6.8.2008 | 23:42
Hærri skattar er lausnin!!!
Í Speglinum á Rás 2 í dag var frétt og viðtal við Þórólf Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands um þá staðreynd að ríkistjórnin hefur ekki enn tekið gjaldeyrislánið sem það fékk heimild til að taka fyrr á árinu. Eitt leiddi af öðru í þessu viðtali og niðurstaða Þórólfs var sú að ríkistjórnin mundi verða að hækka skatta til að hjálpa til þess að geta tekið þetta lán. Um leið og ég heyrði þetta spurði ég sjálfan mig hvort ég hafi misst af einhverju og hvort ég væri að missa frá mér almenna skynsemi? Ég spurði sjálfan mig hvort svona fárveik króna og brjáluð verðbólga (13%...gott fólk) væri ekki nógu skýr skilaboð til þjóðarinnar um sparnað og aðhald. Eða er ég að misskilja þennan Hagfræðing? Ætli hann geri sér grein fyrir að einstaklingar hafa ekki aðgang að neinu fjármagni til kaupa á einu eða neinu nema í gegnum 26% yfirdráttarvexti eða 22% neyslulán. Vextir í erlendri mynt er.....gott fólk......tæp 13%. Ástæðan fyrir lágum gjaldeyrisforða ekki vegna neyslu einstaklinga í þjóðfélaginu, eða hvað heldur þú? Það er aðeins mjög lítill hluti og þeir sem hafa leikið sér með kerfið eru bankarnir. Síðan eigum við skattborgararnir að kaupa lán á OKURvöxtum og á sama tíma auka við okkur skattbyrðina til hjálpa bönkunum að geta fengið meira erlenda mynt.
Sjá frétt af Rás 2:
Nauðsynlegt er að stækka gjaldeyrisforða Seðlabankans verulega, segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Forðinn er ekki nema um 200 milljarðar króna en þyrfti að vera allt að 2500 milljarðar króna, segir Þórólfur. Það dugi ekki að hvetja fólk til að spara. Leggja þurfi á aukna skatta svo unnt sé að byggja upp nægilega stóran gjaldeyrisvarasjóð. Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur hjá Greiningardeild Landsbankans, segir að ríkisstjórnin eigi að efna loforðið um að taka stórt erlent lán til að auka gjaldeyrisforðann. Það skipti ekki öllu máli þótt kjörin séu ekki góð - láninu hafi verið lofað og það eigi að efna. Annað séu röng skilaboð til erlendra markaða.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.