20.3.2010 | 07:42
Var Steingrímur ekki þreyttur á kjaftæðinu?
Jæja, þá kom útspil ríkistjórnarinnar og Skjalborgin kominn. Var ég vongóður að þarna væri allt að gerast og bjartari tímar framundan. En, nei....þau náðu ENN og AFTUR að klúðra þessu. Þeir sem hafa kynnt sér þetta sjá að langflestar af þessum tillögum eru þannig að verið er að slá á einkenni sjúkdómsins en ekki einu sinni reynt að lækna hann, svona eins og að gefa krabbameinssjúklingi morfín frá upphafi greiningar sjúkdómsins í stað þess að reyna að ná tökum á meininu með réttri meðferð.
Til að skilja þessar tillögur þurfum við að fara tala barnamáli. Ef ég skil rétt þá eru aðstæður eftirfarandi:
í Apríl 2007 tók ég íbúðarlán erlendri mynt upp á kr. 9.100.000. Samkvæmt bókum Landsbankans stendur það í dag í tæpum 22.000.000. Hvað gerðist eiginlega? Ég hef alltaf staðið í skilum og verið öllum lántökum til eftirbreytni. Eru menn ekki sammála um forsendubrest? Að sjálfsögðu átti maður ekki að taka svona lán en verðtryggð íbúðarlán voru svo ÓGEÐSLEG í eðli sínu að lánveitandinn mælti með fjármögnunarleið í erlendri mynt. Búið og gert. Nú ætlar Steingrímur og Jóhanna að standa við loforð um Skjaldborg og komu með þessa úrlausn í síðustu viku. Sú lausn þýðir að ef Landsbankinn ætlar að leiðrétta höfuðstólinn vegna forsendubrestsins að þá ætla Skjaldborgin í staðinn að ganga að mér og minni fjölskyldu með því að skattleggja leiðréttinguna? Er þetta rétt? Er þetta ég að misskilja eða...?
Ég veit ekki um þig sem lest þetta, en ef einhver er orðin þreyttur á kjaftæðinu þá er það ég!
Afskriftir verða skattlagðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Haraldur.
Hjartanlega sammála þínum skrifum, mikið asskoti er ég orðin þreyttur á þessu kjaftæði, en það er til leið til að komast út úr þessu kjaftæði fyrir þá sem vilja og tekur skamma stund.
Það er Icelandair-Iceland Express & Smyril line,,, jú og SAS líka.
KMJ
Kristinn M (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 09:08
sæll og gott að fólk segi eitthvað !
Ef eg kæmist burt af þessum vitlausraspítala her væri eg löngu farin- það kemur hver vitleysan eftir aðra frá Stjórninni !
Er fólkið á lyfjum ???
kv. Erla Magna
Erla Magna Alexandersdóttir, 20.3.2010 kl. 12:01
Þessi Norræna velferðastjórn, Lady GaGa & SteinFREÐUR eru því miður ekki sammála þér um "... forsendubrest?" Þau hafa því miður ENGAN áhuga á að koma fram með LEIÐRÉTTINGU, stórhættulegt lið!
kv. Heilbrigð skynsemi (www.fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 13:02
Það getur vel verið að það teljist til heimsku að semja um skuld í erlendri mynt þegar sá sami hefur ekki tekjur í sama gjaldmiðli.
En eg hef auðvitað samúð með þér
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 20.3.2010 kl. 20:39
Er það ekki viðurkenning á "forsendubresti" að bankar og stjórnvöld eru með einhverjar aðgerðir, þó sumum finnist þær ekki ganga nógu langt. Undir venjulegum kringumstæðum, sem ekki eru, væri ekkert verið að gera.
Stærsti munurinn á verðtryggðum lánum og hefðbundnum er sá að við venjuleg nafnvaxtalán er staðgreitt fyrir verðbólguna en í verðtryggingu er hún fengin að láni. Því eru afborganir verðtryggðra lána allt að 75% lægri en af hefðbundnum. Gengislán var von framhjá verðbóginni krónu!
Sigrún Inga.
Sigrún Inga (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 22:16
Það sem er alvarlegast er að stjórnvöld líta algerlega framhjá því að lán með tengingu við gengi erlendra mynta voru dæmd ólögleg fyrir fáeinum vikum.
Ráðherrar hafa lýst því yfir að það væri réttaróvissa um gengistryggðu lánin vegna tveggja mismunandi niðurstaðna Héraðsdóms um lögmæti þeirra.
En með þessari lagasetningu eru stjórnvöld í raun að úrskurða gengistryggðu lánin lögleg! Aðeins er hægt að skattleggja löglega starfsemi.
Theódór Norðkvist, 21.3.2010 kl. 01:00
Heimilin fá í raun verri útreið heldur en fyrirtækin með þessu útspili ríkisstjórnarinnar. Fyrirtæki geta nýtt sér tapið skattalega á móti skattlagningunni, heimilin ekki. Þar með eru heimilin sett í verri stöðu en fyrirtækin.
Sigurður G (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 02:15
Hvað getur maður sagt Halli minn?
Kannski bara HELVÍTIS FOKKING FOKK!!!!!!
?????
Erum við að fara að gleypa við þessari drullu?
Andrea Ólafs (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.