12.3.2009 | 11:07
Katrín Ólafsdóttir Hagfræðingur í Speglinum í gær! Skyldulesning!!
Ég varð satt að segja öskrandi af reiði að heyra Katrínu í viðtali í gær í Speglinum á Rás2. Þar á ósköp yfirvegaðan hátt lýsti hún því yfir hversu jákvæð skýrslan frá Seðlabankanum hafi verið um stöðu heimilanna. Áréttaði hún að það væri samt áhyggjuefni en skýrslan hafi komið á óvart hversu jákvæð hún væri. Almenn skynsemi hinsvegar segir mér að EIN fjölskylda sem er fórnarlamb brjálæðis útrásarvíkinga og deyfð í eftirliti hins opinbera er einni fjölskyldu of mikið og MJÖG alvarlegt. Ég gæti líkt þessu við að sérfræðingur segi að það hafi komið honum á óvart vissar tölur um andlát almennings vegna kulda undanfarið og þó að það sé alvarlegt þá voru þetta færri en hann hélt í upphafi. Slík orð er að mínu mati vanvirðingu gangvart einstaklingi.
Síðan var hún spurð um lausnir og þá koma frasi samtímans; "að slíkt þyrfti að skoða gaumgæfulega og komast að góðri niðurstöðu"........daaaa!
Þá fengum við að vita að hennar sjónarmið í að færa 20% niðurfellingu höfuðstóls verðtryggðra íbúðarlán um 20% þá væri það ALLS ekki raunhæft....vegna þess að það mundi kosta svo mikið og þá þyrftu almenningur hvort sem er að borga þennan pening í formi hærri skatta, það þarf nefnilega að borga hlutina einhvern vegin þegar á endan er litið. Hugsið ykkur að Hagfræðingur skuli segja slíkt!
Á mannamáli eru staðreyndirnar hinsvegar þessar.
Ef ég skulda verðtryggt íbúðarlán og höfuðstóll í upphafi 2008 hafi verið 10.000.000 þá er sá höfuðstóll í dag miðað við vísitölu neysluverðs 14.000.000 (dæmi). Þá hafa myndast 4.000.000 hjá lánveitanda sem krafa á lántaka. Hversu mikinn rétt á lánveitandi á þessum 4.000.000 á hendur lántaka miðað við aðstæður í dag og orsaka þeirra? Svarið er; ENGINN RÉTTUR.
Þessi fjárhæð er uppreiknuð miðað við neysluvísitölu (sem td. verð á tómötum) og ekki til í raun og veru. Hinsvegar er það öruggt að lántakinn (skuldari) verður að borga þessar 4.000.000 aukalega. Það sem um ræðir er að vegna þessa hruns sem við stöndum fyrir, mun láveitandi sem er nú í eigu almennings (ríkisins) gefa eftir þessa vísitölu hækkun og þar með þurrka út þessa gervipeninga og gervikröfu frá lánveitanda.
Til þess að hræða okkur við þessari hugmynd þá orðar hagfræðingur eins og Katrín rök sín þannig; Að þetta sé KOSTNAÐUR á samfélagið! RANGT! Þetta er ekki kostnaður! Hver sem getur fært rök fyrir því að slíkt sé kostnaður látið mig vita hér í athugasemdum. Einnig látið mig vita hvernig afnám verðtrygginga sé einnig kostnaður en ekki tekjuskerðing fyrir hagsmunaaðila. Þau rök eru einnig vel þegin.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyr heyr, áfram Halli
...hvenær ætlar þú í framboð ljúfurinn....
knús og kram
íris
iris Arnardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 19:04
Þarna mundi ég eftir nafninu! Linkaði á þetta í einhverju rausi hjá mér, biðst velvirðingar og fjarlægi linkinn ef þú vilt.
Durtur, 28.3.2009 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.