Leita í fréttum mbl.is

Bráðlega fer ég í einkamál og lögsæki þá sem tóku stöðu gegn krónunni! En þú?

Ég nenni ekki að ræða það núna heldur set ég smá texta úr Rannsóknarskýrslunni lesendum til yndisauka:

Úr skýrslu rannsóknarnefndar
"Bankamálaráðherra, nei, við töluðum við aldrei við hann, Seðlabankinn bara boycut-aði á hann og talaði aldrei við hann, hann var náttúrulega aldrei inni í neinu, það talaði aldr

"Bankamálaráðherra, nei, við töluðum við aldrei við hann, Seðlabankinn bara boycut-aði á hann og talaði aldrei við hann, hann var náttúrulega aldrei inni í neinu, það talaði aldrei neinn við hann."

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.

"Það er nú eitt sem maður saknar svolítið, mér finnst að við hefðum getað gert meira, við Íslendingar, á þessu blómaskeiði okkar. Það ætti að liggja meira eftir okkur, stór verk."

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.

"Og ég sagði við hann: Þorsteinn [M. Jónsson], ég veit að þú átt enga peninga, geturðu útskýrt fyrir mér hvernig þú getur keypt Vífilfell? Og hann horfði á mig, brosti, og ég gleymi aldrei orðalaginu: Með þróaðri fjármálatækni."

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.

"Sigurjón er nú mikill stærðfræðingur og teiknaði upp fyrir mig einhver box sem ég skildi nú ekki helminginn af hvernig ætti að með pílum og örum að sem sagt ná í pening út úr Seðlabanka Evrópu. Þetta snerist allt um það að búa til einhver instrúment, einhver bréf sem bankinn tæki gild sem veðandlag fyrir því að ná út evrum."

Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.

"Þau laun sem ég hef verið með hjá þessum banka síðan 2003 hafa í öllum samanburði við þá sem ég ber mig saman við verið óheyrilega lág. Það er nefnilega þannig."

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Full ástæða til þess að höfða einkamál gegn þessari mafíu.

hilmar jónsson, 13.4.2010 kl. 13:46

2 Smámynd: Benedikta E

Gegn hverjum á að höfða slíkt mál - bönkunum gömlu eða nýju - eða öðrum sem tóku stöðu gegn krónunni Ólafi í Samskip eða öðrum hverjum ?

Benedikta E, 13.4.2010 kl. 14:34

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það er sjálfsagt að höfða mál, en þarftu ekki fyrst að vita hvað þú vilt fá út úr því?

Fjölskyldum á vonarvöl ætti að rétta hjálparhönd umsvifalaus, sem og þeim sem standa illa.

Þjóðin býr við brotið siðferði og finnst í lagi hvernig þeir verst stöddu þjást á kostnað glæpamanna og vanrækslu í stjórnsýslunni; og taktu eftir... það er enn verið að hundelta fórnarlömbin á meðan gerendur eru enn lausir.

Og allir segja "ekki ég". 

Er þetta ekki allt glórulaust, fyrir utan þessa skýrslu, sem er einhvers konar vonarneisti í skammdeginu, en áberandi fólk í þessu samfélagi virðist keppast við það að slökkva þennan neista sem allra fyrst.

Þú ert einn af þeim sem heldur honum logandi.

Hrannar Baldursson, 13.4.2010 kl. 20:39

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ég hef bent fólki í mörg ár að krónan hafi verið of hátt skráð, að hún hafi ekki getað annað en lækkað og einnig mælti ég með því að fólkið flytti peningana sína út.  Ætlar þú í mál við mig líka?

Að halda uppi krónunni eins og var gert hér allt árið 2008(eins og frá 2003) olli gríðarlegum skaða, jók erlendar skuldir og ýkti fall krónunnar enn frekar. 

Ætti ekki að fara í mál við þetta fólk líka?

Lúðvík Júlíusson, 14.4.2010 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband