Leita í fréttum mbl.is

Að vera sagt upp atvinnu

Engin getur verið undirbúinn því að horfa framan í yfirmann eða opna bréf þar sem þér er tilkynnt að þinni nærveru sé óksað í þessari vinnu. Ég starfa sem trúnaðarmaður hjá mínu fyrirtæki og hef því verið mjög upptekin að þessum málum. Ég held að ég fullyrði að þetta er það erfiðasta sem við getum gengið í gegnum fyrir utan það að missa heilsu eða andlát meðal fjölskyldu og vina.

Fólk verður hjálpalaust og óvissan heldur þeirra huga í gíslingu. Allan daginn út og inn fer fólk að hugsa um möguleikana sem eru í boði, afleiðingar og neikvæðar hugsanir verða oft mönnum hugleikið. Maður sér á að einbeitingin minkar og sjálfstraust til sjálfs síns og umhverfis minnkar um heilann helling. Mikið óskaplega vona ég að þetta ástand verði ekki til þess að fjölskyldur flosni upp, því að afleiðingarnar geta verið skelfilegar fyrir alla, þá sérstaklega börnin okkar. Ef þú sem lest þetta átt vinn eða ættingja sem hefur lent í slíku ættir að gera allt sem þú getur til að sýna hlýhug og hughreystingu þeim til styrks. Það besta er að bjóða þeim í mat, heimsækja, hringja, fara út að labba eða stunda saman í leikfimi. Hlusta og sýna kærleik....við fáum það margfalt borgað til baka þegar við sjálf lendum í slíkum hremmingum. Nú skiptir máli að standa saman og sýna samfélaginu okkar bestu hliðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg ömurlegt ástand. Þar sem ég starfa voru 40 sem fengu uppsagnarbréf nú um mánaðarmótin. Góðir félagar og vinir. Það verður allt svo tómlegt og nöturlegt að hugsa til þess hvernig framhaldið verður. Bæði það að missa þessa menn einnig hugsunin um það hvað gerist um næstu mánaðarmót eða þá þau næstu þar á eftir?

Óöryggið er alveg ferlegt.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Styðjum okkar ,,minnstu" bræður.

Breiðum út faðminn og bjóðum huggun en umfram allt, byggjum upp sjálfsmynd viðkomandi

Miðbæjar-íhaldið

Bjarni Kjartansson, 4.11.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband