Leita í fréttum mbl.is

Nú vellur skíturinn út um allt...og við þegjum...það er allt í lagi!

Ríkissaksóknari gerði óvart mistök og tafði rannsókn á máli þar sem sonur hans hafði hagsmuni þannig að sonur hans hagnaðist á þeim mistökum. Það er allt í lagi. Fyrrverandi lykilstarfsmenn (hvað sem það þýðir) fengu 50 milljarða niðurfellda gagnvart sínum lánum hjá Kaupthing. Það er allt í lagi. Gunnar Birgisson bæjarstjóri Kópavogs mokaði verkefnum undir fyrirtæki í eigu hans sjálfs- og fjölskyldu upp á tæpar 100 milljónir. Það er allt í lagi. Fasteignamat ríkisins hækkar fasteignamat fasteigna þrátt fyrir fall á fasteignaverði er mjög eðlilegt. Það er allt í lagi. Sigurjón Þ. Árnason fékk Kúlulán upp á 70 milljónir á 3,5% vöxtum, fyrsta afborgun 2028. Það er allt í lagi.

Að leiðrétta verðtryggð íbúðarlán, leiðrétta höfuðstól og að afturreikna íbúðarlán í erlendri mynt aftur í lántökutímann sjálfan og framreikna er algjörlega ekki hægt. Það er nefnilega ekki í lagi.

Að berjast fyrir því að skjóta skjaldborg um heimilin var allt í lagi......abragadabra.....ekki í lagi.

Þetta er einfaldlega ekki í lagi!

....framhald síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Manni verður meir og meir óglatt. Nú dugir ekki Primperan lengur. Skjaldborg um útrásina er mottóið í dag. Verðum við ekki að fara að gera eitthvað ?

Finnur Bárðarson, 15.6.2009 kl. 20:14

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Blygðunarlausasta tilraun til yfirhylmingar sem ég hef séð var þegar ríkissaksóknari fór þess á leit við dómsmálaráðherra í október í fyrra að hann og fyrrverandi ríkissaksóknari rannsökuðu bankana og aðdraganda bankahrunsins.

Þeir myndu síðan mæla með hvaða mál yrðu tekin til rannsóknar. Þáverandi dómsmálaráðherra samþykkt þessa tillögu ríkissaksóknara. Sonur annars þeirra var forstjóri í Exista. Sonur hins var yfirmaður lögfræðisviðs FL group.

Hvarflar það að nokkrum manni að þessir feður myndu nokkurna tíma ákæra syni sína? Og hvað var þáverandi dómsmálaráðherra að hugsa?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.6.2009 kl. 23:51

3 identicon

Algjörlega málið.

Vilhjálmur Árnason (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 00:56

4 Smámynd: Hlédís

Verst er að verða ekki lengur hið minnsta hlessa. LIÐIÐ getur ekki lengur gengið fram af manni.

Sá raunar myndir (í Séðu og Heyrðu) af nýju höllinni sem fyrrverandi menntamálaráðherra er að flytja í með Kaupþings-manninum sínum. Ekki búið að selja hina. Þau fóru obbosslega illa út úr hruninu, sagði frúin okkur í fyrrahaust.

Hlédís, 16.6.2009 kl. 09:23

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Samspil stjórnmálamanna og fjársvikamanna fyrir og eftir hrun er kapítuli sem líkist helst því sem fréttist af ítölsku Mafíustarfseminni. En í okkar örríki eru þessar stærðir svo margfalt ógnvænlegri. Allt embættismannakerfið hefur fylgt á eftir enda gerspillt líka.

Og eins og Hlédís réttilega segir þá erum við orðin sljóvguð í hugsun af þessu ástandi. Það hefur nefnilega þróast á löngum tíma.

Árni Gunnarsson, 16.6.2009 kl. 12:49

6 Smámynd: Hlédís

Löngum tíma, Árni! Ég veit þú ert ekkert unglamb - hvað þá ég.

D- spillingin hefur staðið allt mitt stjórnmálaminni - sem er amk 51 ár!

Hlédís, 16.6.2009 kl. 15:54

7 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Jæja trúið mér þá er ég segi: Það hefur ekkert breyst - ekkert gerst. Enn eru sömu aðilar á kjötkötlunum og sömu flokkar á þingi. Endurskoðendur endurskoða sjálfa sig. Lögmenn leggja mat á eigið lögmæti.

Þið hélduð að hér hefði orðið bylting og kölluðuð hana búsáhaldabyltingu; voruð stolt yfir því að hún hafi að mestu farið friðsamlega fram.

Nei, byltingin hefur ekki orðið og mun ekki verða fyrr en menn þeysa út á göturnar og, ekki heimta réttlæti, ekki krefjast réttlætis, heldur láta réttlætið ná fram að ganga. Ekkert réttlæti, engin sátt mun verða á meðan elítan, embættismennirnir, endurskoðendurnir, lögfræðingarnir, nefndarmennirnir og alþingismennirnir sitja sem fastast og þykjast rannsaka sjálfa sig.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 16.6.2009 kl. 17:00

8 Smámynd: Hlédís

Hárrétt, Þór!

Hlédís, 16.6.2009 kl. 23:17

9 identicon

Lokaniðurstaðan hlýtur að vera þá að það er ekkert búandi í þessu ógeðslega landi.  Ofsalega langaði mig oft að gera svipaða hluti og maðurinn í Álftanesi.  Væri ég ekki einstætt foreldri og vildi ekki yfirgefa son minn á meðan ég afplánaði, veit ég ekki.

IP-Tala (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 23:46

10 identicon

Þetta fór víst í vitlausan pistil hjá mér Haraldur, var um manninn í Álftanesi.

IP-Tala (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 00:17

11 Smámynd: Hlédís

Svipað hér, kæra IP-tala!

Hlédís, 20.6.2009 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband