa upp á lán í erlendri mynt til íbúđar- og bílalána. Fyrsta prófmál lögmćti bílalána hefur ţegar fariđ fram í hérađsdómi og er í ferli. Hinu hefđbundnu verđtryggđu fasteignalán eru einnig tifandi tímasprengja.

Nćstu laugardaga ţurfum viđ ađ taka hausinn upp úr sandinum og taka ţátt ţví ţá verđur fundur númer tvö.

Vissir ţú sem dćmi ađ ef ţú lćtur glepjast af skuldbreytingum erlendra lána (sem eru bođi hjá öllum bönkum) eru skilmálarnir breyttir á ţann hátt ađ bankarnir eru búnir ađ baktryggja sig gagnvart holskeflu málsókna á nćstunni. Ţannig er mikilvćgt ađ allir ţeir sem eru međ bíla- og íbúđarlán í erlendri mynt passi sig á ţessum skilmálum og skrifi ekki undir eitt eđa neitt ţar til ađ dómar hafi falliđ um lögmćti ţessara lána.

Ţessu til stuđnings hvet ég ţig til ađ horfa og hlusta á ráđherra okkar segja orđrétt ađ lagaleg heimild ţessara lána verđur ađ fara fyrir dómstóla, sagt 18.11 2009  - Smelltu hér -

 Björn Ţorri hćstaréttarlögmađur sagđi; "...Ég legg til ađ talsmađur neytenda taki máliđ upp viđ neytendastofu og fjármálaeftirlit, til ađ tryggja almenna yfirlýsingu frá félögunum (ţađ ţarf ađ neyđa ţau til ţess) um ađ ef málin vinnast og gengistryggingin verđur dćmd ólögmćt eđa forsendubrestur stađfestur, ţá séu menn međ ţessum nýju samningum ekki ađ girđa fyrir ţann rétt sinn ađ fá samningana leiđrétta til samrćmis viđ dómsniđurstöđur.  Ţetta er risastórt neytendamál sem VERĐUR ađ bregđast viđ af hálfu ţar til bćrra yfirvalda!"

 

Ţeir sem vilja kanna stöđu sína gangvart sínum lánafyrirtćki ţurfa einfaldlega ađ senda bréf á sinn lánveitanda. Til ţess ađ allt komi fram sem skiptir máli getur ţú afritađ textann sem er hérna og notađ. - Smeltu hér-

Á mćlenda skrá á útifundinum í dag voru:

Ólafur Garđarsson, varaformađur HH

Lúđvík Lúđvíksson, Nýtt Ísland

Björn Ţorri Viktorsson hdl.

Gunnlaugur Kristinsson - löggiltur endurskođandi, skrifar á Eyjunni hnitmiđađa og góđa grein sem borgar sig ađ lesa og vekja athygli á. Smelltu hér til ađ lesa hana.

Mćtum á fundina!! Sýnum samstöđu...ţađ er í raun eina vopniđ okkar!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband