Leita í fréttum mbl.is

Viðskiptaráðherra vill nota baunabyssu á rjúpnaveiðar...

...svona orðaskak Viðskiptaráherra er ekkert nema ein leið til þess að dreifa athygli fólks annað. Einu hugmyndirnar sem hafa komið fram sem koma til með að gefa innspýtingu í efnahagskerfið eru hugmyndir Tryggva Þórs og annarra. Tryggvi Þór tók sér tæpan klukkutíma með okkur í Hagsmunasamtökum Heimilanna til að útskýra nákvæmlega út þessar hugmyndir og skora ég á alla sem skilja þær ekki að kíkja á heimasíðu hans. Mikilvægur punktur er að þetta er ekki kostnaður heldur leiðrétting á höfuðstól lána. Af hverju? Því að heimilin hafa á mjög stuttum tíma tekið á sig gríðarlega hækkun á höfuðstól vegna hruns krónunnar og aðstæðna. Þessi hugmynd gengur út á að leiðrétta þessa hækkun burt séð frá því hvort þú skuldar mikið eða lítið. Kíktu á þess frétt.

http://www.visir.is/article/20090323/VIDSKIPTI06/67269417

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Ææi...og þú trúir þessu hjá honum.  Voðalega er það skrýtið annars hvað fáir trúa á þetta úrræði miðað við hversu áróðursvænt það er.  

kv

ES

Eyjólfur Sturlaugsson, 24.3.2009 kl. 11:53

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

"Ef eitthvað hljómar of ótrúlega til að geta verið satt, þá er það að öllum líkindum vegna þess að það er ekki satt."

Fullyrðingar Tryggva og Framsóknarmanna um að hægt sé að gefa flatan 20% aflátt af skuldum án þess að einhver annar þurfi að greiða það á endanum er skólabókardæmi um merkingu þessa orðtækis.

Ef þetta er gert munu skattgreiðendur, greiðsluþegar lífeyrissjóða og innistæðueigendur í bönkum þurfa að greiða það í stað hinna raunverulegu skuldara. Væntanlega mun þetta að mestu lenda á skattgreiðendum. Fullyrðingar Tryggva um að þetta muni "borga sig sjálft" standast enga gagnrýna skoðun. Þeir, sem ekki geta greitt sínar skuldir að fullu munu ekki geta greitt meira þó þeir fái afslátt af skuldunum og þaðan af síður þó aðrir, sem eru borgunarmenn fyrri sínum skuldum fái aflátt.

Afsláttur til þeirra, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum verður alltaf hreinn viðbótakostnaður til viðbótar við kostnað vegna óhjálvæmilegra afskrifta til þeirra, sem ekki geta greitt sínar skuldir að fullu.

Sigurður M Grétarsson, 24.3.2009 kl. 12:23

3 identicon

Maður

Hafþór (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 01:56

4 identicon

Maður hefði haldið að markaðsfræðingur gerði greinarmun á fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra.

En kanski liggur frægðin í mistökunum.

Barack Obama forseti USA hefur sagt að ríkisaðstoðin til bankanna felist í að kaupa s.k. "eitruð" skuldabréf og skuldabréfavafninga. Hann dregur enga dul á að kaupin muni á endanum lenda á skattgreiðsendum. Mér þykir Obama trúverðugri en Tryggvi Þór.

Hafþór (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 02:01

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Í hita leiksins gerði ég mistök og setti fram Fjármálaráðherra í staðin fyrir Viðskiptaráðherra í pistlinum. Svona er maður mannlegur.

Burt séð frá því er ég ekki ennþá sannfærður að almenningur eigi að borga þann höfuðstól lána sem hann er í dag vegna þess að hann er ekki réttlátur gagnvart okkur öllum. Við þurfum leiðréttingu. Þeir sem hafa hagsmuni gangvart bönkunum hugsa kannski öðruvísi. Hugsið ykkur að vera banki með útlánin verðtryggð, ca. 5% vexti og síðan sjálfskuldarábyrgð. Ef það gengur ekki eru til lög sem hjálpa lánveitanda að elta þig þangað til að þú deyrð. Þetta fær mig til að hugsa til orða Davíðs"; ...að vera í kjallaranum með belti og axlabönd og krefast síðan þess að hafa fallhlíf" :-)

Haraldur Haraldsson, 29.3.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband