29.4.2009 | 22:57
Starfsmenn bankanna gáttaðir á hversu lítið er gert fyrir heimilin!
Eftir að hafa skrifað undir skuldbreytingar á íbúðarlánum þar sem lengt var í hengingarólinni barst tal almennt að úrræðum bankanna til heimilanna. Sem þjónustustjóri bankans fullyrti hann að það væri ekkert annað en sorglegt að sjá hversu lítið er gert fyrir trausta viðskiptavini sem eru kominir í greiðsluþrot og ná ekki endum saman. "Frá því að hrunið varð opinberlegt hefur ekkert gerst nýtt sem ekki var gert fyrir hrun og skiptir sköpum fyrir heimilin". Möguleikarnir eru fáir sem engir og fólk sem alltaf hefur staðið í skilum fá einungis skammtíma úrlausnir. Það sorglega er að bankarnir eru í raun að græða á úrræðaleysi fjölskyldna og hlægja að okkur. Hvernig get ég fullyrt svona? Jú, lesið eftirfarandi samantekt frá manni sem heitir Jón Reynir Vilhjálmsson sem er byggð á staðreyndum en ekki pólitísku eða hagfræðilegu spámensku blaðri;
Á síðustu vikum hafa greiðsluerfiðleikar heimilanna v. myntkörfulána
til húsnæðiskaupa verið mikið til umræðu.
Í framhaldi af þessari umræðu er hér greining á myntkörfuláni og
sundurliðun afborgana, en ekki er allt sem sýnist í þeim efnum.
Myntkörfulán er byggt upp af einni eða fleiri myntum, algeng
samsetning er t.d 50%japanskt yen (JPY) og 50% svissneskur franki
(CHF) sem við tökum hér sem dæmi.
Vextir myntkörfulána ávarðast af millibankavöxtum sem eru nefndir
Libor-vextir (London Interbank Offered Rate) og vaxtaálagi viðkomandi
lánastofnunar ofáná libor-vextina.
Libor-vextir eru síðan breytilegir dag frá degi.
Á árunum 2004-2007 voru íslenskir bankar að fá lán erlendis frá á
Libor-vöxtum + 0.2% (20punkta álag). Algengt var að íslensku
bankarnir lánuðu síðan út á Libor-vöxtum + 1.7% - 4.0% vaxtaálagi en
það var breytilegt eftir veðsetningarhlutfalli og einnig breytilegt á
milli banka.
Við tökum hér dæmi um mánaðarlegar afborganir af 20 Miljóna kr. láni
með 2.4% vaxtaálagi banka. Af láninu var fyrst greitt af 1.12.2006.
Lán 40 ár1.12.2006
Upphæð/Staða20,000,000 kr.
Greiðsla af Libor-vöxtum19,250 kr.
Greiðsla af vaxtaálagi banka40,000 kr.
Greiðsla af höfuðstól41,667 kr.
Samtals100,917 kr.
Hér var greitt 100,917 kr. af láninu, þóknun bankans 2.4% eða 40,000Kr.
Við skulum skoða samsetningu afborgunar af sama láni 01.04.2009, en
það hefur hækkað í tæpar 40 miljónir v. gengisfalls krónunnar
Lán 40 ár1.4.2009
Upphæð/Staða39,966,985 kr.
Greiðsla af Libor-vöxtum10,824 kr.
Greiðsla af vaxtaálagi banka79,934 kr.
Greiðsla af höfuðstól83,265 kr.
Samtals174,023 kr.
Hér var geitt 174,023kr af láninu, þóknun bankans 2.4% eða 79,934 Kr.
Hér hafa libor-vextir lækkað en mjög stór hluti af afborgunni er að
fara í vaxtaálag til bankans sem hefur hækkað næstum um 100% í krónum
talið.
Bankinn er að hagnast griðalega á gengisfalli krónunnar!
Til hjálpar hafa bankarnir verið svo greiðviknir að frysta höfuðstól
þannig að það þurfi aðeins að greiða vexti um sinn. Tökum þannig dæmi
fyrir afborgun 1.4.2009.
Lán 40 ár1.4.2009
Upphæð/Staða39,966,985 kr.
Greiðsla af Libor-vöxtum10,824 kr.
Greiðsla af vaxtaálagi banka79,934 kr.
Greiðsla af höfuðstól0 kr.
Samtals90,758 kr.
Hér var greitt 90,758 af frystu láninu. Það er athyglivert að í
afborguninni á frystu láni þar sem aðeins eru greiddir vextir 1.4.2009
eru aðeins 10.824 kr. að fara í libor-vextina, 79.934kr fara í vaxtálag
til bankans sem dugar næstu fyrir höfuðstólsgreiðslunni! (Kannski ekki
skrýtið að bankinn geti boðið þetta)
Tökum dæmi um ámóta lán tekið í Finnlandi fyrir 3 árum. Það er eins
byggt upp þ.e. libor-vextir + vaxtaálag banka. En það er athyglivert
að vaxtaálag bankans þar er aðeins 0.35%
Hér er dæmi um hvernig þetta liti út ef vaxtaálagið væri það sama og
í Finnska bankanum 0.35%.
Lán 40 ár - Finnland 1.4.2009
Upphæð/Staða39,966,985 kr.
Greiðsla af Libor-vöxtum10,824 kr.
Greiðsla af vaxtaálagi banka11,657 kr.
Greiðsla af höfuðstól83,265 kr.
Samtals105,746 kr.
Hér er þóknun bankans 0.35% eða aðeins 11,657Kr. í stað 79.934 miðað
við 2.4% álag.
Hér kemur yfirlit á sundurliðun mánaðarlegra afborgana og samanburður á
ef lánið hefði verið tekið í Finnlandi á sama tíma.
Niðurstaðan er að myntkörfulán eru ekki vandamálið heldur óeðlilegt
vaxtaálag íslenskra banka ofan á Libor-vexti. Af hverju þurftu
íslenskir bankar 1.7% - 4% vaxtaálag á meðan Finnsku bankarnir þurftu
aðeins 0.35%.
Íslenskur bankarnir fengu þessi lán með Libor-vöxtum + 0.2% (20punkta
álag) eins og þeir Finnsku!
Í dag er verið að bjóða upp á kosti til hjálpar fólki í
greiðsluerfiðleikum. Allir þeir kostir ganga útá að greiðslur lækki
en á móti að lánin lengist.
Einfalt kerfi til hjálpar lántakendum:
Til að koma á móts við lántakendur ættu bankarnir að lækka vexti um
1.2 - 2% sem yrðu þá sambærilegir í öðrum löndum. Ríkið ætti að vera í
aðstöðu til þess að kom því í framkvæmd þar sem það hefur yfirtekið
flesta íslenska banka.
Sömu vaxtalækkun mætti nota á vexti íslenskra vísitölutengdra lána, það
myndi lækka greiðslurnar af þeim verulega til lengri tíma litið.
Kveðja
Jón Reynir Vilhjálmsson
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Halli,
þetta er góð grein
Hringbraut (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 00:07
Vó... maður er fljótur að tapa áttum við að lesa þetta,,,,
Af auglýsingamógúl og markaðsfræðingi að vera, þá er ég nú hissa á þessari framsetningu ! Skil ekkert í henni, því miður.
Dexter Morgan, 30.4.2009 kl. 09:42
Ég skil þetta, því miður :( Hafði enga hugmynd um að bankinn væri að taka mig svona illilega :(
Sóley Björk Stefánsdóttir, 30.4.2009 kl. 17:20
góð grein svoldið seintekin en góð.annars er ég einn þeirra mörgu sem ekki tók þátt í ráninu fæ bara reikninginn,og þar sem ég hef bara örorkubætur er ég þegar búinn að lenda í öðru ráni,í boð bankanna nú heitir það vörslusvipting af því ég get ekki borgað okrið sem kennitöluflakkarar með starfsleifi til bankareksturs geta ekki staðið við sitt missi ég bílinn sem við hjónin erum búin að greiða af í nokkur ár og eigum orðið meirihlutan í,þegar ekki var lengur hægt að standa í skilum.eftir þetta verður ekki gefið eftir og skal heimilið varið með vopnavaldi ef þurfa þykir.
zappa (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 20:46
Þetta var athyglisverð lesning sem ég ætla að geyma hjá mér.
Ævar Rafn Kjartansson, 7.5.2009 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.