Mér var hugsað til þess hvort það væri ekki réttur allra að þegar við eigum að borga einhvern reikning að hann sé a.m.k. réttur. Ef hann er of hár er manni oftast sagt að henda honum og maður fær leiðréttan reikning sendan þar sem sá gamli var óvart vitlaus. Þá fær maður nýjan reikning sem er réttur og maður borgar hann. Slík aðgerð kallast leiðrétting á skuld, ekki niðurfelling eða kostnaður fyrir þann sem gefur út þann reikning.
Vegna vitleysu í útreikningi á vísitölu og brostnum forsendum er hver einasti reikningur sem við fáum vegna verðtryggðs-íbúðarlána vitlaus og í raun ættum við að senda til baka eða eyða vegna þess að hann er rangur og einfaldlega alltof hár.
Þetta er náttúrulega einföldun, en útskýring á mannamáli fyrir þá sem skilja ekki hugtakið leiðrétting á móti niðurfellingu eða kostnaði.
Þessu til rökstuðnings langar mig að gefa mér það leyfi að birta grein sem var birt á Vísir.is í gær 19.september eftir Örn Karlsson. Greinin er að mínu mati mjög góð og einnig á mannamáli.
Ég hvet þig til að lesa þessa grein rólega og upphátt.
"Það er erfitt að hrekja þá fullyrðingu fjölmargra skuldara að eign í fasteign minnki iðulega eftir því sem lengur er greitt af verðtryggðum lánum sem á henni hvíla. Fólk hefur grunsemdir um að það sé maðkur í mysunni og upp vakna spurningar um eignarréttinn sem á að vera varinn af Stjórnarskrá.
Verðtrygging
Verðtrygging fjárskuldbindinga var innleidd með svokölluðum Ólafslögum árið 1979. Verðtryggingunni var ætlað það hlutverk að leiðrétta skekkju af völdum verðbólgu. Skekkjan fólst í því að veruleg tilfærsla eigna var til þeirra sem skulduðu frá þeim sem áttu sparifé eða veittu lán á vöxtum sem títt voru langt undir verðbólgunni, sem æddi áfram óbeisluð. Við Ólafslögum tóku ný lög um vexti og verðtryggingu árið 2001. Sama meginforsenda er fyrir verðtryggingunni og áður, þ.e. að verja almennt sparifé og lánsfé landsmanna fyrir rýrnun af völdum innlendrar verðbólgu eins og segir í greinargerð með frumvarpinu. Samkvæmt lögunum er vísitala neysluverðs lögð til grundvallar mælingu á verðbólgu.
Verðbólga
Verðbólga er peningatengt fyrirbæri. Verðbólga gefur til kynna hvernig peningalegt virði eigna breytist yfir tíma, þ.e. hvernig kaupmáttur peninga breytist (minnkar). Að meginstofni á verðbólga sér því stað þegar peningar tapa verðgildi. Þessi skilgreining á verðbólgu er óumdeild og er verðtryggingunni ætlað það hlutverk að leiðrétta fyrir verðbólgu þannig að lántaki og lánveitandi séu jafnsettir yfir lánstímann. Jafnsettir að því leyti að ekki verði eignatilfærsla á milli þeirra önnur en markast af höfuðstól lánsins og vöxtum þess.
Vísitala neysluverðs
Vísitala neysluverðs telur allar verðbreytingar á öllum einingum sínum alltaf. Löggjafinn hefur metið það svo að þetta sé nægilega góð nálgun á verðbólgu til að hún dugi sem leiðréttingargrundvöllur í verðtryggingu.
Atvikshækkanir einstakra eininga
Alltaf gerist það jafnt og þétt að einstakar vörur hækka eða lækka í verði óháð kaupmætti peninga. Slíkar breytingar eiga ekkert skylt við verðbólgu og ættu eðli máls samkvæmt ekki að vera inn í verðtryggingargrunni. Lánveitandi fer almennt ekki fram á að lántaki verji hann fyrir því að ekki rigni í Brasilíu þannig að hann fái bætur ef kaffiverð hækkar þess vegna. Lánveitandi fer almennt ekki fram á að lántaki verji hann fyrir stríði í Miðausturlöndum þannig að hann fái bætur ef olíuverð hækkar þess vegna o.s.frv.
Verðtryggingunni er þvert á móti ætlað að tryggja hlutleysi og taka áhættu út úr lánaviðskiptum. Öll áhætta lánagjörninga á að endurspeglast í vaxtastigi lánsins en ekki í verðtryggingunni. Verðtryggingu er eingöngu ætlað að verja verðgildi þeirrar fjárhæðar sem er lánuð. Ef atviksbreyting á verði vöru fer inn í verðtryggingarvísitölu leiðir það til óumsaminnar eignatilfærslu. Gefum okkur að um veðlán sé að ræða. Ef lánveitandinn fær bætur vegna hækkunar á vöru og hækkunin er ótengd kaupmætti peninga þá hækkar höfuðstóll veðlánsins og hrein eign í fasteigninni rýrnar að sama skapi. Rýrnunin á sér stað vegna þess að fasteignin hækkaði ekki í verði til samræmis vegna þess að það var ekki verðbólguástand. Kaupmáttur peninga hélst óbreyttur.
Hamfarir
Atviksbreytingar eru jafnan litlar samanborið við verðbólgubreytingar og því hefur eflaust ekki þótt taka því að horfa til þeirra í verðtryggingargrunninum. Og þess vegna hefur sennilega engan órað fyrir þeim stórkostlegu atvikshækkunum á tveimur liðum neysluverðsvísitölunnar með afleiðingum sem líkja má við hamfarir. Allt samband milli skuldara og lánveitenda brenglaðist á fjögurra ára tímabili frá miðju ári 2004 til ársbyrjunar 2008. Þessi brenglun hefur leitt til stórkostlegrar eignatilfærslu frá skuldurum til lánveitenda. Átt er við hækkun fasteignaverðs í kjölfar innkomu bankanna í ágúst 2004 ásamt hækkuðu lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs í kjölfarið og hækkun olíuverðs á heimsmarkaði. Í hvorugu tilfellinu voru verðhækkanirnar afleiðing minnkandi verðgildi peninga og þar með verðbólgu. Húsnæðisverð vegur allt að 17% vísitölunnar og olía og bensín allt að 5%. Þegar þessir liðir margfaldast í verði verður stórhækkun á vísitölunni. Hér er ekki tekið með í reikninginn afleidda hækkun annarra liða í vísitölunni vegna áhrifa olíuverðs á verðmyndun þeirra.
Hafa ber í huga í þessari umræðu að gengisvísitala íslensku krónunnar var mjög stöðug allt tímabilið sem þýðir að kaupmáttur íslensku krónunnar hélst stöðugur. Grunnforsenda fyrir verðbólgu var því svo gott sem ekki til staðar allt tímabilið. Höfum jafnframt í huga að verulega stór hluti neysluvara á íslenskum markaði er innfluttur og því er gengi íslensku krónunnar góður mælikvarði á forsendur verðbólgu.
Það er því hægt að halda því fram að hækkun húsnæðisverðs og olíu og bensíns á íslenskum markaði hafi fyrst og fremst verið atvikshækkun og því hverfandi líkur á að hækkanir þessar stafi af verðbólgu, þ.e. að peningar hafi tapað verðgildi.
Í því orsakasamhengi sem hér er fjallað um getur vara hækkað í verði af þremur ástæðum.
Vara getur hækkað í verði vegna þess að kaupmáttur peninga rýrnar (verðbólguhækkun) og fylgja þá jafnan aðrar vörur og þjónusta með. Í öðru lagi getur vara hækkað í verði þrátt fyrir að kaupmáttur peninga helst stöðugur, alltaf er hægt að rekja slíka hækkun til atviks eða aðstæðna (atvikshækkun). Í þessu tilfelli hækka aðrar vörur ekki samhliða nema ef varan er partur af verðmyndun þeirra. Í þriðja lagi geta vörur hækkað vegna blöndu af þessu tvennu.
Heimsmarkaðsverð á olíu
Frá hausti 2003 og fram í ársbyrjun 2008 hækkaði verð á olíu gífurlega, úr ca $25 tunnan í vel yfir $120. Um þessar mundir er olíuverðið í kringum $68. Það er óumdeilt að þessi hækkun er óháð gjaldmiðlum heimsins og stafar af aukinni eftirspurn m.a. Kínverja og spámennsku á mörkuðum. Þessi hækkun á heimsmarkaði leiddi beint til hækkunar á eldsneytisverði á Íslandi. Verðhækkunin er þannig ekki verðbólgudrifin eða m.ö.o. ekki tilkomin vegna þess að peningar hafa tapað verðgildi sínu. Það sem síðan gerist í verðtryggingarkerfi Íslendinga við þessar aðstæður er að verðhækkunin mælist í vísitölu neysluverðs og þar sem hún er notuð beint til verðtryggingar verður ósamningsbundin eignatilfærsla staðreynd t.d. með hækkun höfuðstóla veðlána. Lánveitandinn fær hreinan arð líkt og hann væri í olíubransanum. Arðurinn kemur hins vegar úr vasa lántakandans, hrein eign hans í fasteigninni rýrnar.
Fasteignaverð
Fasteignaverð hefur mikið vægi í vísitölu neysluverðs, um 17% og því er hún mjög næm fyrir fasteignaverði. Innkoma banka og sparisjóða á fasteignalánamarkaðinn ásamt hækkun lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs er óumdeild meginástæða fyrir hinu risavaxna stökki á verði fasteigna í kjölfarið. Hærri veðhlutföll, betri vaxtakjör og hækkun hámarkslána settu kipp í eftirspurn eftir húsnæði sem leiddi til snarprar hækkunar á verði þeirra. Því er ekki til að dreifa að hækkun fasteignaverðs á þessu tímabili hafi verið verðbólgudrifin.
Í fyrsta lagi vegna þess að fasteignaverð hækkaði langt umfram verðbólgu, en á árinu 2005 hækkaði fasteignaverð um 32% á meðan vísitala neysluverðs hækkaði tæplega 6%. Í annan stað má benda á að gengisvísitalan fór stöðugt lækkandi frá hausti 2004 og út árið 2005, sem þýðir að gengi íslensku krónunnar var að styrkjast gagnvart gengi helstu viðskiptalandanna á tímabilinu og því í raun engin forsenda fyrir verðbólgu. Færa má rök fyrir því að mesti áhrifavaldur á breytingu vísitölunnar hafi einmitt verið fasteignaverðið og þannig hafi lánveitendur fengið sinn skerf af fasteignagróðanum með hækkun höfuðstóls fasteignaveðlána. Verðbólga var engin eins og áður sagði í þeirri merkingu að peningar töpuðu almennt ekki verðgildi sínu heldur þvert á móti gátu Íslendingar fengið meira fyrir krónuna í helstu viðskiptalöndunum. Óumsamin eignatilfærsla átti sér stað.
Það er einsýnt að frá hausti 2004 og fram til ársbyrjunar 2008 eru viðvarandi óumsamdar eignatilfærslur frá skuldurum til lánveitenda vegna mistaka í framkvæmd verðtryggingarkerfisins. Höfuðstóll veðlána hækkaði langt umfram verðbólgu og verðbótaþáttur greiðslna af veðlánum var langt umfram það sem raunveruleg verðbólga gat gefið. Sú viðleitni löggjafans að verja sparifé almennings með verðtryggingunni hefur snúist í höndum hans vegna þess að engin tilraun er gerð til að meta verðbreytingar óháðar kaupmætti peninga, þ.e. breytingar sem ekki tengjast verðbólgu og taka þær út úr neysluverðsvísitölunni.
Það eru meginmistök í framkvæmd verðtryggingar á Íslandi að skilgreina allar breytingar á vöru og þjónustu sem verðbólgubreytingar, m.ö.o. að allar verðbreytingar stafi af því að peningar hafi tapað verðgildi.
Allir sem vilja geta séð að það er fræðilega ómögulegt að allar verðbreytingar hverju nafni sem nefnist stafi af verðbólgu (stafi af því að verðgildi peninga rýrnar) því ef svo væri er jafnframt verið að segja að heimurinn sé óbreytanlegur. Þess vegna er líka fræðilega ómögulegt að vísitala neysluverðs sé sanngjarn grunnur til leiðréttingar á verðbólgu því hún tekur til allra verðbreytinga.
Álykta má að það sé með öllu ólöglegt að verðtrygging sé trygging fyrir öðru en áhrifum verðbólgu. Í fyrsta lagi vegna þess að í lögum um verðtryggingu (greinargerð með frumvarpi) er tekið á því að verðtryggingunni sé ætlað að leiðrétta fyrir verðbólgu án þess að annað sé nefnt. Í öðru lagi vegna þess að ef hún er trygging fyrir öðru verður óhjákvæmilega raunveruleg og óumsamin eignatilfærsla milli lántaka og lánveitanda.
Í fljótu bragði reiknast mér að ólögleg höfuðstólshækkun veðlána sé a.m.k. 10% á umræddu tímabili vegna atvikshækkana fasteignaverðs og olíu og bensíns.
Áður en Ólafslög tóku gildi var hrikaleg eignatilfærsla í gangi til skuldara frá sparifjáreigendum og lánendum. Þó er ekki hægt að segja lög hafi beinlínis verið brotin. Stjórnvöldum mistókst einfaldlega hagstjórnin og virði peninga þvarr með miklum hraða. Í stað þess að bæta hagstjórnina ákváðu stjórnvöld að innleiða verðtryggingu fjárskuldbindinga. Hér hefur verið bent á að við framkvæmd verðtryggingarinnar hefur dæmið snúist við. Nú er í gangi hrikaleg eignatilfærsla frá skuldaranum til lánveitandans.
En nú ættu hins vegar þolendur að geta varið sig því framkvæmdin byggir á lögum sem augljóslega standast þá ekki sterkara lagaákvæði Stjórnarskrárinnar sem varðar friðhelgi eignarréttarins. Þannig er hægt að vinda ofan af þessum hörmungum ef lögum er fylgt.
Aðal meinið felst í því að vísitala neysluverðs er notuð óbrengluð til verðtryggingar. Vísitalan er ágæt til síns brúks: að miðla upplýsingum um breytingar á verði vöru og þjónustu, en hún er ósanngjarn og ólöglegur grunnur til verðtryggingar.
Skorað er á stjórnvöld að leita leiða til að leiðrétta ólögmætar eignatilfærslur sem eru afleiðing af ónákvæmri framkvæmd verðtryggingarinnar."
Höfundur er vélaverkfræðingur.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Taktu þátt í skoðunarkönnun!
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Athugasemdir
Mjög góð og skilmerkileg grein. Takk fyrir þetta.
Tómas Ibsen Halldórsson, 21.9.2009 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.