Leita í fréttum mbl.is

Að öðlast innri ró - hugleiðing

Oft horfir maður á náungann verða óheppin. Svolítið skrítið að skrifa það, en þannig er það. En er það í raun óheppið? Sumir virðast hafa lítið fyrir hlutunum og oft á tíðum er það talið  vera með heppnina með sér. Aðstæður eru jafn breytilegar og við erum mörg, hvað þá ef við tölum um líkamlega og andlega heilsu. En hvað þýðir það að vera heppin eða óheppin? Hver þekkir ekki náungann sem hefur allt á hornum sér, sama hvað hún eða hann gerir eða segir? Síðan er það einstaklingurinn sem í hvert skipti sem hann tjáir sig er umræðuefnið þeirra eigin umhverfi og er upptekið af peningum og plottum. Persónulega finnst mér ekkert gaman að þannig fólki. Ég tel það vera frekar þjakað að innri baráttu frekar en innri-ró.

Þá víkur hugleiðingunni minni að hugtakinu innri-ró. Ætli hamingju hugtakið og hugar-ró séu tengd hugtök? Það má áætla að sá sem hefur lausa ró á sinni eigin skrúfu eigi erfitt. Þeir sem eru ekki með lausa skrúfu eru að mínu mati þeir sem hafa skrúfað sína skrúfu á réttan hátt. Þetta tengist óneytanlega ytri aðstæðum einstaklingsins hversu erfitt sé að herða skrúfuna eða herða hina mikilvægu innri ró. Mér finnst mikilvægt að umgangast fólk sem hefur áhuga á að hlusta á annað fólk, hefur áhuga á náunganum. Ég hef sem betur fer í mínu lífi náð að kynnast þannig fólki. Oft á tíðum hef ég fengið það á tilfinninguna að það fólk lifi í sátt við sig og sitt umhverfi, hefur einhver gildi sem gefur þeim hugar-ró, með innri-ró og nærvera þeirra er ánægjuleg.  

En ætli það sé hamingjusamra en annað fólk? Ég spyr oft mig sjálfan. Getur fólk með lausa skrúfu verið jafn hamingjusamt og sátt við sig og sitt umhverfi og sá sem hefur ekki lausa skrúfu? Þá hef ég einnig þá skoðun að hugtakið hamingjusemi sé oft sett fram sem lausn á lífinu. Með réttri aðferð getur þú öðlast hamingju. Trúarbrögð, læknavísindinn og allur veraldlegur frami nútímasamfélags snýst að skynsamri leið til að öðlast hamingju. Ég tel hinsvegar að hugtakið hamingja sé einungis hugarástand sem einhverskonar skamtímalausn. Sá sem telur sig hamingjusaman, hefur litlar sem engar áhyggjur segir ekki satt. Ef áhyggjur séu litlar, þá byrjar sá hin sami að hafa áhyggjur af áhyggjum. Þannig er það.

Ég held einnig að það sé hægt að kaupa sér hamingju, en ég tel hamingjuna ekki viðvarandi hugarástand heldur skammtímaástand Fólk sem talar um sjálft sig og sinn veraldlegan auð virðist vera með svör við öllu, engar áhyggjur og oft skiptir náunginn frekar litlu.

Á hinn veginn finnst mér gaman og gott að tala við fólk sem hefur jafnvel allt og ekkert af veraldlegum eignum en virðist hafa öðlast einhverja hugar-ró. Það einkennist af náungakærleika, gleði og virðist lifa sátt við sig og sitt hvernig sem á stendur. Hugar-ró er hugarástand sem ég tel vera mikla dyggð og meiri varanlegra hugarástand en svokölluð hamingja. Hugarástand sem krefst aga, staðfestu og lífsgilda. Áður en ég set punkt við þessa hugleiðingu mína þá er ég nokkuð viss um að með réttri leið þá sé alltaf hægt að herða á skrúfunni svo að það herðist einnig á rónni. Þannig er alltaf von um að batnandi manni sé best að lifa og þannig getum við lifað í voninni að geta lifað saman í sátt og samlyndi við okkur sjálf og okkar nánasta umhverfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband