Leita í fréttum mbl.is

Oft eru hlutirnir einfaldari en maður heldur.

Sem dæmi er ég einfaldari en ég hélt...svona frekar á mörkunum :-)

Það kom til mín maður í dag, "sleggja" nokkur, og hreytti út úr sér skapvonsku gagnvart núverandi kvótakerfi. Gaman væri að vita hvort margir hér á blogginu vita í raun hvernig kvótakerfið virkar í raun og hvað sé ekki í lagi við þetta kerfi? Vitneskja og vonbrigði "sleggjunnar" um kvótakerfi íslands einkenndist af einlægni og hans sál var niðurbrotinn. Mér datt í hug kvótakerfið eftir að Geir Haarde tók svo ljúflega til orða á Þingvöllum í dag að við ættum að horfa fram á veginn og leysa þau vandamál sem fyrir okkur er sett. En að breyta kvótakerfinu okkar yfir í einfalt ríkisrekna kvótaleigu er alltof flókið mál...eða? Oft held ég að hlutirnir séu í mörgum tilvikum einfaldari en maður heldur, en þeir sem nenna ekki að standa í því að breyta og fara út fyrir sinn þægindahring eða sjá sína hagsmuni hrynja í verðgildi nota og flækjustig sem vörn. Ég var nokkuð sammála vinum mínum "sleggjunni" að oft eru hlutir einfaldir en á móti er líka einfalt að gera þá flókna. Ég held að Samfylkingarmenn ættu að slaka á mosa-ábyrgðinni og snúa sér að því sem heldur okkar þjóð á floti, fiskveiðar og kerfið sem þar er í gangi. Nokkuð sem hefur gleymst í umræðunni finnst mér.

Síðan finnst manni að það hljóti að vera flókið að mynda ríkistjórn, en það er það ekki. Líka hlýtur það að vera flókið að taka 74 milljarða króna lán til að kaupa Hollenskan banka, en það er það ekki...svona mætti lengi telja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband