Leita í fréttum mbl.is

Ætlum við að sofna á verðinum?

Síðan að ný stjórn tók við sprotanum hefur EKKERT gerst. Heimilin sjá íbúðarlán sín hækka um hver mánaðarmót, launaskerðingar eru á flest öllum vinnustöðum og vöruverð verslana er farið yfir öll skynsemismörk. Ætlum við bara að láta okkur hlakka til Eurovision kvölds og hætta að pæla í þessu?

Jóhanna og Steingrímur eru þegar byrjuð að sigla okkur í kaf.

Gerið ykkur grein fyrir að sá stuðull sem reiknaður er á íbúðarlánin okkar er stuðull sem reiknast miðað við vöruverð ýmissa þátta. Þannig mun t.d. hækkun áfengisgjalda (eins og Steingrímur J vill) og hækkun á tómötum hækka lánið á íbúðinni, þó svo að þessir einstöku hlutir hafa ekkert að gera með virði fasteignar. Þettar er rán!

Ég vona að við tökum höndum saman þegar til þess verður kallað og sýnum samstöðu. Undiraldan er að myndast frekar hratt. Því til sönnunar skaltu einfaldlega ræða við náungan.

Lesið þetta!!!

http://www.althingi.is/johanna/greinar/safn/000017.shtml 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er búið að reka Davíð, Gunnar Birgis úr Lín Frammsókn úr Grænaherberginu.

Segðu svo að ekkért sé gert

Steinn Magnússon (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 23:22

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ég er að verða þreyttur á þessu endalausa kjaftæði að ekkert sé gert, ríkisstjórnin sitji aðgerðalaus. Það er lítill vandi að sitja við tölvu og henda inn á blog staðlausum stöfum og baknagi, þurfum við helst á því að halda?

Ég get sjálfur borið vitni um það að ég fékk skuldbreytingu á mínum skuldum hjá Íslandsbanka. Þó aldraður sé þá er ég ekki betur settur en það að ég ber nokkurn skuldabagga. Lánið er að hálfu ísl. kr. og að hálfu myntkarfa. Þetta var gert í apríl, afborganir færðar til þess sem þær voru 1. maí. 200. Það varð til þess að afborgunin 1. maí var 20%  lægri en hún var 1. febr. sl. Þá fyrst varð ég hissa þegar ég þynglýsti skuldbreytingarskjalinu hjá Sýslum. á Selfossi, það var ENDURGJALDSLAUST. Það var ákvörðun ríkistjórnarinnar. 

Kannski ert þú svona fúll af því þú ert einn af þeim sem eyddir djöfulinn ráðalausan í bólunni stóru, slíkum verður ekki bjargað, hefðu farið á hausinn hvernig sem árferðið hefði verið. En á þennan hóp þorir tæplega nokkur að minnast. Einn kom í sjónvarpið, hafði keypt sér íbúð og 2 bíla allt á 100% lánum. Var þetta nokkurt vit?

Svo er líklegt að þú sért í Sjálfstæðisflokknum, flokknum sem sigldi öllu í strand og ætlar nú að sigla inn í gömlu neðanjarðarpólitíkina; ráðast á þá sem eru að moka eftir þá flórinn, helst úr launsátri.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 15.5.2009 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband