Leita í fréttum mbl.is

Svakaleg hækkun á ferðum með Sumarferðum n.k sumar!

Jæja

Það er ekki beint gott að vera setja inn einhverjar fullyrðingar um fyrirtæki eða þeirra vöru án þess að hafa gild og góð rök til þess. Ég sendi fyrir nokkru erindi á nokkra starfsmenn Sumarferða um hækkanir á gjaldskrá þeirra. Einnig fékk Samkeppnisstofnun eintak sem og Neytendasamtökin. Það leið ekki langur tíma þangað til að báðar þessar stofnanir vildu heyra meira og þá einkanlega hvaða svar forsvarsmenn Sumarferða hefði verið.

En viti menn...þeir halda sig við lögmál háfmáls og segja ekki orð, láta ekkert í sér heyra. Til gamans læt ég fylgja með erindið sem ég sendi og dæmi hver fyrir sig hvort þetta sé eðlilegt. (Fyrir þá sem ekki vita þá er fákeppni á Íslandi í mörgum atvinnugreinum og þar eru ferðaskrifstofurnar enginn undantekning).

Ég blogga þetta vegna þess að mig grunar að Sumarferðir ætli alls ekki að svara þessum tölvupósti.

Hér er tölvupósturinn sem ég sendi á þau.

Erindi: Fyrispurn um ástæðu verðhækkanna.Komið sæl Við hjónin erum með eina 5 ára of fórum í skemmtilegt sumarfrí til Mallorca í júlí í fyrra (tvær vikur). Kostaði ferðin okkur 218.000 en hún var greidd í febrúar 2006. Eins og við öll munum fór evran á gríðalegt skrið og hækkuðu allar ferðir í takt við gengi evrunar. Miðað við gengi evrunnar, feb 06 og núverandi gengi er hækkun á genginu 15,3%. Þannig fyndist mér eðlilegt að ferðin í ár hækkaði eða lækkaði í takt. Hinsvegar er greinilegt að hækkun er mikið meiri milli ára. Ég hef í höndunum bréf frá hótelstjóra Viva Blue, en það er hótelið sem við gistum hjá að þeir hafa lítillega hækkað verðið milli ára. Þá er hugsanlega að flug er dýrara, en þegar ég kaupi einungis flug til Mallorca á þessum tíma hefur það ekki hækkað. Spurningin er: Hver er ástæða að tveggja vikna ferð, 2 fullorðnir og ein 5 ára til Mallorca á Viva Blue frá 09.07.07 í tvær vikur hefur hækkað úr 218.000 í 289.000 eða um 32%? kv. Haraldur Haraldsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eigum við ekki bara að stofna fyrirtæki, sem heitir "Aðrar Ferðir"  Það er jú óumdeilanlegt að Sumar ferðir eru dýrari en aðrar ferðir.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2007 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband