Leita í fréttum mbl.is

Hvernig getur maður orðið að apaskrímsli?

Við þekkjum öll þá hugmyndafræði að margur verður að aurum api. Það er hárrétt og upp á það hef ég horft. Ég er líka að sjá það betur með aldrinum að veikleiki mannlegs eðlis, lestir og freistingar kristallast í fólki sem leggur mikið upp úr því að öðlast völd. Þetta er að sjálfsögðu alhæfing og ekki rétt að öllu leiti, en ég fullyrði að miklu leiti. Ég sat frábærana borgarafund í Iðnó í vikunni og upplifði skrýtna tíma. Þarna sá ég gott fólk breytast í apa, dóna og hrokafulla einstaklinga. Síðan var fundinum lokið, þá fóru sumir að horfast í augu. Þá varð önnur breyting og annar leikþáttur tók við.Mismunandi andlit einstaklingsins, mismunandi hlutverk okkar er eitthvað sem við verðum að læra á. En hversvegna að haga sér og setja sig í einhvern gír sem gerir þig að einhverju öðru en við raunverulega erum. Völd og politík virðist geta gert fólk að skrímslum á móti að peningar getur gert þá að öpum. Þannig getur ríkur valdamikill manneskja breyst apaskrímsli.

Og nóg virðist vera til af þeim í dag, apaskrímslum. Ég hef ekki tamið mér að tala illa um fólk og mun ekki byrja á því hér. En mikið óskaplega er manneskjan sem slík mikil vonbrigði í sjálfum sér.

Sorglegar sögur berast úr samfélaginu vegna fjárhagslegra vandræða. Aðstæður eru afleiddar og í raun svo afleiddar að langflestir nenna ekki að kynna sér aðstæður. Fólk treysti á fólkið í bönkunum, fólkið á þingpöllum. Fólk fór að treysta apaskrímslum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband