Leita í fréttum mbl.is

Plebbi vs. töffari

Nokkuð áhugaverð og skemmtileg heilsíðu grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hin týpíska íslenska plebba var lýst. Ég var nefnilega ekki alveg með það á hreinu hvað plebbi þýddi. Hinsvegar áttu sumar lýsingar þarna við um mig, ekki algjörlega þó þannig að ég fór að spá hvort við hjónin værum svona plebba hjón. Við létum nefnilega gifta okkur af séra Pálma. Fengum Egil Ólafsson til að syngja og ferðuðumst með limosine (þetta var í júní 1996). Við hjónin erum háð hljóðbókum og hlustum á ipodana okkar á hverju kvöldi. Búinn að læra spönsku af hljóðbókum ,sjálfshálpabækur og lesið (hlustað) á mörg menningarit. Hjúkkk......við erum samt ekki algjörir plebbar því að við eigum ekki pening til þess að hegða okkur eins og þessi týpíski plebbi í Fréttablaðs-greininni...og við tilheyrum ekki fólkinu í Hallgrímskirkjunni á aðfangadag.

Ég verð þó að viðurkenna að hrikalega margar konur á aldrinum 30-45 ára eru augljóslega fórnarlömb tískunnar og í raun algjörir plebbar...þú veist hvernig týpur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband