19.2.2010 | 00:07
Afnám verðtryggingar á launum og gömlu nautin.
Með þessari bloggfærslu langar mig til þess að skyggnast inn í heim manna sem muna eftir því hvenær afnám verðtryggingar á launum var. Þar sem ég var upptekin í að ræða fjör og gaman í heimi barns og unglings á þeim tíma voru einhver eldri naut þarna úti að ræða þessa verðtryggingu að einhverju leiti. Nú er svo komið að ég nálgast alltof hratt aldur gömlu nautanna og farinn að skipta mér af málum. Eftir að hafa lesið og rætt við menn skil ég að nokkru leiti þá ákvörðun að þessi vísitölutenging var tekin upp, en hvað voru menn að hugsa? Mikið er rætt um að það eigi að afnema verðtryggingu og er ég því fylgjandi en slíkt þarf að gerast í áföngum og á löngum tíma að sögn nútíma prófes-sora. Hversu langan tíma tók það að afnema verðtryggingu af launum? Hver var aðlögunartíminn á því ferli og hvaða gömlu naut samþykktu það? Voru einhver tengsl á milli lífeyrissjóðanna og verkalýðsfélaganna á þeim tíma?
Ég skora á þig sem lest þetta og veist eitthvað gagnlegt um afnám vísitölutryggingar af launum að skrifa í athugasemdir hér að neðan. Mig langar að vita meira um þetta!
Að lokum set ég hér inn brot úr riti sem var gefið út af Seðlabanka Íslands, árið 1998, skrifað af Bjarna Braga Jónssyni, einn af gömlu nautum Seðlabanka Íslands, væntanlega mikill prófessor síns tíma á sviði hagfræðinnar og greinilega mikils metinn. Hann lét af störfum þetta ár sem ritið var gefið út og heitir; Verðtrygging lánsfjármagns og vaxtastefna á Íslandi.Á bls. 11-12 ritar hann;
Sér í flokki er sú afstaða, að verðtrygging lána og launa sé órjúfanlega tengd samanaf samræmis- og sanngirnisrökum. Aðra megi því ekki heimila og framkvæma, meðan svo sé ekki um hina. Þessi röksemd heyrist þó varla lengur, að því er virðist einkumsökum hagsmuna launþega af lífeyrissjóðum sem og þess, að hvor tveggja er heimil aðlögum, þótt aðilar vinnumarkaðarins hafi sættst á að beita ekki verðtryggingu á laun,enda hefur hún yfirleitt ekki verðtryggt laun í reynd heldur hraðað verðbólgu. Engu aðsíður er ástæða til að undirstrika, að hér er um ósambærilegar viðmiðanir að ræða. Láneru að fullu verðmæti sínu afhent lánþega í væntingu þess að fá jafngilt verðmæti ískilum að lánstíma loknum, sem nemur oft árum eða áratugum. Á þeim tíma hefur lánveitandialmennt engin tök á að endursemja um lánskjör með hliðsjón af breyttumaðstæðum og hefur því fyllstu ástæðu til að tryggja verðgildi endurgreiðslu með hverjumframkvæmanlegum hætti. Aðeins með því að ná fullu raunvirði til baka og raunvöxtumþar ofan á fást vaxtatekjur í reynd, sambærilegar við laun, sem ævinlega erutekjur, misháar að raungildi í samanburði við fyrri tíma. Vinna er hins vegar ekki afhentsem stofnverðmæti heldur sem þjónusta í líðandi tíma, og er gildi launakjara háðtvenns konar takmörkun í tíma: lengd samninga og uppsagnarfresti. Þannig er tíðumendursamið um kjör, svo sem raunhæft þykir miðað við breyttar aðstæður, og unnt aðbeita uppsögn, fullnægi kjörin ekki óskum hins einstaka launþega. Ennfremur eru launsvo mikill meginhluti rekstrarkostnaðar og ráðstöfunar verðmæta í þjóðarbúi, aðóraunhæft er að festa raungildi þeirra til nokkurrar lengdar, og gildir það til beggja átta,hækkunar og lækkunar. Hugmyndin að baki verðtryggingu launa var sú, að hagvöxturog kjarabætur væru stöðugar hreyfistærðir, sem ekki gengju til baka, heldur mættistöðugt bæta ofan á. Þessi hugmynd gekk ekki upp í þjóðarbúskap háðum sveiflum íauðlindum og ytri skilyrðum. Þegar óraunhæf kröfugerð náði fram og var verðtryggð,um leið og ekkert mátti slaka á kröfunni um fulla atvinnu, leiddi þetta kerfi til sjálfgengrarverðbólgu. Engin slík félagslega þvinguð kröfugerð er hins vegar að verki ímyndun raunvaxta á markaðnum, og einokunaraðstaða a.m.k. ekki fyrir hendi af hálfusparifjáreigenda.
Nokkuð er víst að nautin sem standa á bakvið lífeyrissjóðina standa sterkir að baki þessa rits enda átti höfundur hagsmuna að gæta þar sem hann var að láta af störfum þá 70 ára þegar ritið var gefið út. Til að hafa þetta blogg svakalega skemmtilegt skora ég síðan á þig að smella hér. -SMELLTU HÉR-
Hver er þessi Jóhanna Sigurðardóttir sem er höfundur þessarar þingsályktunar?
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er fæddur fyrir 60 árum og man þetta vel.
Undirrótin var óðaverðbólga sem skaðaðist af gríðarlegri óstjórn í ríkisrekstrinum. Það voru gerðar verðbólguspár fyrir næsta ár og svo samin fjárlög sem hækkuðu meira en verðbólguspáin, ári seinna kom svo ríkisreikningurinn sem var alltaf hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir.
Þetta varð til þess að krónan var felld reglulega. Venjulega var gengið miðað við að sjávarútvegur kæmi út á núlli.
Launþegar voru í stöðugri kjarabaráttu og verkföll tíð. Á endanum gáfust ríkisstjórn og launþegasamtök upp við að reyna að hafa stjórn á hlutunum og samið var um að verðtryggja fyrst laun og svo lán.
Nú gátu menn hallað sér aftur í stólunum og kennt markaðinum um allar hækkanir.
Þegar verðbólgan hélt áfram að vaða uppi var vísitölubindingin einfaldlega tekin af laununum, og svo hölluðu menn sér aftur.
Mér sýnist að þeir séu enn sofandi í stólunum.
Sigurjón Jónsson, 19.2.2010 kl. 09:51
Það að laga laun að verðlagi á neysluvöru kallast til að byrja að tengja þau við útreiknaðan grunn á því sem var í neyslu og þjónustu körfunni. Samin grunnur var reiknaður á hverju ári síðar eða mánuði.
Segjum að karfa hafa kostað 1000 kr. árið 1970 á reiknast grunn vísitala 1000/1000 x 100 = 100.
Næsta karfa kostar 1025 kr og samsvarandi verður 1025/1000 x 100= 102,5. Hlutfallsleg hækkun (102,5 - 100)/100 x 100% = 2,5%
Laun hækkuð þá samræmi um 2,5%. Allir launþegar gátu veitt sér nákvæmlega það sama.
Síðan kom nýr körfu grunnur þar í fyrir körfunni mat á heildar verðmæti alls neysluvarnings og þjónust sem er í framboði og selst .
Þetta var samfara síðustu þjóðarsátt [um 30% evru almenn skerðing launa].
Þá þá byrjuðu framboðsaðilar vöru og þjónustu að lækka innkaupsvermæti alls sem seldist í stað þess að hækka útsöluverðið.
Verðhækkanir neysluvöru urðu litlar og samningsbundinn neysluverðtryggð laun hækkuð lítið.
Hinsvegar má segja að Launþegar hafi keypta meira eða þyngra, þegar gæðum var skipt út fyrir drasl. Ný neysluverðlags aðferðin heldur ekki um það.
Svo koma að því innkaupsverðmætið var komið niður í lágmarmark og þá var best að aftengja launin frá neysluverðlags vísitölunum.
Raunverulegi tilgangurinn var að rugla í ríminu og tengja híbýlaveðbréf við nýjust alþjóðlegu neysluverðlagsviðmiðunina.
Allar þjóðir miða sín híbýla fasteignaveðbréf við þróun fasteignaverðlags hjá sér. Nota til þess fasteignveðsverðmætis vísitölur. Sem vísa á almennar fasteigna hækkanir eða lækkanir.
Híbýlafasteignaveðbréfaflokkur er langstærsti [um 80%] allra fyrsta [veðréttar] markaðar fasteignveðbréfa lána, alþjóða fjármálamarkaðir sem borga reiðufé fyrir safnbréf með veðum í þessum flokki.
80% lána almennings tengja verðmæti híbýla. 20% tengjast neyslu og þjónustu.
Híbýilsveðverðstrygging er alþjóðlega rétta verðtryggingar viðmiðmun samsvarandi lána.
Júlíus Björnsson, 19.2.2010 kl. 19:53
Hef sjálfur snúist eins og Ragnar Reykás í skoðun minni á verðtryggingunni.Held samt að á sínum tíma hafi verðtryggingin verið nauðsynleg. Lán með verðtryggingu mega í raun ekki fara yfir 4 %vexti umfram verðtryggingu.Voru farnir með það miklu hærra.Held að þetta hafi farið úr böndunum.Gleymum því ekki að stærsta réttlæting verðtryggingar eru lífeyrissjóðirnir og innistæðan í þeim.Og ástæða þess að margt fólk hefur verið hlynnt verðtryggingunni og vaxtastiginu er vegna væntanlegra lífeyrisgreiðslna á efri árum.Svona kaups kaups. Og smá innlegg úr heimasíðu ::"Haft er eftir Bjarna Þórðarsyni, tryggingastærðfræðingi, á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness, að meðalraunávöxtun lífeyrissjóðanna síðustu 10 ár sé um 2%. Bjarni flutti erindi á stefnumótunarfundi á vegum ASÍ á Selfossi um málefni lífeyrissjóðanna þar sem þetta kom fram."Samkvæmt þessum upplýsingum hefði verið betra að leggja peninginn inn á bundin innlánsreikning án þess að hafa alla þessa sérfræðinga að stýra þessum peningum. og báknið.Eða stofna lífeyrisdeild í T.R hreinlega fyrir alla landsmennn.
Hörður Halldórsson, 19.2.2010 kl. 23:26
takk fyrir þetta, endilega fá fleiri færslur um þetta!
Haraldur Haraldsson, 20.2.2010 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.