1.11.2008 | 16:33
Að vera sagt upp atvinnu
Engin getur verið undirbúinn því að horfa framan í yfirmann eða opna bréf þar sem þér er tilkynnt að þinni nærveru sé óksað í þessari vinnu. Ég starfa sem trúnaðarmaður hjá mínu fyrirtæki og hef því verið mjög upptekin að þessum málum. Ég held að ég fullyrði að þetta er það erfiðasta sem við getum gengið í gegnum fyrir utan það að missa heilsu eða andlát meðal fjölskyldu og vina.
Fólk verður hjálpalaust og óvissan heldur þeirra huga í gíslingu. Allan daginn út og inn fer fólk að hugsa um möguleikana sem eru í boði, afleiðingar og neikvæðar hugsanir verða oft mönnum hugleikið. Maður sér á að einbeitingin minkar og sjálfstraust til sjálfs síns og umhverfis minnkar um heilann helling. Mikið óskaplega vona ég að þetta ástand verði ekki til þess að fjölskyldur flosni upp, því að afleiðingarnar geta verið skelfilegar fyrir alla, þá sérstaklega börnin okkar. Ef þú sem lest þetta átt vinn eða ættingja sem hefur lent í slíku ættir að gera allt sem þú getur til að sýna hlýhug og hughreystingu þeim til styrks. Það besta er að bjóða þeim í mat, heimsækja, hringja, fara út að labba eða stunda saman í leikfimi. Hlusta og sýna kærleik....við fáum það margfalt borgað til baka þegar við sjálf lendum í slíkum hremmingum. Nú skiptir máli að standa saman og sýna samfélaginu okkar bestu hliðar.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er alveg ömurlegt ástand. Þar sem ég starfa voru 40 sem fengu uppsagnarbréf nú um mánaðarmótin. Góðir félagar og vinir. Það verður allt svo tómlegt og nöturlegt að hugsa til þess hvernig framhaldið verður. Bæði það að missa þessa menn einnig hugsunin um það hvað gerist um næstu mánaðarmót eða þá þau næstu þar á eftir?
Óöryggið er alveg ferlegt.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 09:16
Styðjum okkar ,,minnstu" bræður.
Breiðum út faðminn og bjóðum huggun en umfram allt, byggjum upp sjálfsmynd viðkomandi
Miðbæjar-íhaldið
Bjarni Kjartansson, 4.11.2008 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.