Leita í fréttum mbl.is

Landsbankinn og Lexlife.lu

Ég sat í hóp þar sem fyrirtækið LEXLIFE í eigu gamla Landsbankans kom til umræðu. Þetta fyrirtæki var stjórnað af íslendingum en hvergi á vefnum fann ég vísbendingar um nokkra íslands-tengingu né að Landsbankinn ætti nokkuð þar hlut að máli. Hvað voru þeir að bralla?

Þeir fundu það út að fullt af fólki, meirihluti fólk á eftirlaunum ættu skuldlausar fasteignir víða um evrópu. Þá voru þetta helst fasteignir á Spáni og frístundarhús við strendur frakkalands, notað af fólki sem einskonar sumarhús til að njóta efri áranna.

Snillingarnir gerðu þetta svona; Segjum að Jón og Jóna áttu skuldlausa eign á Spáni fyrir kr. 20.000.000. Þeir hjá Lexlife hringdu í hjónin og buðu þeim að fá 20% af eigninni í peningum strax og hinn hlutann fengu þeir  (Lexlife) til þess að ávaxta fyrir þau á þann hátt að þetta yrði þeim ekkert nema gróði og þeim að kostnaðarlausu. Þannig fékk bankinn fé til að "gambla" með á meðan hjónin valhoppuðu með kr 3.600.000 í vasanum og allir hamingjusamir. Hinsvegar er sagan sorgleg því nú er verið að gera veðköll í þessar eignir hjá saklausa fólkinu. Það sorglega er að LÍ ætlaði að ávaxta peningana að mesta hluta með skuldabréfum í sjálfum sér. Skuldabréf eru búinn til í Microsoft Word á íslandi, prentuð út og send til Lexlife. 

Ef þetta er vitleysa biðst ég afsökunnar en ef eitthvað er rétt í þessu þá eru slíkar vinnuaðferðir ekkert nema glæpur. Kannski var þetta löglegt en að mínu mati mjög siðlaust.

Getur það virkilega verið rétt að slíkar viðskiptaaðferðir hafa verið í gangi?

Samkvæmt mínum heimildum er þetta fyrirtæki nú gjaldþrota þar sem það var hluti af gamla LÍ, en þó er heimasíðan ennþá uppi þegar þetta er skrifað.

Endilega látið mig vita ef þið vitið eitthvað nánar um starfsemi þessa fyrirtækis og hvort ég fari með rangt mál.

http://www.lexlife.lu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband