Leita í fréttum mbl.is

Hverskonar lífsgæði eru framundan fyrir okkur öll?

Í stjórn Hagsmunasamtaka Heimilanna eru margir einstaklega hæfir einstaklingar. Því til sönnunar eru skýrslur sem gerðar hafa verið fyrir nefndir innan alþingis, að ósk þingmanna. Stjórnarmenn hafa verið boðaðir á marga fundi með nefndum og ráðum til að gefa sitt álit á þeirri vinnu sem þar er verið að vinna um þessar mundir. Fyrir utan þessa umbeðna vinnu nota þessir einstaklingar frítíma sinn til að færa fram í orðum rétta mynd af aðstæðum heimilanna í landinu. Frá stofnun samtakanna hafa stjórnarmenn lært mjög mikið. Nú eru til rannsóknir, skýrslur og greinaskrif sem vert er að taka mark á að fullri alvöru. Öll þessi vinna er gerð í sjálfboðavinnu en samtökin keyra sig eingöngu áfram á hvatningu frá almenningi. Ég hvet þig til þess að skrá þig í samtökin þar sem þau kosta þig ekkert og ávinningur verður mikill og hefur nú þegar gefið mikið af sér. Heimsóttu heimasíðuna http://www.heimilin.is og skráðu þig strax í dag.

Eftirfarandi er grein sem stjórnarmaðurinn Arney Einarsdóttir skrifaði fyrir skömmu í Morgunblaðið sem skýrir út á skilmerkilegan hátt hversu grafalvarlegar aðstæður eru hjá stórum hluta heimila í landinu. Takið eftir að þarna er ekki tekið inn í gjaldeyristryggð lán á bílum eða húsnæði. 

 

Grein birt 16. Júní í Morgunblaðinu.

Gjaldþrot íslensku vísitölufjölskyldunnarRíkisstjórnin og Seðlabankinn keppast við að reikna út skuldir, tekjur og greiðslubyrði heimilannaþessa dagana. Síðan er leitast við að telja almenningi í trú um að heimilin geti vel staðið undirskuldabagga bæði þjóðarinnar og heimilanna, sem þyngist dag frá degi vegna óðaverðbólgu ogveikingar krónunnar, sem og aðgerða stjórnvalda. Slíkar yfirlýsingar og upplýsingar virðast þó veraalgjörlega á skjön við þá mynd sem upplýsingaveitur og hagtölur opinberra aðila gefa af stöðuheimilanna.

 Enginn hagfræðingur eða reiknimeistari hjá því opinbera eða hjá launþegahreyfingunni, virðisthins vegar hafa séð ástæðu til eða hefur kannski öllu heldur ekki lagt í, að rýna í þær tölur semnálgast má hjá opinberum aðilum til að stilla upp rekstrarreikningi vísitölufjölskyldunnar.Upplýsingar um meðaljóninn og vísitölufjölskylduna eru birtar og uppfærðar reglulega á vefHagstofunnar. Þar má nálgast upplýsingar á borð við meðallaun, verðbólgu og neysluvísitölu ogverðbólguspár. Að auki framreikna reiknivélar lánastofnana, s.s. Íbúðalánasjóðs, greiðslubyrði lánamiðað við gefnar forsendur. Með því að nýta markvisst þessar upplýsingaveitur má sjá, hvernigmeðaljóninum reiðir af frá einum tíma til annars og jafnvel greina hættumerkin, áður en í verulegtóefni er komið í heimilisrekstri vísitölufjölskyldunnar.

Heimatökin eru því hæg fyrir þá sem vilja reikna út hvort íslenska vísitölufjölskyldan eigi sérviðreisnar von, miðað við þær opinberu forsendur sem henni eru áskipaðar út frámeðaltalsútreikningum og útgefnum vísitölum. Þetta eru vel að merkja þær reikningsstærðir ogmælikvarðar sem m.a. hækkanir á höfuðstól lána og afborgunum taka mið af. Fyrst þarna er umnógu áreiðanlega mælikvarða að ræða þegar greiðslur heimilanna af lánum eiga í hlut, þá hljóta þeireinnig að vera nægilega traustir fyrir útreikninga á rekstrargrundvelli heimilanna og greiðslugetu.

Á heimasíðu Hagstofunnar (www.hagstofa.is) eru einnig reiknivélar fyrir vísitölustuðla frá einumtíma til annars. Ætla má að beita megi þeim á meðallaun og neysluútgjöld (án húsaleigu), þar sem þaueru ekki uppfærð jafn reglubundið og vísitölurnar. Síðan má taka meðalíbúðarlán hjá íslenskumfjölskyldum, sem Seðlabankanum reiknast til að nemi um 16 milljónum króna, og beita reiknivélÍbúðalánasjóðs á það lán miðað við að um verðtryggt lán væri að ræða (erfiðara að reikna útgengistryggt lán þar sem gengið sveiflast nú dag frá degi og ekki fyrir nokkurn mann að spá fyrir umhvernig það þróast). Til að gæta hófs miða útreikningar hér við nokkuð lágan verðbólgustaðal, eðaþað verðbólgumarkmið Seðlabankans sem hærra er og var síðast þegar að var gáð 4% (er þá ekkitekið tillit til þess að verðbólga hafi síðasta árið verið nær 20%.). Einnig er hér miðað við að báðarfyrirvinnur fjölskyldunnar séu með námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og að afborganir séu3,75% af heildartekjum.

Niðurstaðan er mjög skýr. Eins og sjá má á meðfylgjandi rekstrarreikningi, þá á íslenska vísitölufjölskyldan,með tvær fyrirvinnur í fullu starfi á meðallaunum (366.0000 kr), tvö börn á framfæri ogmeðalstórt íbúðalán sér engan veginn viðreisnar von, heldur safnar hún skuldahalla upp á rúmar tværmilljónir á ársgrundvelli. Ætla má að rekstrarniðurstaða annarra óhagkvæmari heimilisforma s.s. einsog einhleypingsheimila og þar sem fleiri börn eru í heimili, sé jafnvel enn verri.

 Rekstrarreikningur íslensku vísitölufjölskyldunnar. 

Ráðstöfunartekjur (m.v. meðallaun og 2 í vinnu) ÍKR

 

  • Laun karls (nettó) kr. 260.268 x 12 mán* 3.123.216
  • Laun konu (nettó) kr. 260.268 x 12 mán* 3.123.216

 

Samtals 6.246.432

Gjöld

 

  • Neysluútgjöld vísitölufjölskyldunnar2+2** 6.925.046
  • Afborganir af íbúðalánum m.v. 30 ára lán *** 1.077.899
  • Afborganir af LÍN lánum (3,75% af tekjum) 329.400

 

Samtals 8.332.345

Hagnaður/tap ‐2.085.913    

* m.v. meðallaun skv. Hagstofunni og uppfært m.v. þróun launavísitölu til maí 2009

** m.v.neysluútgjöld fjögurra manna fjölskyldu án húsaleigu og þróun neysluvísitölu til maí 2009

***M.v. meðalíbúðalán upp á 16 mkr., 30 ára lánstíma og 4% verðbólgu skv. reiknivél ÍLS

 

Ljóst er að þessar niðurstöður fela í sér áleitnar spurningar um íslensku vísitölufjölskylduna ogmöguleika hennar á að sjá sér farborða, hvað sem líður útreikningum og yfirlýsingum stjórnvalda.Með hvaða móti á vísitölufjölskyldunni að vera fært að minnka útgjöldin um rúmlega tvær milljónirkróna á ári? Hvert stefnir skuldasöfnun heimilanna þegar verð á neysluvörum fer stöðugt hækkandi,afborganir af húsnæðis‐ og bílalánum hækka jafnt og þétt fyrir tilstuðlan eða samspil verðbólguog/eða veikingar krónunnar, sem og vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar? Hver verða síðan áhrifviðbótarskerðinga sem stjórnvöld áforma að grípa til? Blasir eitthvað annað við þrautpíndrivísitölufjölskyldu en gjaldþrotaúrskurður? Fela þessar niðurstöður í sér einhverja von um að fjögurramanna vísitölufjölskylda geti yfir höfuð séð sér farboða hér á landi? Eða er eina von hennar umraunhæfan rekstrargrundvöll og bjartari framtíð að hefja nýtt líf í öðru landi, þar sem réttlæti ríkir íneytenda‐ og lánamálum og betri rekstrargrundvöllur hefur verið skapaður fyrir heimilin?

Arney EinarsdóttirHöfundur er stjórnarkona í Hagsmunasamtökum heimilanna,framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá HRM – rannsóknir og ráðgjöf oglektor við Háskólann í Reykjavík.‐‐‐‐‐‐‐‐‐‐‐


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Magnússon

Sagði ekki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forveri Jóhönnu Sigurðardóttur í embætti formanns Samfylkingarinnar, á margfrægum fundi í Háskólabíó 24. nóvember 2008, yfir troðfullan sal, anddyri o.fl. af fólki:

"Þið eruð ekki þjóðin!"

Kannski erum við bara ekkert þjóðin?  Kannski veit Samfylkingin, sem verkstjóri núverandi ríkisstjórnar að við erum ekki þjóðin og þ.a.l. ekkert mark á okkur (þjóðinni - hélt ég) takandi?

Kannski vitum við bara ekki nokkurn skapaðan hlut enda bara sauðsvartur almúgi sem - eins og Steingrímur J. Sigfússon, nánast orðaði það: gætum bara ekki skilið þetta ICESAVE dæmi, sem er afrakstur "útrásarinnar", sem aftur er örsök (útrásin þ.e.a.s.) þeirrar stöðu sem heimilin í landinu eru komin í? 

Kannski erum við öll bara vitleysingar - enda varla þjóðin ef marka má orð fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar?

Snorri Magnússon, 7.7.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband