Leita í fréttum mbl.is

Afnám verðtryggingar og niðurfelling skulda kostar ríkið, bankanna og lífeyrissjóðina ekki krónu!

Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri, hagfræðingar Samfylkingarinnar, hagfræðingar Lífeyrissjóðanna, stjórnendur íbúðarlánasjóðs og stjórnendur bankanna okkar "ríkisbankanna" tala allir sama tungumáli þegar alvöru hugmyndir koma fram til að koma leiðréttingu í gang gagnvart íburðarlánum íslendinga hvort sem er í íslenskum krónum eða erlendri mynt. Það er að aftureikna erlendu lánin og breyta yfir í krónur. Það er að afnema verðtryggingu af fasteignalánum og það er að leyfa lántakendum að njóta þeirrar niðurfellingar sem var við millifærslu lána milli gömlu og nýju bankanna. Það tugumál sem þessir snillingar nota er "hræðslutungumál". Hver hefur ekki heyrt þessa setningu; "...slíkar hugmyndir eru óraunhæfa þar sem slíkt kostar xxxxxx fyrir 700 milljarða. Það borgar sig að hugsa um eitthvað annað því slíkt er óraunhæft". Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta kostar ekki þessar stofnanir ekki eina krónu. Þegar við tölum um kostnað þá skiljum við það þannig að við tökum upp veskið og borgum einhverjum eitthvað...rétt? Ef hinsvegar mitt fyrirtæki fer í aðgerðir sem gerir það að verkum að launin mín lækka um 10.000 krónur þá er um að ræða TEKJUSKERÐINGU.

Þannig að rétt skal vera rétt. Setning snillingana á þannig að hljóma; "...slíkar hugmyndir eru óraunhæfa þar sem slíkt gerir það að verkum að við verðum fyrir 700 milljarða TEKJUSKERÐINGU...."

Þá getum við í kjölfarið spurt okkur hvort við viljum að þessu milljarða stofnanir sem eru í engir hættu til lengra tíma litið verði fyrir TEKJUSKERÐINGU eða að íslendingar geti undir venjulegum kringumstæðum aldrei eigast fasteign eða greitt upp sín lán? Í mínum huga er það ekki spurning að kerfið skal vera til þess gert að við getum notið þess að búa á íslandi, ef ekki skal endurskoða kerfið! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband