Leita í fréttum mbl.is

Búið og gert - nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum! Ekkert droll!

Þá er þessum kosningum lokið og nýir tímar framundan. Nú reynir á að þingliðið vinni hratt og vel. Skerða þarf sumarfrí þingmanna til að geta klárað dæmið. Heimilin öskra á hjálp og réttlæti.  Vörur og þjónusta hefur hækkað á sama tíma og launþegar hafa þurft að taka á sig tekjuskerðingu.

Einnig hefur fasteignaverð lækkað og mun lækka meira á meðan lánin hækka.

Hagur fjölskyldna og fólks í landinu er hrikalegur. Leiðrétting á höfuðstól er forgangsatriði ásamt niðurfelling verðtrygginga. Ef það er ekki mögulegt að mati nýrrar stjórnar þarf að verðtryggja laun strax. Gengistryggð lán þurfa að færsta yfir í íslenskar krónur miðaða við það gengi sem lánin voru tekin og endurreiknuð út frá hefðbundnum hætti. Þannig geta heimilin tekist á við íbúðarlánin sín og lagað sína stöðu gangvart bílalánum. Þannig geta heimilin haldið áfram að berjast.

Lög um vaxtaþak verðtryggðra lána verður að klára og hafa hámark 2%. Óverðtryggð íbúðarlán aldrei meiri en 2% umfram verðbólgu.

Íslensku krónuna verðum við að losa okkur við, því miður. Árið 1912 var ein ísl. króna = ein dönsk. Árið 1981 var síðan gengisfelling því þá var illt í efni og gengisfelling ákveðin, staðan var 20 ísl króna = ca. 1 dönsk. Þannig eftir gengisfellingu 1981 varð 1 ísl. króna = 1 dönsk.

Í dag, enn á ný er 23 ísl. króna = 1 dönsk. Hvað á þá að gera? Íslensk króna er og verður aldrei gjaldmiðill til framtíðar.Hvort sem við þurfum ESB aðild eða ekki, þá þarf einfaldlega að skipta um mynt.

Vextir eru að drepa mörg fyrirtæki og þá þarf að laga á morgun!

Eins og ég segi eru málefnin mörg og þola enga bið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sammála og mér finnst að þingið eigi að starfa í allt sumar..eða þar til þrautalendingu hefur verið náð fyrir heimilin í landinu og öðrum málum sem brenna á þjóðinni. Þessi mál þola enga bið og alls ekki sumarfrí!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 16:33

2 Smámynd: Gerður Pálma

Einkennilegt finnst mér að krónuræflinum er endalaust kennt um ástandið i landinu, halda menn virkilega að evran, yenið, dollarinn eða pundið verði farsælla með vanhæfri stjórn atvinnumála.  Halda menn virkilega að fall Íslands hafi orðið mýkra með Evrudýnu til að falla á, ups.. hver veit.   
Ef skipt er um bílstjóra en sama kortið notað til að komast á áfangastað breytist lítið nema hugsanlega hraðinn. 

Gerður Pálma, 30.4.2009 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband