Leita í fréttum mbl.is

Andskt..bloggarar....þið eruð andsk.....

....nú um helgina rölti að mér eigandi ónefnds fyrirtækis í Reykjavík og hellti yfir mig skammyrðum yfir því að tjá mig hér á bloggheimi um málefni sem kæmu mér alls ekki við. Það er nefnilega þannig að blogg heimur er nánast matröð margra sem eru veikir fyrir því að sannleikurinn fyrir gjörðum þeirra komi fyrir sjónir almennings. Nýjasta útspil netheimsins með upplýsingar frá WikiLeaks um aðgengi fárra auðmanna að sjóðum bankans er það nýjasta (þó svo að það sé nú ekki besta dæmið).

_____________________________________________________________________________________

Höfuðstóll verðtryggðra íbúðarlána hafa stökkbreyst hjá okkur öllum og íbúðarlán í erlendri mynt hefur einnig stökkbreyst að undanförnu eða frá því að þessir fáu einstaklingar innan bankakerfisins náðu að moka krónum úr landi og þar með veikja íslensku krónuna. Það hefur  verið baráttumál Hagsmunasamtaka Heimilanna að láta þessa stökkbreytingu ganga til baka og leyfa höfustól að leiðréttast, ekki fella niður skuldir heldur leiðréttast.

Það er ekki hægt og heyrst hefur að talsmenn AGS séu að beita sér á móti því að slík leiðrétting fari fram og eru að gæta hagsmuna erlendra kröfuhafa á bankanna. En hinsvegar virðist lítið mál að leiðrétta skuldir fyrirtækja sem eru tæknilega gjaldþrota eða annarra skuldara sem skulda nógu mikið.

Þessar trúnaðarupplýsingar Kaupthings sem ekki máttu líta dagsins ljós sína enn og aftur fram á geðveikina sem var í gangi og almenningur skal taka skellinn að einhverju alvöru í formi skertra tekna, auknu skattbyrgða og veiking kaupmáttar. Því  til viðbótar er sami banki, Kaupthing banki að bjóða upp á lausn fyrir illa setta skuldara sem er í einu orði til SKAMMAR. Á næstu dögum mun HH setja fram greinagerð um hið sanna í þessum "lausnum" og sína fram á dónaskapinn sem fellst í "þessum lausnum".

Enn og aftur sannast að við, fólkið í landinu, bloggarar, alvöru rannsóknar blaðamenn mega ekki láta deigan síga og láta í okkur heyra annars verður haldið áfram að vaða yfir okkur á drullugum skónum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Sammála, við verðum að fylgjast með - og það sem meira er, ekki bara tala heldur líka kanna málin, lesa gagnrýnum huga allt sem kemur í fjölmiðlum og pæla sjálf í hlutunum. Virkt lýðræði verður að byggja á að fólk hafi allar forsendur til að mynda sér skoðun byggða á upplýsingum og rökræðum.

Guðrún Helgadóttir, 3.8.2009 kl. 14:48

2 identicon

Já, það er full þörf á að benda á ýmiss mál sem þola illa birtu!! Þetta er máttur bloggheima - en þeir geta líka verið hættulegir ef ekki er farið rétt með staðreyndir. Það má ekki gleyma því.

Varðandi lánin okkar, þá hækka þau og hækka. Ég tók lán hjá Gildi og fékk 20 millur í lán 27. maí og 1. júní á 5 dögum hafði lánið mitt hækkað um ca 682.000 kr. - nærri sjöhundruðþúsund á þeim 5 dögum sem ég hafði það á bankanum mínum.

Þetta er ekki okur - þetta er rán!!  

Það er nauðsynlegt að skoða þessar vísitölur - þegar þær voru settar á um 1980 og voru þá í samræmi lánavístitala og launavísitala - þá var þetta ok. En um 1983-4 var launavísitalan tekin úr sambandi af Alþýðubandalaginu sem þá var m.a. við stjórn og var okkur sagt að vísitala lána yrði endurskoðuð í framhaldinu. Núna er 2009 og enn hefur ekkert gerst. Það þarf stundum að rifja upp fortíðina til að skila nútíðina. Að lánin okkar hækki afþví að brennivín og tóbak hækkar - það er skandall - stenst það lög gagnvart mannréttindadómstóli???

Setja lánin bæði þau erlendu og innlendur skv. vísitölu 1. jan. 2008!!!  

Inga (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 19:47

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Endilega segðu frá því hvaða fyrirtæki kallar bloggarana "andsk bloggara" Er einhver ástæða til að hlífa andsk. fyrirtækinu?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.8.2009 kl. 22:53

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það er mikilvægt að þreytast aldrei í því að benda á hvernig heimilin eru að borga fyrir þetta bankarán.

Góð grein!

Hrannar Baldursson, 3.8.2009 kl. 23:17

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Endilega segðu okkur hvaða fyrirtæki vill ekki sýna óhreina þvottinn sinn. Og hvað var það sem þú skrifaðir um sem kemur okkur ekki við?

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2009 kl. 03:30

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já það er mikilvægt að þreytast aldrei á því að benda á hverja er verið að ræna.

Það er spurning hversu hvatinn er mikill á því að koma staðreyndum á framfæri, hjá "tæknilega gjaldþrota" sjónvarpstöð með stjörnufréttamann á milljón á mánuði og með forstjóra upp á 3-4 millj. á mán.

Eins hefur bláskjár oft sýnt að þar má stilla fréttaflutningi af óþægilegum málum í hóf án þess að það þurfi að koma til lögbanns.

Magnús Sigurðsson, 4.8.2009 kl. 08:05

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Halli, ég verð að viðurkenna, að mér finnast blaða- og fréttamenn ekkert hafa verið svo duglegir.  Með fáum undantekningum, þá hefur helst þurft að matreiða fréttina ofan í þá til þess að hún sé birt.  Eitt fáránlegasta dæmið er "fréttaskýring" á mbl.is í dag.  Fyrst var blaðamaður sagður ábyrgur fyrir fréttaskýringunni, en síðan var það tekið út, enda er "fréttaskýringin" aðsend grein eftir Karl Wernersson.  Er aðsend grein fréttaskýring?  En svona eru því miður of oft vinnubrögðin.

Marinó G. Njálsson, 4.8.2009 kl. 10:48

8 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Á síðustu þrem til fjórum árum hefur hér orðið bylting. Byltingin felst í blogginu og þeim frjálsu skoðunarskiptum sem þar fara "stjórnlaust" fram.

Fyrir örfáum árum stjórnuðu fjórir fjölmiðlar allri umræðu á Íslandi. Viðskiptajöfrar hafa sé sér hag í því að eignast fjölmiðlana til að geta stjórnað þeim og í framhaldi til að stjórna skoðunarmyndun í landinu.

Bloggið breytir þessum leikreglum öllum og það svíður mörgum.

Eva Joly og Bloggið er það sem vekur von hjá okkur sem krefjumst réttlætis og hreinsana í Íslenskri stjórnsýslu og viðskiptalífi.

Haltu áfam að blogga Haraldur.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 11:17

9 Smámynd: Elle_

Við förum á endanum með stökkbreyttu lánin fyrir dómstóla.  Það er lögmaður núna að reka prófmál fyrir fjölda fólks: Björn Þorri Viktorsson hrl.  Núna þarf fólk líka að passa sig að trúa ekki öllu skítkasti um hann.  Kannski frá þeim sem vilja fá að halda myrkraverkunum áfram.  Plúsinn við dómstólana okkar er að AGS ræður ekki þar þó þeir stýri yfirvöldum.

Elle_, 4.8.2009 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband