3.5.2009 | 20:57
Þetta snýst ekki um að eiga fyrir afborgunum!
Gylfi Viðskiptaráðherra og sumir aðrir ætla einfaldlega ekki að skilja það að aðgerðir stjórnvalda eiga ekki að snúa að því hvernig fólk eigi að ná endum saman um hver mánaðarmót og þá aðeins til 6 mánaða í einu í samráði við sinn viðskiptabanka. Þetta snýst um að höfuðstóll vertryggðra og gengistryggðra íbúðarlána er rangur og allt of hár. Þennan höfuðstól þarf að lækka. Verðtryggð lán eru og voru ólögleg og þurfa að endurreiknast á hefðbundin hátt. Bílalán í erlendri mynt voru líka ólögleg og verða að leiðréttast. Um þetta snúast þær aðgerðir sem heimilin í landinu þurfa. PUNKTUR.
Ég ætla að vona að Hagsmunasamtök Heimilanna og við öll förum nú hvað á hverju að sameinast og láta almennilega í okkur heyra á næstunni með alvöru aðgerðum. Ef svo verður bið ég þess innilega að við öll sem eitt tökum þátt í þeim aðgerðum!
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill hjá þer....
Dálítið svekkjandi fyrir fólk sem var "blekkt" af bankanum sínum til að taka gengistryggt íbúðarlán. Það er jú viðurkennd staðreynd m.a. af ríkisstjórninni að þeir vita að fólk var hvatt til þessa. Svo hafa ráðamenn líka viðurkennt að þessum hóp fólks var lánað á "vitlaust skráðu gengi" Viðurkennd staðreynd að á fólki var brotið!!! En á ekki að leiðrétta það!
Það sem Gylfi ráðherra er ekki að skilja er að með því að veita fólki bara greiðsluaðlögun, er fólk í raun að "leigja" hjá sjálfu sér og á meðan hækkar skuld þess og í flestum tilfellum er mun ódýrara fyrir fólk að fara bara á leigumarkaðinn... þ.e. að láta íbúðina gossa.
Segjum að fólk sé að borga 200.000 á mánuði í svokallaðri greiðsluaðlögun, sem er ekki óalgengt hjá fólki sem var að stækka við sig sl. 4 ár, svo borgar það fasteignagjöld og tryggingar ofaná. Samtals 240.000 á mán. og höfuðstóll lánsins hækkar jafnt og þétt.
Með því að fara á leigumarkaðinn má sennilega lækka mánaðarlega afborgun um allt að 100.000 kall!!! Og kaupa svo eftir "what ever"... 5-10 ár þegar allt er hvort eð er hrunið.... þeas það fólk sem enn verður á landinu!
Helga , 3.5.2009 kl. 21:32
Ekki gefa neitt eftir í þessu máli. Þetta er hreinn þjófnaður og ekkert annað.
Árni Björn Guðjónsson, 3.5.2009 kl. 21:55
Tek undir með ykkur. Góðir punktar allt saman. Var sjálfur að blogga um þetta í dag. Ótrúlegur hroki í Ráðherrunum hvernig þeir tala.
Gylfi Björgvinsson, 3.5.2009 kl. 22:05
Það sem veldur mér áhyggjum er að ef ráðstöfunartekjur fólks aukast, með lækkun höfuðstóls og jafnvel afnámi verðtryggingar, þá mun krónan lækka og verðbólgan aukast. Mun þessi óstöðugleiki og óvissa ásamt lækkun rauntekna ekki skapa annan og jafnvel meiri vanda? Eða reikna menn með því að verðbólgan sem þetta veldur muni hjálpa okkur út úr kreppunni með því að lækka rauntekjur og höfuðstól lána?
Lúðvík Júlíusson, 3.5.2009 kl. 22:39
Myntkörfulán voru greidd út í krónum með viðmið í gjaldeyrisskráningu sem var röng.Með samverkandi þáttum aðallega vegna aðgerða bankanna til að laga efnahagsreikninginn lækkaði gengi krónunnar ársfjórðunglega(búið að sanna það) og svo kolféll gengið.Þessi lán voru aldrei greidd út í erlendri mynt ,í raun var verið að lána manni krónur.
hordurhalldorss.. (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 00:37
Ég vona að fólk láti ekki blekkjast af svona popúlisma. Þegar menn taka erlent lán taka menn gengisáhættu! Hún er áhætta lántakandans - ekki áhætta Jóns og Gunnu út í bæ. Þegar öll kurl eru komin til grafar, þ.e. þegar lánstíminn er úti þurfa þeir sem tóku erlent lán e.t.v. að greiða lægri upphæð en þeir sem tóku verðtryggt lán. Þrátt fyrir bankahrunið. Það á eftir að koma í ljós.
Árni Davíðsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 11:57
Sko minn kæri, þú skilur ekki neitt.
1. Við borgum það sem okkur er rétt, hvort gíróið er stílað á okkur eða bara einhvern annann.
2. Viðskiptaráðherra segir að við eigum að borga annars verði bara innheimtulöffar bara ríkari, honum komi þetta ekkert við.
3. Jóhanna segir að það sé búið aðgera llat sem gert verði fyrir þa´sem ekki búa að Húsbréfafelli.
4. Þú ert gaurinn sem ert með flatskjá hima hjá þér og átt því að borga Jöklabréfin, þó svo að þau séu stíluð á fyrirtæki út í bæ sem heitir eða hét KB banki Kaupþing banki eða eitthvað svoleiðis svo Glitnir Íslnadsbanki Landsbanki Byr Spron Spari sjóður Hafnafj BYR Spk BYR og fl hlutafélög..ÞÚ Á TT AÐ BORGA BORGA BORGA BORGA.
SEEEEEE????
Mbk
Mibbó
Bjarni Kjartansson, 4.5.2009 kl. 12:33
Við sulum hafa það á hreinu að það var pólitísk ákvörðun stjórnvalda sem réði því að bankarnir voru einkavæddir upp í topp. Þessi ákvörðun byggðist á þeirri hugmyndafræði markaðshyggjunnar að ríkið ætti ekki að vera að vasast í rekstri sem einstaklingar og einkaaðilar kynnu betur. Og þessi hugmyndafræði byggðist jafnframt á því að þegar vel gengi í rekstri ættu fyrirtækin að njóta þess og þegar illa gengi þá bara töpuðu fyrirtækin eða í það minnsta högnuðust ekki.
Þegar upp var staðið þá græddu bankarnir ósköpin öll og þegar syrti í álinn þá tóku eigendur bankanna allt lauslegt fé þeirra og komu því fyrir í skattaskjólum erlendis. Nokkru áður voru stjórnendur þessara fyrirtækja einstaklingsframtaksins búnir að greiða sjálfum sér ofurlaun og bónusa fyrir heimsmet í árangri við reksturinn. Þessar upphæðir slöguðu upp í fjárlög ríkisins.
En svo hrundu bankarnir og fjármálafyrirtækin eins og spilaborgir og niðurstaðan er sú að skuldir bankanna eru skuldir íslenskra gjaldenda um ókomna tíð.
En nú rífa frjálshyggjumenn hár sitt og andskotast út í vinstri ríkisstjórn fyrir að forða ekki þjóðinni frá öllum óþægindum?
Kunnu þessir útrásarvíkingar og nýju bankaeigendur þegar upp var staðið þá ekki annað en að styðja ríkisstjórn Sjáfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins?
Árni Gunnarsson, 4.5.2009 kl. 13:05
Þetta er rétt hjá Árna,
Þetta gjaldþrot var í boði Frammara og FLokksins. 90% lánin og allt það dót, plúss að hleypa einka-bönkunum inná húsnæðismarkaðinn.
Ertu einn af þeim sem "endurfjármagnaði lánin sín" ? notaðir umfram peningana í nýjan bíll, flatskjá, grill og sumarbústað? Ef svo þíðir ekki að reiðast þeim sem vilja ekki taka þátt í að borga skuldirnar ykkar, er mín persónulega skoðun en ég er svo takmarkaður að ég hef aldrei getað skilið þetta 'grillum í daga og börnin mín borga á morgun' hugarfar. Ef menn vilja kvarta yfir stöðu sinni þá væri nærtækast að beina sjónum að Framm og FLokknum, þeim sem sprengdu húsnæðislánamarkaðinn og lofa nú en einni skyndilausninni sem á eftir að koma inn um lúguna í formi gluggapósts eftir altog skamman tíma. Pissa í skóinn sinn, kemur svona upp í hugann.
Áfram Ísland!
Steinn Magnússon (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 16:00
Ég er sammála pistlinum hjá þér en ég spyr eins og fávís kerling, hvað er ólöglegt við verðtryggt lán??? Er verðtryggingin ólögleg??? Er þá líka ólöglegt að eiga peninga inn á verðtryggðum reikningum???
Jóhann Pétur Pétursson, 4.5.2009 kl. 20:00
Þakka ykkur fyrir að tjá ykkur hér á minni síðu. Það er mikilvægt að við höldum ró okkar og beygjum viljann undir rödd skynseminnar. Vandamálið varð til vegna aðstæðna sem eru liðnar. Framtíðin liggur fyrir framan okkur. Valdur þessara afleiðinga voru ekki neyslu peningar, það vita flestir sem kunna að reikna. Hvað skal gera? Setja heimilin á hausinn eða bjarga þeim? Ég hef hugsað aðstæður þannig að á sínum tíma keypti ég lítinn apa. Ég gaf honum að borða á hverjum degi og allir heima voru sáttir. Einnig góðan veðurdag var apinn horfinn. Um næstu mánaðamót var mér tilkynnt að menn út í bæ hefðu tekið apann minn og ég mun aldrei fá hann aftur. Hinsvegar er verið að koma með górillu til þín. Ef þú getur ekki gefið henni að borða og hugsað eins vel um hana og þú gerðir við litla sæta apann þá mun górillan éta þig og þitt heimili. Þú ræður! Annað hvort gerir þú þetta eða þú munt verða fyrir barðinu á nýju fallegu górillunni okkar.
Ég spyr, hvaðan kom þessi górilla. Ekki bað ég um hana með neinni undirskrift? Hvar er litli sæti apinn minn? Hvernig gat einhver aðili úti í bæ rænt litla sæta apanum mínum sent í staðin þessa ógurlegu górillu? Hver gaf honum leyfi til þess?
Slíkar myndlíkingar hjálpa manni að skilja að fasteignalán hækkuðu úr fáum krónum í fjölda króna á mjög skömmum tíma. Sumt í heiminum er rangt, sumt rétt. Þetta er rangt!
Haraldur Haraldsson, 6.5.2009 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.