Leita í fréttum mbl.is

Gjaldþrot og kennitölubrask. Hver er staðan?

Góður félagi minn tjáði mér að í fjölmörgum löndum eru eigendum og helstu stjórnendum fyrirtæka sem fara í gjaldþrot lagalega bannað að starfa og eiga í álíka eða sambærilegum rekstri næstu 4 árin. Hinsvegar megi þeir sömu starfa sem undirmenn en mega ekki vera eignaraðilar í fyrirtæki í slíkum rekstri. Þar með er búið að gera aðför að kennitölubröskurum. Þetta kemur líka í veg fyrir að stjórnendur hugsi gjaldþrot eða greiðslustöðvun ekki sem lausn fyrirtækisins á fjárhagsvandræðum  heldur frekar hið hinsta dóm.

Hef ég nokkurn sterkan grun um að nú munu fjölmörg lítil og millistór fyrirtæki fara að stunda þetta til að geta haldið áfram í rekstri. Á sama tíma skilja þeir eftir sig skuldir hingað og þangað og yppta öxlum í skjóli nýrrar kennitölu þegar kröfuhafar gera kröfu til sömu mannanna á ógreiddum skuldum þeirra. Einnig er gjaldþrot leið til að sleppa við að greiða uppsagnafresti, laun og önnur gjöld.

Kerfið eins og það er í dag er í raun spíral kerfi þar sem þegar einn verður fyrir gjaldþroti, leiði það til gjaldþrota annarra.  

Þetta er áhugvert og vonandi verður tekið á þessu hjá nýrri ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En þegar ríkið sýnir fordæmi í kennitöluflakki? Ég er með bréf á borðinu hjá mér sem ég er að hugsa um að ramma inn frá Glitni...Kennitölubreyting er fyrirsögnin.

Nú má allt, sérstaklega ef þú skuldar bönkunum, að mati margra.

Hins vegar er það svo að ef þú setur tvö fyrirtæki í gjaldþrot á fimm árum þá ferðu á sérstaka fyrirtækja vangreiðsluskrá. Af þessum sökum færðu ekki fyrirgreiðslu í bönkum eða fjármögnun vegna fyrirtækjarekstrar.

OskarJ (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 17:05

2 Smámynd: Halla Rut

Auðvitað er kennitölubrask þegar gert er eingöngu til að forðast skuldir og það kannski gert margsinnis óþolandi. En ég held að þú hafir ekki alveg hugsað þetta til enda. Fólk sem getur og vill taka þá áhættu sem fellst í því að stofna fyrirtæki er ekki stór hluti af þjóðinni. Flestir kjósa að vinna hjá öðrum og flestir kjósa öryggið sem í því fellst. Ef við mundum banna öllum er setja fyrirtæki í gjaldþrot að stofan nýtt fyrirtæki í 4 ár þá mundi nýgengi fyrirtækja minka gífurleg og við það mundi fjölda nýrra starfa fækka sömuleiðis. Eðlileg endurnýjum í flestum greinum yrði lítil sem engin. 

Athugaðu líka að flestir sem reka stór og mikil fyrirtæki hafa einhvern tímann rekið fyrirtæki áður í gjaldþrot. Það krefst mikillar reynslu að reka fyrirtæki vel og það er nokkuð sem erfitt er að kenna. Sá sem einu sinni hefur upplifað þá reynslu er reynslunni ríkari og jafnvel betur til þess fallin að reka nýtt fyrirtæki en auðvitað eru það einstaka menn er stunda þessa iðju af kæruleysi og borga aldrei neinum neitt. En það er undantekningin. Flestir vilja reka fyrirtæki sín vel og við góðan árangur sem er öllum (flestum) til hagsbóta.

Sömuleiðis er þetta hörð refsing í ljósi þess að oft eru það utanað komandi aðstæður sem valda því að fyrirtæki fer í þrot. t.d. nýjar uppfinningar eða breytt hegðunarmynstur almennings. Til að nefna dæmi þá fóru mörg kranafyrirtæki á hausinn hér fyrir um 20 árum þegar steypudælurnar komu á markaðinn og á hippatímanum hætti fólk að fara til rakarans sem olli því að önnur hver rakarastofa lokaði í USA.

Halla Rut , 28.3.2009 kl. 18:03

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Í sömu tilvikum og þú nefnir með ytri aðstæður hefði borgað sig að loka fyrirtækinu, greiða allar skuldir og skyldur áður en að horfa á gjaldþrot sem lausn. Síðan hefur það tíðkast að reynt sé að fá lánað á kennitölu sem þeir hinu sömu vita að fari í þrot, eingöngu til þess að auðvelda sér endurreisn á nýrri kennitölu. Hinir sitja eftir með sárt ennið.

Síðan vill ég leggja áherslu á að þeir hinu sömu mega að sjálfsögðu fara út í annan rekstur en ekki í sömu grein og þeir voru áður eða í 4 ár.

Þar með fara stjórnendur að hugsa öðruvísi um gjaldþrot,greiðslustöðvun og bregðast fljótar við erfiðum aðstæðum og að meiri ábyrgð.

Haraldur Haraldsson, 29.3.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband