Leita í fréttum mbl.is

Kjósum fyrir hagsmunum heimilanna!

Nú er komið að stórum degi þar sem örlög fjölmargra heimila ráðast. Mikið ósköp vona ég að sem flestir hugsi sig vel um og kjósi ekki "sinn" flokk að gömlum vana. Kostirnir snúast einnig um að að byggja upp flokka á þingi sem hefur ekki endilega sterkan meirihluta heldur einnig flokka sem sem gegna oddastöðu. Skoðanakannanir benda til þess að Samfylkingin fái góðan stuðning sem og Vinstri Grænir. Ef það verður lendingin eftir þetta allt saman vona ég að þeir haldi ekki sínu striki gangvart svokölluðum greiðsluaðlögunum fyrir heimilin í landinu sem er ekkert annað en framlenging á vandamálum þó svo að endar komi til með að nást saman um hver mánaðarmót yfir eitthvert tímabil. Það er skylda þeirra sem koma til með að stjórna landinu að koma með lausn til framtíðar. Slíkar aðgerðir koma þannig til með að hafa áhrif á væntingarvísitölu sem eru okkur öllum til góða. Ég hvet þig til þess að slást í hópinn hjá Hagsmunasamtökum Heimilanna, www.heimilin.is,  þar sem málefnin eru í fyrirúmi og færustu sérfræðingar á hverju sviði  meta lagagildi aðgerða lánveitanda og leggja mat á þeim lausnum sem koma fram að hálfu stjórnvalda hverju sinni.

Kjósum fyrir hag heimilanna, það kemur okkur öllum til góða.

Kjóstu rétt, ekki skila auðu!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Kaus XO í dag með þá von að rödd sem hefur samhljóm með HH nái að heyrast á Alþingi.

Hrannar Baldursson, 25.4.2009 kl. 19:54

2 Smámynd: Gerður Pálma

Kaus X0, enn í áfalli yfir Fagra Íslandi Samfylkingarinnar, enn þyngra áfalli yfir endalausu grænu ljósi á glæpastarfsemi gróðahyggjunnar innan bankanna, það er verið að murka lífskraftinn úr fólki með löglegu okri bankanna. Hvernig má þetta vera? Við erum ekki enn komin undir stjórn róbóta, eða hvað?

Gerður Pálma, 30.4.2009 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband