11.11.2009 | 22:55
Landsbankinn ætlar að halda eftir 47% og segir sussssssss.
Þar sem ég er einn af mörgun illa gefnum íslendingum sem lét glepjast að því að fjármagna húsnæði með erlendu láni fannst mér áhugavert að Nýji Landsbankinn ætlaði nú að viðurkenna að lánasafn hans hafi verið fært á 47% afslætti, eða svokallað raunvirði þess vera 53%. Þannig geta þeir nú hafist handa við að leiðrétta höfuðstól þessara lána, eitthvað sem var ALLS ekki mögulegt fyrir nokkrum vikum vegna KOSTNAÐAR. Hvað hefur gerst? Sannleikinn er allur að koma í ljós. Á mannamáli, þá hafa kröfuhafar Gamla Landsbankans gefið eftir þegar lánasöfn voru færð frá gamla Landsbankanum yfir í þann nýja. Þá er það í valdi ríkisbankanna okkar að færa áfram þessa leiðréttingu alla leið til þeirra sem eiga rétt á henni. Sem dæmi hefur kr. 9.000.000 gengistryggða lánið mitt (tekið í apríl 2007) rokið upp í núvirði m.v. gengi í kr. 21.000.000, eingöngu vegna hrunsins og þeirra sem tóku stöðu á móti krónunni. Þá krefst ég leiðréttingar á þessari stökkbreytingu og geri um leið kröfu að bankinn hafi engin réttindi til þess að bókfæra þessar auka kr. 12.000.000 kröfu sem hagnað eða eitthvað á þá leið.
Þá komum við að auglýsingunni sem birtist bara einu sinni frá Landsbankanum. Þá ætlar starfsfólk okkar í Landsbankanum að gerst svo rausnarleg að leiðrétta höfuðstól gengistryggðra lána um ALLT að 27%. (takið eftir ALLT AÐ). Bíðið við hvað varð um hin 20%? Á að nota þær upphæðir í bjarga fyrirtækjum eins og Högum sem samanstendur af mönnum sem helstu gerendur þessa hruns.
Næsta föstudag kl 10:30 á ég fund með fulltrúa frá Landsbankanum í Hamraborg þar sem ég þarf að ræða þessi mál. Ég leyfi ykkur að fylgjast með útkomunni.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Saknaði þín í gær.
17 ára afmæli er nú mega flott.
Næstu fundir eru á 6.
Láttu sjá þig.
Við erum afar heppnir menn, að geta skoðað það sem skiptir mestu.
Vinur minn, taktu frá næsta þriðjudag
vinarkveðjur
mibbó
Bjarni Kjartansson, 11.11.2009 kl. 23:28
Sæll Haraldur
Ég var nú reyndar bara svo heimskur að taka 3,5 milljóna myntkörfulán og er því ekki að lenda eins illa út úr þessu. Það borgast hins vegar upp á 6 árum og 4 ár eftir, þannig að maður verður ekki búinn að bíta úr nálinni fyrr 2017.
Ég vona að þetta gangi hjá þér og fylgist með niðurstöðunni.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.11.2009 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.