Leita í fréttum mbl.is

Fólkið sem sukkaði í góðærinu..

...var ein af fyrirspurnum á þeim borgarafundi sem var í beinni í kvöld á Rúv. Spurningunni var beint að framsókn. Þá var spurt hvort þessi 20% niðurfelling (leiðrétting) á höfuðstól íbúðarlána sé ekki bara aðgerð til þess sköpuð til þess að hjálpa fólkinu sem "sukkaði" í góðærinu. Þá er spurning hvort ung hjón sem fengu 80% lán í erlendri mynt fyrir sinni fyrstu íbúð í janúar (áttu 3.000.000 í sparifé) og eru nú í þeirri stöðu að lánið hefur tvöfaldast vegna óreiðu og brjálæðis á lánveitanda í landinu að það sé "fólk sem sukkaði í góðærinu"? Hún spyr hvaðan þeir aurar eiga að koma? Þá er best að spyrja; hvaðan komu peningarnir sem hækkuðu höfuðstól verðtryggðra og erlendra íbúðarlána? Er ekki best að skila þeim peningum þaðan sem þeir komu og heimta leiðréttingu? Er fólk ekki að ná því að hækkun á höfuðstól er ósanngjarn á alla kanta og gervi peningur.

Það var líka ósanngjarnt að fólk tapaði milljónum á sparnaði við bankahrunið en gleymum því ekki að réttur til þess að geta átt heimili er eitt af grundavallaratriðum samfélagsins því er það hagsmunarmál allar heimila að krefjast frekari jafnvægis milli lántaka (heimilin) og lánveitanda (bankanna).

Þannig tel ég ekki óeðlilegt að það séu sett lög að lánveitendur sem kjósa að lána með verðtryggingu mega ekki hafa yfir 2% vexti. Annað er rán. Hinsvegar geta bankar lánað (selt) pening á hvaða verði sem er án verðtryggingar.

Svona til gamans þá er Rússnenska mafían þekkt í sínu landi fyrir okulánastarfsemi og samkvæmt þeim sem til þess þekkja er vextirnir 17%, óverðtryggðir :-)

Kjósum leiðréttingu á lánum. Hugum að taka upp alþjóðlegan gjaldeyri. Hugum að því að koma hjólum viðskiptalífsins í gang og náum þannig fram auka tekjum. Sem dæmi þá er eðlileg endurnýjun á bílaflota íslendinga á milli 6000 til 10.000 nýir bílar á ári. Vegna óttans og aðstæðna er líklegt að í ár munu seljast ca. 1500-2000 bílar. Þarna vantar upp á mikið magn. Af hverjum bíl sem selst á ca. kr. 2.300.000 fáum við í ríkisjóð rúmar kr. 900.000 í tollum og gjöldum. Margfaldið 5000 bíla með 900.000 og milljarðarnir eru nálægt fimm. Þá er ég líka að reikna ódýran bíl miðað við gengi dagsins.

Hvað sem þessi líður þá eru aðstæður nú jafnóeðlilegar og þær voru í "góðærinu". Við þurfum stöðugleika og jafnvægi í neyslu og efnahagskerfið. Annars er ekki hægt að búa á landinu til lengdar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Fólk er ekki að skilja þessar niðurfellingar, það er/verður mjög líklega afskrifað umtalsverð upphæð frá gömlu bönkunum, og af hverju má það ekki nást einnig til skuldara einnig, sé bara ekkert að því.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 22.4.2009 kl. 22:55

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nákvæmlega, afhverju má ekki niðurfella um þessa prósentu hjá skuldara eins og hjá lánveitanda? (milli gamla og nýja banka).

Er þessi aukakrafa á skuldara réttlán tala sem má færa sem tekjur í bókhald skuldahafa? Eða með öðrum orðum með falli bankann og aukinni verðbólgu hagnast bankarnir?

Haraldur Haraldsson, 22.4.2009 kl. 23:03

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Haraldur, stundum virðist þessi barátta vera gjörsamlega vonlaus, þegar fólk setur allt í samhengi við að lántakendur hafi verið óábyrgir.  Ef lántakendur hefðu vitað að verðbólga færi í 17,9% fyrir 2008 og krónan myndi falla um 40% á nokkrum mánuðum, þá hefði náttúrulega enginn tekið þessi lán.  Fólk tók lánin í trausti þess að greiningadeildir bankanna væru að segja satt og rétt frá, að spár Seðlabanka og fjármálaráðuneytis væru marktækar, að ríkisstjórnin hefið tök á málunum.  Það hefði engin tekið lánin, ef það hefði haft minnsta grun að ástandið yrði eins og það er, að fjármálastofnanir sætu á launráðum og að Seðlabankinn og ríkisstjórn hefu enga hugmynd um hvernig ætti að stjórna peningamálum þjóðar.

Marinó G. Njálsson, 23.4.2009 kl. 00:14

4 identicon

...og ef það eru einhverjir sem fá niðurfellingu, en þurfa ekki á henni að halda, þá vona ég svo sannarlega að það skili sér útí þjóðfélagið í formi neyslu.  En það er ákkúrat það sem við þurfum líka, að mynda einhverja veltu aftur. Sú hræðsla að einhver geti keypt sér snjósleða eða ný föt fyrir virði niðurfellingarinnar er fáránleg.  Það fær einhver vinnu við að afgreiða snjósleðann, flytja hann til landsins, gera við hann þegar hann bilar, eða við að sníða fötin og sauma. 

Loðvík (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 16:23

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það er bara spurning hvort almenningur eigi ekki að fjölmenna á Austurvöll, óháð flokkum og skoðunum, ef næsta ríkisstjórn tekur ekki tillit til þess að það er ósanngjarnt að rétta heimilunum reikninginn fyrir allri endurreisn bankakerfisins. Ríkistjórnin virðist ekki gera sér grein fyrir vandanum og hversu illa óvissan fer með efnahaginn og heilsuna hjá þorra fólks.

Það er alveg ljóst að það verður léttir fyrir þorra almennings að lýsa sig gjaldþrota og losa sig úr skuldasúpunni ef ekkert verður að gert og hvað verður þá um fólkið sem "ekki sukkaði í góðærinu"? Jú það mun þurfa að reka hérna almannakerfið með tugum þúsunda auðra húsa og þriðjungi færri íbúa á landinu.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 23.4.2009 kl. 17:13

6 Smámynd: Helga

Sammála...  Við ættum að hefja "heimilisbyltingu"  og mæta aftur á austurvöllinn!   Það er eina vonin  að skulda"leiðrétting"  sporni  við þeim þjóðarharmleik að fjölskyldur farið í gjaldþrot  og þá MUNU ungar velmenntaðar  fjölskyldur  leita tækifæranna erlendis!

Helga , 23.4.2009 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband