Leita í fréttum mbl.is

Hverjir tóku patt stöðu á móti krónunni í byrjun ársins 2008?

Orðið af götunni segir að þeir sem nú eru að kaupa sig inn í "tæknileg þrotabú" séu aðilar sem hafa í skjóli stærðar tekið patt stöðu á móti krónunni. Hvað þýðir það? Þeir sem "áttu" veðrétti í hlutafé gátu tekið lán í erlendri mynt´. Þannig tekið fleiri milljarða gjaldeyrislán í hóp og þannig mokað undan krónunni. Þarna gætum við verið að tala um Bakkavör, Kaupþings forkálfa og örfáa í viðbót. Þetta eru ca. 10 manns. Þeir hafa í sameiningu keypt dollar, evrur eða annan gjaldeyri þegar gengið var hagstætt. Núna....í dag...seldu þeir...og langar til að kaupa....EXISTA....o.fl. félög.

Ef við, launþegar þessa lands eigum að efna til mótmæla er það fyrir framan hús þessara snillinga.

Gott, fólk....þeir hafa sett okkur á hausinn!!!!!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þessu til sönnunar:

http://www.visir.is/article/20081210/VIDSKIPTI08/927743879

Markaðurinn, 10. des. 2008 09:45

Lánuðu sjálfum sér

mynd

Nítján svonefndar stórar áhættuskuldbindingar voru hjá stóru bönkunum þremur, um síðustu áramót. Heildarfjárhæð þessara skuldbindinga var ríflega 930 milljarðar króna og um 95 prósent af eiginfjárgrunni bankanna.

Þetta kemur fram í fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans sem gefin var út í vor.

Þar segir enn fremur að stórum áhættuskuldbindingum hafi fjölgað um fjórar frá árinu áður, en fjárhæðin yfir 380 milljarða króna.

Aukningin skýrðist „að nokkru leyti af hækkun á fyrirgreiðslu við einstaka viðskiptamenn," og tengda aðila sem myndi stórar áhættuskuldbindingar í fleiri en einum banka. Dæmi væru um að hinir sömu væru jafnframt meðal stærstu hluthafa bankanna, sem var áhyggjuefni að mati Seðlabankans.
Stór áhættuskuldbinding er samkvæmt skilgreiningu, skuldbinding fyrirtækis vegna viðskiptamanns eða fjárhagslega tengds aðila sem nemur tíu prósentum eða meira af eiginfjárgrunni fyrirtækis.

Seðlabankinn benti líka á að ríflega þrettán prósent heildarútlána samstæðna viðskiptabankanna væru með veði í hlutabréfum. Þá nam lánsfjárhæðin tæplega 970 milljörðum króna. Tæp 40 prósent bréfa til tryggingar útlánum voru skráð í Kauphöll íslands og námu hátt í fimmtungi af markaðsverði allra skráðra bréfa um síðustu áramót.


Haraldur Haraldsson, 11.12.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband