Leita í fréttum mbl.is

Fjórhjólaklúbbur fjórhjólaeigenda

Eitt af þeim sportum sem einstaklingar á besta aldri hafa uppgötvað eru fjórhjólaferðir. Vinsælast eru dagsferðir þegar veðrið er hvað fallegast en einnig lengri helgarferðir. Það besta við fjórhjólin er að það er hægt að fá þau tveggja manna þannig að hjón geta ferðast saman. Sumir snjósleða eigendur hafa bætt þessu við í dótakassann þar sem hjólin er hægt að nota allt árið um kring. Ég fór í gær upp á litlu kaffistofu með hjólið mitt. Var lagður af stað með nesti og góða skó kl 11:00 og kominn til baka kl. 15:00. Veðrið magnað og færið ágætt, snjórinn svolítið þungur en þá var bara að fljóta. Mætti fjölmörgum félögum á leiðinni og áttu allir það sameiginlegt að nýta þennan fallega dag eins vel og mögulegt. Ekki er til neinn formlegur klúbbur eins og jeppaklúbbar en ég hvet einhvern framtakssaman til þess að skella slíku í gang svo að menn geta krunkað sér saman í ferðir. Þeir sem eru á www.facebook.comgeta skráð sig á klúbb sem ég setti saman þar en linkurinn er: http://www.facebook.com/group.php?gid=13067801769 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona klúbbur er til. Ferða og útivistafélagið Slóðavinir er klúbbur fyrir þá sem ferðast um á mótor eða fjórhjólum.

http://www.slodavinir.org/

kv,

v

Víðir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 05:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband