Leita í fréttum mbl.is

Gjaldþrot og kennitölubrask. Hver er staðan?

Góður félagi minn tjáði mér að í fjölmörgum löndum eru eigendum og helstu stjórnendum fyrirtæka sem fara í gjaldþrot lagalega bannað að starfa og eiga í álíka eða sambærilegum rekstri næstu 4 árin. Hinsvegar megi þeir sömu starfa sem undirmenn en mega ekki vera eignaraðilar í fyrirtæki í slíkum rekstri. Þar með er búið að gera aðför að kennitölubröskurum. Þetta kemur líka í veg fyrir að stjórnendur hugsi gjaldþrot eða greiðslustöðvun ekki sem lausn fyrirtækisins á fjárhagsvandræðum heldur frekar hið hinsta dóm.

Hef ég nokkurn sterkan grun um að nú munu fjölmörg lítil og millistór fyrirtæki fara að stunda þetta til að geta haldið áfram í rekstri. Á sama tíma skilja þeir eftir sig skuldir hingað og þangað og yppta öxlum í skjóli nýrrar kennitölu þegar kröfuhafar gera kröfu til sömu mannanna á ógreiddum skuldum þeirra. Einnig er gjaldþrot leið til að sleppa við að greiða uppsagnafresti, laun og önnur gjöld.

Kerfið eins og það er í dag er í raun spíral kerfi þar sem þegar einn verður fyrir gjaldþroti, leiði það til gjaldþrota annarra.

Þetta er áhugvert og vonandi verður tekið á þessu hjá nýrri ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg með ólíkindum að lögin í landinu skuli leyfa svona svindl og svik.  Það þarf að kasta þessum ólögum og setja sterkari lög gegn ehf´um.

EE elle (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 23:40

2 identicon

Get bent á eitt alveg kostulegt og svívirðilegt dæmi. Prisma/Prenkó - Íslandsprent - Prentheimar... hvað næst?

Þetta eru viðamestu gjaldþrot í prentbrannsanum og ótrúlegt framferði gagnvart birgjum ofl. sem töpuðu mikið á þessum fyrirtækjum. Sömu menn en önnur kennitala og það er eins og þessi tilteknu menn trúi því að þetta sé í góðu lagi. Á sama tíma voru þessi sömu fyrirtæki að undirbjóða blint í verk, lofuðu að vera t.d. 20% undir lægsta verði, ekki vitandi hvert lægsta verð er. Ekkert mál að vera lægstur ef þú borgar ekki hráefni og birgjum.

Svona smá innlegg í umræðuna:-)

Kveðja, Hlynur Guðlaugsson

Hlynur Gudlaugsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband