Leita í fréttum mbl.is

Sumarblogg í kreppunni

Við fjölskyldan keyptum okkur ferð til Portugal í Janúar og fórum síðan út fyrir mánuði í þetta sérdeilis ljómandi sumarfrí. Góður matur og góð hvíld. Hinsvegar skyggði á ferðina verðlag og uppihaldskostnaður en hann er nú jafn því sem gerist hér á (okur)landi. Þá er spurningin hvernig ég hefði bloggað um þetta hefði ég verið vanur því að hugsa í EVRU umhverfi og fengið mín laun í evrum. Ætli upplifunin hefði verið sú sama? Hugsið ykkur dæmði í rauninni! Nú skulum við myndgera svolítið: Ímyndaðu þér borg með 2 milljón manns. Sá fjöldi rammast inn í kassa landfræðilega og kallast X-borg. Út frá X-Borg eru 5 angar með 300.000 manns í hverjum anga. Samtals telur X borg með útvherfunum fimm 3,5 milljón íbúa. Slíkar einingar eru mjög víða um heiminn. Þá skulum við taka einn af þessum 300.000 manna einingum úr dæminu og hugsa hann til hlítar. Látum hann hafa sjálfstæði, eigin mynt, 5 einkarekna banka, flugfélög, forseta og allt íslenska bullið. Ísland er í þessari stöðu. Það er mín trú að við einangrumst gagnvart evrópu ef við tökum ekki skrefið í átt að sameiningu við stærri þjóðir án þess að missa sjálfstæði. Eins og við högum okkur í dag er staðan nálægt því að vera brjálæði. Í haust verður kreppa nr. 2 og fjöldauppsagnir og brjálæðisútsölur í brenidepli, svona eins og heimsendir sé á næsta leiti. Þá spyrja menn upp á nýtt hvað sé hægt að gera ti að minnka þessar sveiflur og jafna út álagið? Mitt svar er einfalt. Stjórnmálamenn verða að hugsa stórt - Hugsa langt fram í tímann (100-200 ár) - Trúa á einstaklinginn (enga forsjáhyggju).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband