Leita í fréttum mbl.is

Hver ykkar vissuð fyrir 30 dögum hvað Icesave var?

Nú les maður ekkert í fréttum nema að nafnið Iceasave komin að minnstakosti einu sinni fyrir. Kannski er það minn "athyglisbrestur" eða lág greindarvísistala sem gerði það að verkum að ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrirtæki. Icesave virðist vera "THE COMPANY" sem allir settu sína peninga í. Af hverju? Tjaaaaa.....kíkið á www.icesave.co.uk, slagorð; HIGH INTEREST SAVING ACCOUNTS. Síðan þegar maður skoðar betur sér maðu vaxtaskránna; http://www.icesave.co.uk/interest-rates.html , tjatja.... mundum við ekki bara hrista hausinn yfir svona aumingja vöxtum, 5-7%, hvað voru þessir útlendingar að hugsa vissu þeir ekkert um peninga? SP24 í Grafarvogi...16% vextir...ekkert mál....hvað er málið....er einhver lægð yfir landinu?

En nú er ég búinn að lofa mér einu að halda kj......hér á blogginu þangað til að við erum búinn að fá einhver alvöru gjaldeyrislán og hjólin farin aftur að snúast. Spurningin er bara hvort tölvan verði ekki bara úrelt um það leiti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband