Smásmugan er málefni VG og þar má lesa um þeirra viðhorf til málefna. Það sló mig hrikalega þegar ég las að þeirra viðhorf til þeirra sem vilja leiðréttingu lána sé fólk sem lifði í lífstíl flottræfla og eiga það ekki skilið að fá leiðréttingu. Þeir sem urðu fyrir barðinu á auðmönnum sem á kerfisbundinn hátt veiktu krónuna og þar með hækkuðu verðbólgu og veiktu krónuna eru flottræflar.
Ég veit ekki um þig sem lest þetta, en svona talsmáti gerir mig æfan af reiði, og að það komi frá talsmönnum Steingrími J. Smelltu á þessa frétt: http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/24757/
Nánari um talsmáta Smásmugunnar:
http://www.smugan.is/smasmugan/nr/1902
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Las þessa klausu í Smugunni og fannst hún ömurleg! Þetta lýsir bara innra eðli þessa vinstrapakks.
Nú óttast þeir gagnbyltingu venjulegs fólks, en það fólk sem kom á fundinn hjá ykkur sl. laugardag er bara venjulegt fólk sem óttast um sína framtíð og/eða er komið í vandræði. VG kallar þetta fólk Flottræfla.
Það er með ólíkindum að sjá þetta pottormalið vinstrahyskins lýsa yfir vanþóknun sinni á þessum fundi ykkar. Hreinlega ömurlegt.
Það er satt sem Bubbi Morthens sagði, þetta pottormalið skreið út úr rottuholunum sl. vetur af því að því var sagt að gera það.
Þetta pottormalið sem tók þátt í valdaráninu sl. vetur var ekki fólk með skuldir sem var að slyga það, eða var fólk sem var búð að missa vinnuna (alla vegana ekki forsprakkar pottormavaldaránsins). Forsprakkarnir voru atvinnuiðjuleysingar og ríkisrekin skáld sem aldrei hefur haft manndóm í sér til að kaupa sér þak yfir höfuðið af neinu viti eða þá bil og er því ekki með neinar skuldir sem slyga það. Svo eru leigupennar á vegum vinstraliðsins að kasta steinum í þetta nauðsynlega framtak Hagmunasamtaka heimilanna.
Nei, það er að hitna í kolunum. Þessi aðgerðarlausa ríkisstjórn er að gera illt verra og þrefar um dægurmál á þingi, en ekki um bráðaaðgerðir til að koma atvinnulífinu í gang og bjarga heimilum landsins. Samfylkingin (Smásálafylkingin) hefur bara eina stefnu, og það er að troða okkur öfugum í ESB. Össur er svo skíthræddur um að styggja vini sína í Breska Verkamannaflokknum og pótintátana í ESB, og hann vill að þjóðin borgi IceSave netsvindlið í topp.
Og ef gengið fer ekki að styrkjast og það gerði alveg þar til í marsbyrjun í ár þegar Davíð og co. voru hraktir úr Seðlabanknaum, verður allt vitlaust hér í samfélaginu þegar venjulegt fólk fer út á göturnar og lætur til sín taka. Pottorma-valdaránið sl. vetur verður hreinn barnaleikur miðað við það sem gæti gerst ef ástandið fer ekki að lagast.
Gangi ykkur vel í baráttunni og þetta er frábært framtak hjá ykkur. Það er einfaldlega rangt hjá vinstraliðinu á Smugunni að þið séuð bara flottræflar, þið eru FÓLKIÐ Í LANDINU, hinn venjulegi borgari þessa lands.
Bergsveinn Þ. Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 09:07
Hrokin er algerlega klár.
Bubbi sagði það sem segja þurfti, hvar eru VG núna?
Það eru allir jafnir en sumir eru JAFNARI en aðrir, samanber lánafyrirgreðslan sem fór til Saga Kapital og víðar norður
Illgjarnir menn hafa rakið skyldleika lykilmanna þarna sog Fjármálaráðherra.
Hefði Árni MATT gert eitthvað viðlíka við SPH hefði allt orðið vitlaust í RUV og Bylgjunni.
En þetta er hinn ,,allt upp á borðið " steingrímur sem hér um væelar og af hverju voru settir milljarðar inn í BYR án þess, að gerð væri krafa um, að lántakendur (fjölskyldurnar og litlu fyrirtækin) nytu? Getur verið, að Kratar í HAfnafirði og víðar (Sparisjóði Vélstjóra t.d.)) hafi þurft að fá eitthvað niðurfellt og afskrifað??
Mundu að Höfuðsyndirnar bíta alveg á Komma, aðra gasprara og lýðskrumara, þegar mjúk fleti eru til reiðu.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 27.5.2009 kl. 11:38
Þetta kemur mér ekki á óvart. Bankarnir plötuðu ellefu þúsund ellilífeyrisþega inn í Peningamarkaðssjóðina, þar sem þetta fólk tapaði allt að þriðjungi ævisparnaðar síns, fyrir blekkingar bankana. Steingrímur J. sagðist ekki hafa samúð með þessu fólki þetta væri "RÍKA FÓLKIÐ Í LANDINU" Svo mörg voru þau orð. Þvílíkur hroki.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 15:05
Smásmugan er sorp ad minu viti. Öfgalid sem fullyrdir eitthvad an tess ad hafa haldbaer rök fyrir tvi sem skrifar. Haettulegt i rauninni.
Gisli (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 16:36
Sumt má ekki minnast á. Hópurinn sem eyddi og spennti, tók lán langt fram yfir greiðslugetu, sló lán til að kaupa hlutabréf, íbúðír, bíla, utanlandsferðir í bólunni er ótrúlega stór. Þetta virðist vera sá hópur sem þið að framan virðist vilja bjarga fremur öðrum. Ég þekki því miður mörg dæmi þess að þannig höguðu ósköp venjulegir borgarar sér. Þeim hefði ekki verið hægt að bjarga þó engin kreppa hefði skolið á. En á þennan hóp má ekki minnast á af þeim sem hæst góla og heimta hjálp fyrir alla hvernig sem þeir höguðu sér. Það verður að vega og meta næstum hvert tilfelli, það er ekkert réttlæti í því að jafnt skuli yfir alla skuldara ganga
Sigurður Grétar Guðmundsson, 27.5.2009 kl. 20:40
Sammála því að fjölmargir hafa örugglega spennt bogan of mikið. Leiðrétting lána á þann hóp skiptir engu, þeir eru hvort í það slæmum málum. Þeir sem eru verr staddir er hin hlutinn sem eru kláralega fórnarlömb og þurfa aðstoð...og það núna.
Hinsvegar væri flott að tilheyra kynslóðinni þinni sem þurftu ekki að borga af íbúðarlánunum sínum vegna þess að á kerfisbundinn hátt var verðbólgan lántin éta þau upp.
Haraldur Haraldsson, 27.5.2009 kl. 22:15
Og hverjir eru að góla, Sigurður? Kannski þú? Málið snýst um það að við viljum ekki borga fyrir rán og þýfi. Venjulegt fólk á ekki að borga fyrir þýfi. Það er óréttlæti og um það snýst málið frá mínum sjónarhóli. Og vegna fábjánavísitölu. Viltu ekki lesa um fábjánavísitöluna svona þér til skemmtunar?:
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/882364/
Almennur borgari (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 23:00
Sammála Sigurði að mörgu leiti því það sem hann segir eru staðreyndir. Margir eyddu eins og enginn væri morgundagurinn og það kæmi ekki að skuldadögunum. Hinsvegar var fasteignaverð fáránlegt og enginn alvöruleigumarkaður þannig að hvað átti fólk að gera? Bankar og fasteignasalar kjöftuðu verðið upp og ýttu beinlínis undir fólk að taka lán. Fólk treysti ráðgjöfum í bönkum og því greiðslumati sem það fékk í hendurnar. Þannig að málið er ekki svona einfalt. Við megum ekki festa okkur í svona tali og satt að segja varð ég fyrir vonbrigðum að lesa þennan pistil því mér finnst VG vera að tala niður til fólks og það er einmitt það sem fólk þarf síst á að halda þessa daganna. Fólk þarf einfaldlega von og úrræði, svo einfalt er það nú......
Ína (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 02:09
Það er ömurlegt að hlusta á fólk sem dæmir þorra skuldara eftir e-m sem eyddu eins og vitleysingar. Fólk var oft bara með venjulegar skuldir sem urðu himinháar vegna glæpabanka og með hjálp vísitölu yfirvalda (kölluð fábjánavísitala af lærðum manni). Skuldir fasteigna taka ekki mið af veðinu sjálfu (fasteigninni) eins og í venjulegum löndum, heldur e-u allt öðru. Þegar Ögmundur vill stýra okkur og hækka sykurskatt, hækkar það hina vitleysislegu vísitölu og fasteignalán fólksins. Og það er engin hemja. Ætli það muni standast mannréttindalög?
EE elle (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 13:01
Haraldur, það er best ég segi þér söguna alla fyrst þú byrjaðir. Þú segir: Hinsvegar væri flott að tilheyra kynslóðinni þinni sem þurftu ekki að borga af íbúðarlánunum sínum vegna þess að á kerfisbundinn hátt var verðbólgan lántin éta þau upp.
Þetta er fyrsti kafli, svo kemur sá næsti, hann fjallar um það þegar hin algjöra verðtrygging var tekin upp á skuldum, í fyrstu á launum líka en því var síðan kippt til baka. Svo kom hin skelfilega verðbólga sem fór hæst á 3ja mánaða kafla í 120% að mig minnir 1984 en ársverðbólgan varð milli 60 og 70%. Þetta var á þeim árum þegar ég var að berjast við að stofna fyrirtæki, koma með nýja tækni inn í landið og 1985 sló Fógetinn hamri sínum í stofuborðið og þar með mistum við hjónin allt sem við áttum. Vð settum okkur það markð að láta ekki gera okkur gjaldþrota, ég gekk fyrir marga kröfuhafa og tókst að semja, oft voru þær upphæðir ekki háar. Þess vegna er ábatinn af húsnæðislánum sem verðbólgan át mér og mínum glötuð. Við eigum vel fyrir skuldum þrátt fyrir að skuldir okkar séu 50/50 í verðtryggðum krónum og erl. mynt.
Það er sífellt verið að reka þann áróður að ekkert sé gert fyrir þá sem eiga í erfiðleikum. Okkar banki hefur skuldbreytt okkar láni þannig að færa afborgunina aftur til 1. maí 2008 það þýddi að greiðslubyrðin léttist um rúm 20%. Einhver sem hafði keypt hús og 2 bíla á myntkörfulánum 100% sagði að bankinn væri tilbúinn að framlengja lánið og hann sagði: Ég verð að borga af láninu þangað til ég verð 120 ára, þetta gengur ekki!
Ég ætla ekki að hafa áhyggjur af mínum skuldum þegar ég verð 120 ára!!!
En það er ekkert nýtt að fjölmarir eigi í fjárhagslegum vanda, ég veit að hann er hrikalegur núna eftir að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkar hafa leitt okkur í þetta nýfrjálshyggju kviksyndi. Svo kunna þeirra foringjar ekki einu sinni að skammast sín eins og sjá má af framgöngu þeirra á Alþingi.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 28.5.2009 kl. 13:17
Fasteignaskuldir ættu bara að hækka miðað við veðið sjálft. Fasteignir hafa kol-fallið í verði, en nei, vitleysislega vísitalan sem ísl. yfirvöld nota á fasteignaskuldir fólksins, hækkar miðað við skattana hans Ögmundar á bensíni og sykri og öllu hinu líka!?! Og þ.a.l. fljúga fasteigna skuldir fólksins upp í himinhæðir. Ekki vegna ofureyðlu, heldur vegna fávisku og getuleysis og óstjórnar yfirvalda. Í öðrum löndum miðast fasteignalán við fasteignaverð. En nei, ekki í Skuldalandi. Skuldastjórnun sem ekki fyrirfinnst í heiminum öllum. Og svo koma svona ógeðfelldir pistlar eins og Haraldur lýsti að ofan.
EE elle (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 14:18
Og eitt enn: Fasteignaskuldir lækka í venjulegum löndum jafnóðum og fólk borgar af þeim. En ekki í Skuldalandi. Þar er það öfugt.
EE elle (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.