Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll,félags- og tryggingamálaráðherra vanhæfur til umfjöllunar á frumvarpi til laga.

Nú er á dagskrá þings frumvarp til laga sem getur haft jákvæð áhrif á jöfnuð á milli lántaka og lánveitanda. Frumvarpið snýst um að lánveitanda sem veitir lántaka lán gegn veði í fasteign er ekki heimilt að leita fullnustu fyrir kröfu sinni í öðrum verðmætum lántaka en veðinu. Krafa lánveitanda á hendur lántaka skal því falla niður ef andvirði veðsins sem fæst við nauðungarsölu nægir ekki til greiðslu hennar. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, en meðflutningsmenn hennar eru úr sama flokki og hún, Borgarahreyfingunni og Framsóknarflokknum.

Þá stígur upp í pontu "virðulegi" ráðherra Árni Páll. Hann segir; "...ávinningurinn af því er hins vegar ekki borðleggjandi,“ segir Árni Páll. „Verði frumvarpið að lögum, eins og það liggur fyrir, er líklegt að óvissa lánveitenda aukist.

Þar með er félags- og tryggingamálaráðherra orðin talsmaður lánveitanda og ber höfuðið hátt gagnvart þeirra málstað. Við skulum einnig ekki gleyma því að Árni Páll Árnason er hluthafi í Byr en hlutur hans samkvæmt stofnfjáreign er 5,6 milljónir króna. Þetta kemur fram þegar rýnt er í upplýsingar um hagsmunatengsl þingmanna.

Ráðherrann er algjörlega úr takt við það sem þjóðin öskrar á, sem er réttlæti. Hvað hefur komið frá þessum manni?

Ég vona að Árni sjái að sér og lýsi sig vanhæfan í umfjöllun um málið.

Hér er góð orð um þetta frá góðum bloggara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru ekki allir þingmenn með lán í veði þá einnig vanhæfir ?

Störf hans sem ráðherra koma starfi hans sem alþingismanni ekkert við og á hann ekki að láta það starf sitt hafa áhrif á samvisku sína sem þingmanns

Á ekki alþingi að spegla þjóðina og þar af leiðandi á einhvern þátt part lánveitanda einnig ?

gunnar (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband