Leita í fréttum mbl.is

Hvað myndi Jesú gera í ICEASAVE?

 Kunningi sem fór þá braut í lífinu að tileinka sér hið daglega líf í ameríkunni kom á óvart með skrifum sínum um ICEASAVe á www.visir.is í dag. Dr. Daði Guðmundsson ritar eftirfarandi:

 "Hvað myndi Jesús gera? Þegar Ameríkanar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir spyrja þeir sig oft þessarar spurningar í gamni eða alvöru. Jesús hafði nefnilega einstakt lag á að slá vopnin úr höndum mótherja sinna með viskunni einni saman. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér er hin fræga setning: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum."

Varðandi „Icesave" og Jesú hef ég á tilfinningunni að Jesús myndi gangast í ábyrgð fyrir skuldum sem hægt væri að rekja til hans, til dæmis ef Júdas hefði stolist til að selja loforð um fjármálakraftaverk. En ég held að Jesús myndi líka taka af allan vafa um að sama ábyrgð ætti við kröfuhafana í framtíðinni ef þeir myndu slysast í sambærilega stöðu.

Með þetta að leiðarljósi vil ég benda á að Ísland hafi hugsanlega eitt tromp á hendi sem er ekki hótun heldur óhrekjanleg viska sem Bretland, Holland og Evrópa í heild verður að ganga að. Ísland á að leggja fram þá óhrekjanlegu kröfu að núverandi „Icesave" samningur fari í fullt gildi um leið og Bretland, Holland og í rauninni öll ríki Evrópusambandsins staðfesti að þeirra ríkisstjórnir séu einnig að fullu ábyrgar fyrir öllum innistæðutryggingum sem eiga rætur að rekja til þeirra lands burtséð frá kerfishruni.

Ég hef á tilfinningunni að þetta gæti fengið þá til að hugsa sig um. Að það sé hafið yfir allan vafa að til dæmis Bretland sé í ábyrgð fyrir öllum innistæðutryggingum sem eiga rætur að rekja til Bretlands, jafnvel í kerfishruni, getur haft talsverð áhrif á lánshæfismat þeirra. Heildarkostnaðurinn við lækkun lánshæfismatsins getur þá dregið verulega úr ávinningi þess að knýja okkur til að fallast á núverandi samning.

Ef þeir samþykkja þetta erum við að minnsta kosti búin að setja okkur í hlutverk leiðandi afls um hinar nýju reglur fjármálaheimsins sem alltaf er verið að tala um að koma á en langt virðist vera í að verði að raunveruleika. Það hlutverk er betra en hlutverk hins volandi vandræðagemlings sem var knúinn til að taka ábyrgð.

Eflaust geta mér fróðari menn fundið vankanta á þessu, en mér fyndist það súrt ef að reglurnar um innistæðuábyrgð þjóða fá að standa óbreyttar eftir að Ísland var knúið til að gera meira en reglurnar virðast benda á. Fjölmennari þjóðir í sömu stöðu og við gætu líklega knúið fram betri „Icesave" samning en við getum, ef reglurnar standa óbreyttar. Við skulum að minnsta kosti reyna að koma í veg fyrir það.
Höfundur er verkfræðingur og frumkvöðull


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú verður þessi litla, litla, nice, nice Samfylking í því reyna allt hvað hún getur til að koma á ríkisábyrgð, þannig við verðum látin borga fyrir allar þessar skuldir Landsbanka HF (Icesave), því annars kemst þessi litla, litla, nice, nice Samfylking ekki inn í ESB. Nú verður ekki bara áróðri beitt heldur einnig kúgunum.

Kv

Þorsteinn

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 10:50

2 Smámynd:

Sátt við þessa röksemd

, 19.7.2009 kl. 20:47

3 Smámynd: cindy

Að kæmast á Biblíunni finnst mér ekki rétt. Það þarf dýpri hugsun hér.

cindy, 19.7.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband