Leita í fréttum mbl.is

Verðbólgan í maí hækkar 20 milljóna króna verðtryggt lán um 226 þúsund krónur. Verðbólgan í síðasta mánuði hækkaði slíkt lán um 90 þúsund krónur. Hvar endar þetta?

Þetta segir okkur að það er sama hvað verkalýðsfélögin semja í kjarabaráttunni, það er hlægilegt miðað við hvað er verið að gera okkur öllum sem hafa verðtryggð íbúðarlán.

Ef Ögumundur leggur á syrkuskatt og hækkar áfengisgjöld kemur enn ein skellurinn á okkur öll!

Hvenær ætlum við að standa upp úr sætum og láta í okkur heyra?

 

_____________________________________________________________________

Frétt frá Rúv.is -

Maíverðbólgan mælist 1,13%

Verðbólgan í maí var 1,13% samkvæmt mælingu Hagstofunnar. Verðbólgan í maí er mun meiri en í apríl en þá var hún aðeins 0,45%. Í mars varð hinsvegar 0,6% verðhjöðnun.

Verðbólga síðustu 12 mánaða er komin niður í 11,6% en hún var 11,9% í síðasta mánuði. Sé breyting á húsnæðisverði ekki tekin með í reikninginn var verðbólgan 1,44% í maí en 15,5% síðustu 12 mánuði. Fram kemur á vef Hagstofunnar að verð á bensíni og díselolíu hafi hækkað um 4,9% og verð á bílum um 4,9%. Kostnaður vegna eigin húsnæðis hafi hækkað um 1%. Verð á mat og drykkjarvöru um 0,8% og verð á flugfargjöldum til útlanda um 22,6%. Verðbólgan í maí hækkar 20 milljóna króna verðtryggt lán um 226 þúsund krónur. Verðbólgan í síðasta mánuði hækkaði slíkt lán um 90 þúsund krónur.

Guðrún Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Hagstofunni, segir að fall krónunnar sé enn að skila sér út í verðlagið. Innfluttar vörur hafi hækkað um 2,2 prósent milli mánaða. Sú hækkun valdi stærstum hluta verðbólgunnar nú eða 0,8 prósentustigum af 1,13.

 

frettir@ruv.is


mbl.is Verðbólgan mælist 11,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að tala um þá aðila sem komu Íslandi í þessa fáránlegu stöðu. Allt hjal um sykurskatt er tímaeyðsla og skiptir alls engu máli. Áfengisskattur mun einnig engin áhrif hafa.

Það sem kom Íslandi í þessa stöðu var idiotísk trú á Kárahnjúkavirkjun, sem hækkaði hér vexti og verðbólgu þannig að ekkert varð við ráðið og verður ekki næstu 5-10 árin. Takk kærlega Sjálfstæðisflokkur, takk Framsóknarflokkur. Aldeilis frábært

Steingrímur og Jóhanna munu koma ástandinu á svipaðan stað og það var 1997 ... það mun taka 3-4 ár, svo mun þjóðin þakka þeim kærlega fyrir ... og kjósa fávitana í hinum flokkunum svo hægt sé að koma landinu aftur á hausinn með fávitalegri ofurtrú á markaðinn og mannlegt eðli

Sveinn (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 10:20

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Haraldur, það vekur athygli við birtingu þessara talna, að ekki er sagt hvað 1.13% verðbólga þýðir á árs grunni.  Það er nefnilega 14,4%.  Nú þriggja mánaðarverðbólga jókst á milli mánaða úr 1,43% í 3,96% eða nærri því þrefaldaðist.

Þessar tölur eru gríðarlegt áfall, svo ekki sé meira sagt.  Í staðinn fyrir að standa frammi fyrir 0,3 - 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða, þá fáum við 1,13%.  Hér er ekki hægt að tala um neitt annað en kjaftshögg.

Marinó G. Njálsson, 26.5.2009 kl. 18:12

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef við hefðum búið við sama verðtryggingar viðmiðun eins og aðrar þjóðir þá  væri 20 milljóna td. breskt verðtryggt lán í 16,25 milljónum.

Þeir verðtryggja fasteignir miðað fasteignaverðsþróun eða vöxt.

Sjá nánar á blogginu mínun.

Júlíus Björnsson, 26.5.2009 kl. 18:19

4 identicon

Enn ein blaut og skítug gólftuskan framan í fólkið í landinu.  Fasteignaverð hefur kol-fallið og samt fljúga enn fasteignalánin upp ens og ekki sé nóg komið af ógeðinu.  Getum við ekki kært yfirvöld til alþjóðadómstóls vegna þessa?

EE elle (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 22:47

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslensk einkavina stjórnvöld hafa um margra ára skeið látið í veðri vaka að að eini verðtryggingarvísitölugrunnur [sá íslenski eftirspurnaneyslu] væri til í heiminum. Hinsvegar styðjast flest allar þjóðir Við fasteignavísitölugrunn tilsvarandi lánaflokks Mortgage loans : Fasteignaverðtryggðlán [breytilegir vextir taka mið af þróun fasteignaverðs á hverjum tíma].

Sem er 80% til 100% af heildalánum almennra heimila í heiminum. 

Tyrkir eru líka harðir húsbændur taka mið af launaþróun.

Íslendingar eru allra verstir miða við vísitölurneylslu  hvers reiknilíkan forgangsraðar vöruliðum með tillit til eftirspurnar og vægi hlutfalslegs vaxtar þeirra er mest. Það þýðir að ef að kreppir þá hlaupa þrælarnir í lávöruna : eftirspurnin vex verð hennar hækkar hlutfalslega meira en hinnar dýru, en vægi hlutfalslegrar hækkunar lávörunnar reiknast sem leiðréttinga vaxta framlag. Verðbólgan er alltaf til staðar meðan eitthvað hækkar.

Tyrkir uppfylla  aldrei Maastricht skilyrðin fyrir upp töku evru því laun fylgja neyslu vísitölu. Þjóðverjum  og Frökkum finnst þetta hryllilega fyndið ef ég þekki þá rétt. Molbúarnir alltaf að éta sig niður í kapphlaupinu um Evru réttindi. 

Júlíus Björnsson, 26.5.2009 kl. 23:37

6 identicon

En er yfirvöldum nokkuð stætt á vísitölutryggingunni miðað við alþjóðleg lög og staðla?  Er ekki prufandi fyrir okkur, í fúlustu alvöru, að sækja þetta utan, í alþjóðlega dómstóla?  Þetta er löngu orðið óþolandi og eins slæmt og hver önnur svört viðskipti.

EE elle (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 23:50

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslensku ráðstjórnar rökin munu vara sú: Þið áttuð bara að kynna ykkur þetta betur. Verðtryggð fasteignlán merkir kannski allstaðar  utan Íslands og fyrir upptöku sér íslenskra Verðtryggðra neyslu lána: tryggð miðað við verð veðsins á hverjum tíma. 

Hin alþjólegi lánaflokkurinn sem tryggir miðað við neysluveðið: miðar oftast við stuttan lánstíma og oft ósýnleg veð og styðst þess vegna við meðtalsverð úr kauphöllum. Þá þurfa 30 árslán [skuldabréf] að jafngilda einu húsbréf til 30 ára. Hver endurnýjun kosta sitt og væntingar geta brugðist svo vextir neysluvístölu verðtryggingar [neysla er veðið viðmiðunin] er yfirleitt hærri og sveiflukenndari [spenna mikill oft á mörkuðum].

Stöðugleiki siðmenntaðra samfélaga gengur út á að stærsta lán heimilisins [Mortgage loan] sé stöðugra afborganna með lágum vöxtum vegna traust veðs og stærðar lánsins. Formúlusmiðir eru  mjög fáir og  Banka formúlur oft fjölskylduleyndamál. Færustu formúlusmiðirnir taka minnstu áhættu og bjóða lægstu útlánsvexti: t.d. Þjóðverjar. Þeir sem kunna ekki að búa til formúlur [kópera ] skilja þær yfirleitt ekki.  

Júlíus Björnsson, 27.5.2009 kl. 00:54

8 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Önnur leið er að stoppa kröfuhafa af, þ.e. að takmarka verulega rétt þeirra til þess að ganga á skuldara umfram umsamdar tryggingar. Það er bara eðlileg krafa og í raun bara réttlætismál að ábyrgð lánveitenda sé í jafnvægi við ábyrgð skuldara. Ég er ekki nógu kunnugur þessu til þess að vera viss en lán á íslandi með þessari högun virðast ganga á rétt einstaklinga en hygla fyrirtækjum, sem er bara siðleysa.

Fyrirtæki eiga nefninlega að fá að starfa fyrir náð og miskunn almennings ekki öfugt.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 27.5.2009 kl. 09:00

9 identicon

Ég stórefa að erlendir dómarar/dómstólar muni sættast á rök ísl. ríkisstjórnarinnar fyrir að láta skuldara blæða fyrir gengisfall, óðaverðbólgu og hrottalánin sem þessu fylgdu og flugu upp fyrir öll eðlileg heimsmörk.  Og enn síður á meðan bankarnir mega afskrifa milljarða fyrir fyrirtæki. 

EE elle (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband