Leita í fréttum mbl.is

Hvað gerðist síðan á fundinum mínum með Landsbankanum?

Margir hafa komið til mín og spurt hvað Landsbankinn hefði sagt á þeim fundi sem ég greindi frá í síðasta bloggi. Í stuttu máli gerði ég mér von að þeir væru viðræðuhæfir gangvart þeirri sanngjörnu kröfu og taka erlenda lánið sem var tekið í erlendri mynt (tekið í Apríl 2007) og breyta því þannig að það stæði í dag í sömu krónutölu og ef það hefði verið tekið í íslenskum krónum og á hefðbundnum vertryggðum vöxtum og skilyrðum, framreiknað til dagsins í dag.  Einnig finnist mér réttlátt að taka líka mið af öllum þeim greiðslum sem ég hef innt af hendi gangvart þessu láni frá lántökudegi.

Mér var bara tjáð að engar slíkar sanngjarnar kröfur væru í boði að hálfu Landsbankans, það eina sem hægt er að gera, er að taka þessari greiðslujöfnun, eða í raun taka lán fyrir láninu til óákveðins tíma. Samningavilji eða eitthvað sem heitir að koma á móts við hvert eitt tilvik þar sem þau eru eins  mörg og við erum er þannig ekkert annað en þvæla. En þetta hefur verið helstu rök Félagsmálaráðherra okkar Árna Páls.

Verðtryggð lán er skárri kostur en gengistryggð lán og ekkert annað en mistök að hálfu lánveitanda og lántaka að taka slíka áhættu í fasteignaviðskiptum fyrir fjölskyldur. En eftir að hafa komist yfir raun-reiknivél og brýnt mitt fjármálalæsi sé ég að hin lánin (þessi venjulegu verðtryggðu), hversu lítil eða stór þau eru, þá eru þau glæpur. Sá sem getur fært rök fyrir öðru er töframaður. Með allar forsendur uppi þá er 100% líkur á að eftir c.a 18 ár geti meirihluti lántaka engan vegin staðið undir afborgunum verðtryggðra lána. Fólk einfaldlega fattar ekki hverskonar skrímsli vísitölutrygging er og máttur þess sem Dr.Einstein hafði hvað mest trú á, en það var svokallað "Compound Interest".

Við megum ekki deyja ráðalaus, við verðum að fá að koma yfir okkur húsnæði á réttlátan hátt. Það eru einföld mannréttindi. Duglegt fólk á besta aldri, með góða menntun og góða heilsu ætti undir öllum kringumstæðum að geta lifað sómasömu lífi í vestrænum heimi. Það er ekki þannig í dag.

Örvænting margra er orðin svo mikil að þjónustufulltrúinn minn sagði mér frá atvikum í bankanum sem eru einfaldlega ekki bloggandi um, enda mun ég halda trúnaði gangvart því. En aðstæður eru ekki fallegar á fjölmörgum stöðum í dag og fólk farið að grípa til örþrifaráða.

ps. skráðu þig: www.heimilin.is - Frítt, kostar ekkert :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru enginn takmörk fyrir ósvífninni í bankakerfinu. En hvað mig varðar þá var það léttir að komast þeirri niðurstöðu að mér væri slétt sama um húskofan minn og sagði bankanum að hirða hann bara í hvelli.

Það skrýtna sem gerðist var að þeir urðu óöryggir og vissu ekki almennilega hvernig þeir ættu að bregðast við. Og bara það að losna við þessa pressu sem er sett á mann við að reyna endalaust að standa í skilum með einhver lán sem eru botnlaus hít. Bara það að segja þessu bankaliði að éta það sem úti frýs, var lausn í sjálfu sér. Og mikið svakalega leið mér vel á eftir. Núna er mér bara drullusama hvað þessi banki gerir í framhaldinu og ekki gleyma grundavallaratriðunum, it's only money.

Reynar lít í þannig á málið, ég var rændur og núna er yfirvaldið sem er að rannsaka glæpinn að krefjast þess að greiði bófunum þess upphæð. Klikkað.

Fer bara á hausinni með stæl og byrja upp á nýtt. Verst að geta ekki skipt um persónulega kennitölu en skítt með það.

Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 01:10

2 identicon

Hversu lengi ætlum við að láta vaða yfir okkur á drullugum skónum? Við sitjum hér hvert í sínu horni og möldum í móinn yfir þeim hörmungum og því óréttlæti sem dynur yfir okkur, sitjum að auki uppi með gjörsamlega skilningsvana ríkisstjórn sem "fattar" ekki þann veruleika sem lántakendur eru að ganga í gegn um þessa mánuðina. Þau sjá ekki neitt rangt í því að það er verið að hirða af okkur aleiguna og það eina sem þau hugsa um er að halda glæpastofnunum gangangi hvað sem það kostar! Er ekki kominn tími til að sameinast og gera eitthvað róttækt í málinu. Sigurður Sigurðsson segist vera sama þótt hann fari á hausinn, ég get ekki séð að við eigum að fara á hausinn í  það heila tekið. Við vorum rænd og við eigum rétt á að endurheimta það sem tekið hefur verið af okkur. Gerum eitthvað í málinu, saman!!!!

Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:25

3 identicon

Mikið skil ég vel þessi viðbrögð!  Að finnast bankakerfið hafa farið á bak við einstaklinga, fyrirtæki og já, raunar allt og alla.

Og ég er í raun sammála ykkur öllum! 

 Hvers vegna er ekki hægt að skuldbreyta/aðlaga (eða hvað við eigum að kalla það) fyrir einstaklinga, þegar hægt er að stofna nýja banka og bara yfirfæra eignir (ef einhverjar eru eftir) en ekki nema hluta af skuldum?

Og af hverju ætti fólk ekki almennt bara að hætta að borga, leyfa bönkunum að gerast "húsverðir" fyrir helming þjóðarinnar og láta svo lýsa sig gjaldþrota?

Og auðvitað þarf fólk að standa saman og gera eitthvað....

..spurningin er bara: Hvað?  Og hvers vegna?

Nú ætla ég á engan hátt að mæla bót þeim aðgerðum (eða aðgerðarleysi) á vegum bankanna, sem nú er almennt álitið upphaf og rót vandans.  En getur það virkilega komið á óvart að svona fór?  Er vandi heimilanna algerlega bönkunum að kenna?  Hvað með ábyrgð einstaklinga fyrir eigin lífi, hversu langt nær hún?

Ég spyr bara vegna þess að sem fyrrverandi bókari og launastarfsmaður hjá ónafngreindu verslunar- og iðnaðarfyrirtæki í höfuðborginni, hef ég setið og reiknað laun starfsmanna, sem voru að fá fyrirframgreidd laun til að standa undir Visa-reikningnum, sem var notaður til að borga af jeppanum, sem keyptur var á víxlum, osfrv.  osfrv.

Er ekki eitthvað að í þjóðfélaginu þegar fólk, án þess að blikna, finnst það eiga rétt á að eyða launum sem það vinnur ekki fyrir, fyrr en eftir að löglegur uppsagnarfrestur er liðinn?  Varla er það bankanum að kenna?

Getur hugsast að hluti af ástæðunni liggi í því að fólki finnst það hreinlega mannréttindi að "eignast" húsnæði?  Hvort sem það í raun hefur efni á því eða ekki.

Vill undirstrika að ég hef fulla samúð með því fólki sem hefur lent í erfiðum fjárhagsvanda og sér ekkert ljós framundan.  Engin fjölskylda ætti að þurfa að upplifa þá hörmung.  Óska þessu fólki alls hins besta og hjálpa gjarna til í byltingunni. 

En ef "Nýja Ísland" snýst eingöngu um alltaf að kenna öðrum um og líta aldrei í eigin barm, hef ég ekki áhuga á að vera með.

Birgir Birgisson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 21:35

4 identicon

Birgir! Þú eins og margir aðrir talar eins og velflestir lántakendur hafa farið offari við húsnæðiskaup á undanförnum árum. Íslendingar hafa í áratugi þurft að kaupa sér húsnæði og tekið lán til þess. Það er hinsvegar algjörlega óásættanlegt að hægt sé að hækka þau lán sem fólk tók í góðri trú á undanförnum árum eins og nú hefur átt sér stað. Það er óásættanlegt að heimili landsmanna séu tekin og færð í hendur þeirra glæpastofnanna sem bankarnir eru, ef fólk ekki þegjandi og hljóðalaust greiðir það sem upp er sett jafnvel þótt það sé algjörlega úr takti við allt sem samið var um í upphafi og gert ráð fyrir. Það má vel vera að einhverjir hafi keypt umfram efni á góðæristímum en ég held að meginþorri lántakenda hafi einungis fjárfest í eigin húsnæði eins og tíðkast hefur undanfarin ár án þess að vera með einhverja óráðsíu.  Ekki gleyma því heldur að til að fá lán þarf fólk að fara í greiðslumat hjá þeim fjármálastofnunum sem veitir lánið og þar er farið í gegn um allt greiðsluferlið, tekjur og greiðslugetu og lánið síðan samþykkt ef allt er í lagi hjá lántakenda. Ég veit ekki betur en allt hafi verið í lagi hjá lántakendum þar til bankarnir fóru í þrot. Er réttlætanlegt að lántakendur þurfi síðan að blæða fyrir þeirra óráðsíu? Það hefði sennilega farið betur ef dæminu hefði verið snúið við og bankarnir  hefðu þurft að sýna lántakendum fram á að allt væri í lagi þar á bæ í stað þess að krefja fólk um greiðslumat.

Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 23:02

5 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Sæll Haraldur, þú spurðir um tölvupóstfang Lúðvíks Lúðvíkssonar, ludvik@bgt.is sími 772-7050.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 19.11.2009 kl. 21:51

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góður punktur Edda, hvar var greiðslumat bankanna og hvar voru skilmálar tengdir þeim?

Haraldur Haraldsson, 19.11.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband