Leita í fréttum mbl.is

Það var ekki ólöglegt að grafa undan krónunni!

Frá nóvember 2007 til mars 2008 keypti Kaupþing og Exista samtals tvöþúsund milljónir evra. Á þessu tímabili var mikil vitneskja um stöðu jöklabréfanna. Á sama tíma vissu flestir fjárglæpamenn að krónan væri að sigla í strand. Hinsvegar vorum við, almenningur, ekki alveg búinn að fatta að kreppan væri handan við hornið. Frá mars 2008 fór allt að fara niður á við til verri vegar. FME kemst að þeirri niðurstöðu að það hafi ekki verið ólöglegt að kaupa slíkt magn af evrum enda örugglega engin lög um slík gjaldeyrisviðskipti . En var það siðlaust? Davíð Oddson sagði í Kastljósi fyrir hrun að ef við hefðum ekki krónuna hefðu bankarnir aldrei getað sýnt fram á slíka afkomu, t.d EXISTA um 30 milljarða. Þá voru skýringar hagnaðarins m.a. gengishagnaður. Ef við íslendingar ætlum að láta ausa slíkri þvælu yfir okkur að yfirmenn Kaupþings, Exista og fleiri hafa ekki vísvitandi veikt krónuna með kaupum á þessum tvö þúsund milljóna á evrum, þá erum við svo sannarlega ekki björtustu kertin á afmæliskökunni.

Til að velta sér meira upp úr þessu þá gerðist eitt merkilegt. Með þessum gjaldeyriskaupum veiktist krónan mikið, sem var löglegt en siðlaust. Þá fór verðbólgan hækkaði. Evran og aðrir gjaldmiðlar voru orðnir dýrari og öll innflutt aðföng margfölduðust í verðum. Þannig hækkuðu verðtryggð íbúðarlán gríðarlega vegna vísitöluhækkananna. Þannig hækkaði höfuðstóll allra þeirra sem voru með verðtryggð íbúðarlán um skuggalega háar upphæðir. Sú hækkun varð síðan bókfærð sem verðmæti í bönkunum, t.d. hjá Kaupþingi, þeim örugglega til mikillra ánægju. Þannig hagnaðist Kaupþing bæði á því að veikja krónuna og á þeim útistandandi verðtryggðu húsnæðislánum sem þeirra viðskiptavinir skulduðu. Af hverju í ósköpunum haldið þið að þeir vilji afnema verðtryggingu af húsnæðislánum. Lánveitandinn gat því aldrei farið illa út úr slíkum viðskiptunum. Ef þetta sé ekki í eðli sínu ólöglegt gangvart íslensku þjóðinni þá er ekkert ólöglegt!

 

http://visir.is/article/20090206/VIDSKIPTI06/340841849/-1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Jónsson

Það verður allavega að koma í veg fyrir að þetta geti nokkurn tíma gerst aftur. Það erum við held ég sammála um.

Andrés Jónsson, 6.2.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband