Leita í fréttum mbl.is

Við viljum eigna okkur hann/hana...bara ef vel gengur!

Ég heyrði fjölmiðlamann segja að viss þjóð skrifaði ótt og títt um frábæran íþróttamann...en einungis ef honum gengi vel. Einnig státuðu fjölmiðlar sig af því að þessi ákveðni íþróttamaður væri frá því landi þó svo að hann væri einungis að mjög litlum hluta í raun frá því landi. Hvað er þetta eiginlega með okkur öll, afhverju högum við okkur svona? Hvað liggur að baki þjóðernisrembu?

 Þetta minnir mig á það sem við köllum íslandsvini eða td. íslenska geimfarann, íslenskan ökuþór ofl. Er þetta minnimáttarkennd eða á þetta rétt á sér? Hvað er það sem við leitum eftir þegar við segjum að einhver geri það virkilega gott og að hann sé að hluta íslendingur? Þetta á við sérstaklega í íþróttum og listum.

En þegar við tölum um menn sem hafa gert það gott viðskiptalega skiptir það littlu hvort hann sé íslendingur eða ekki...ætli það sé hinsvegar öfundargenið?

Svona létt laugardagspæling.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband