5.6.2020 | 18:34
Gjald of hátt?
Ef erlendum gestum okkar finnst 15.000 kr. gjald fyrir sýnatöku of mikill peningur þá er best að þau haldi sig heima fyrir. Í fyrsta lagi vegna þess að þeir munu fljótlega eftir komu fá áfall um leið og þeir panta sér fyrstu léttvínsflöskuna á veitingastað, svo ég nefni eitthvað.
Í seinna lagi þá koma slíkir gestir ekki til með að gefa okkur meðmæli ef 15.000 kr. gjaldið sé það fyrsta sem þeim ofbíður í kostnaði.
Þið sem hafið ferðast til USA vitið um ESTA ferlið og þann kostnað sem því fylgir. Um leið fá landamæraverðir (stjórnvöld) mjög nákvæmar upplýsingar um viðkomandi áður en hann fer af stað.
Ekki er allt gull sem glóir hjá USA þessa dagana en þessi feril og kostnaður kemur ekki í veg fyrir að t.d. við Íslendingar heimsækjum þá. Kostnaður við ESTA var 14 USD per ferðamann en mun nú árið 2019 breytast í 21 USD, samkvæmt heimasíðu ESTA (https://www.official-esta.com/).
Þannig segjast þeir viðhalda 15 milljón störfum í kringum þetta eitt. Annað áhugavert að stærsti hluti ESTA gjaldsins fer í fjármögnun markaðsherferða til að ná inn "góðum" túristum.
Síðastliðin 3 ár hafa gefið okkur að meðaltali 2.000.000 ferðamenn. Það þarf ekki flókna stærðfræði til að reikna út þá tekjur sem við gætum fengið og þau störf sem mundu myndast.
Næanari upplýsingar er hægt að lesa á heimasíðu þeirra:
https://www.official-esta.com/esta-resources/imminent-senate-vote-on-passing-brand-usa-bill-to-encourage-us-travel/
Norðurljósaferðir og 5 stórar hópferðir afbókaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 98449
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:
"Íslandsferðin stóðst væntingar 95,5% svarenda sem er álíka hátt hlutfall og í vetrarkönnuninni 2015-2016 og sambærilegum könnunum sem framkvæmdar voru á sama tímabili sumrin 2014 (95,6%) og 2011 (96%)."
"Tæp 82% svarenda töldu líklegt að þeir myndu ferðast aftur hingað til Íslands, sem er álíka hátt hlutfall og sumrin 2014 (83,3%) og 2011 (79,1%).
Tæplega helmingur sumargesta 2016 sagðist vilja koma aftur að sumri, um 29% að vori eða hausti og fjórðungur að vetri."
Þorsteinn Briem, 5.6.2020 kl. 19:01
Það er nú viss munur á 15.000 krónum og 20 dollurum. Prófaðu að fletta upp genginu. Þá sérðu hann.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.6.2020 kl. 19:09
Heildarfjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi árin 2015-2019
Þorsteinn Briem, 5.6.2020 kl. 19:13
Ísland er 227. þéttbýlasta land í heimi, næst á eftir Ástralíu, með um þrjá íbúa á hvern ferkílómetra og nóg pláss fyrir erlenda ferðamenn í báðum löndunum.
Hér á Íslandi voru að meðaltali um 22 erlendir ferðamenn á hvern ferkílómetra árið 2017 en í Færeyjum um 114.
Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna árið 2017 - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða
"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.
Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."
Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015
Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en 11 milljarða króna halli á vöruskiptum árið 2014
27.9.2015:
"Ef ferðaþjónustan hefði ekki komið til væri hagsveiflan sennilega á enda, þar sem vöruskiptajöfnuður er orðinn neikvæður á nýjan leik.
Ferðaþjónustan hefur gegnt algjöru lykilhlutverki í að byggja upp gjaldeyrisforða Seðlabankans."
Ásgeir Jónsson hagfræðingur (nú seðlabankastjóri) útskýrir það sem er að gerast í íslenska hagkerfinu
Auknar fjárveitingar ríkisins til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.
27.11.2014:
Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar
Þorsteinn Briem, 5.6.2020 kl. 19:19
Af hverju ættu skattgreiðendur að niðurgreiða veirupróf um rúmar 7.000 kr. fyrir hvern ferðamann svo hann þurfi að ekki að borga fullt verð heldur 15.000 kr.?
Guðmundur Ásgeirsson, 5.6.2020 kl. 19:35
Kári segir að prófið kosti 3000-3500 krónur.
Svo... er okur í lagi?
Ásgrímur Hartmannsson, 5.6.2020 kl. 19:38
Kostnaðarmat stjórnvalda segir 22.857 kr.
Kári er ekki að fara að skima þetta.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.6.2020 kl. 19:47
Kostnaðarmati er út í hött. Megnið af kostnaðinum sem er talinn til er til staðar hvort sem er. Hann hverfur ekkert þótt veiruprófunum sé sleppt. Því er hann ekki tilkominn vegna þeirra.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.6.2020 kl. 20:10
Gjaldið leggst einnig á Íslendinga þegar þeir koma að utan. Hækkar helgarferð hjóna um 30 þúsund og er þarmeð orðinn verulega stór hluti ferðakostnaðar. Og ef önnur ríki taka þetta upp eftir okkur þá er langt í að ferðaþjónustan nái sér á strik. Það getur komið í bakið á okkur að gefa slæmt fordæmi.
Vagn (IP-tala skráð) 5.6.2020 kl. 20:10
Hárrétt Vagn. Þetta er bara hreinn og klár kjánaskapur. Og ávinningurinn af því að vera yfirleitt að standa í þessum skimunum er væntanlega lítill sem enginn.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.6.2020 kl. 20:13
Rangt Guðmundur! Kári ER að fara að skima. Þórólfur tók það fram í Kastljósi í vikunni...
Better safe than sorry!
Þjóðólfur í Veiru (IP-tala skráð) 5.6.2020 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.