Leita í fréttum mbl.is

Hvað getum við gert? Er ísland réttarríki? Hverjum getum við treyst?

Ólafur Ólafsson eðalkrimmi fékk núna 88 þúsund milljónir afskrifaðar. Já, þú ert ekki að lesa vitlaust.

Á ávísunina þyrftum við að skrifa: áttatíuogáttaþúsundmilljónir 0/100.

Þannig setti hann m.a. Samskip á hausinn. Eftir það fór hann til Hollands, stofnaði þar fyrirtæki og keypti Samskip aftur á 100 milljónir. Skiljið þið þetta? Ef ég er að skilja þetta rétt þá fær sá hin sami og setti fyrirtækið á hausinn, afskrifaðar 88 þúsund milljónir og  tækifæri til þess að kaupa það aftur á 100 milljónir.

Ég gleymdi því líka að ábyrgðir og veð hafa ekkert með Ólaf Ólafsson að gera. Sjálfsábyrgð engin.

Ef þetta er það fjármálakerfið sem á að taka við því sem var til fyrir hrun bankanna þá er framtíðin svört.

Meira um þessa frétt -Smelltu hér-

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri félagi, ég segi nú bara það sama og Forseti Íslands: "..yOu ain´t seen nothing yet....!"  Eða með orðum DARLING: "Can yOu believe it - they are nOt gOing tO pay...lol...!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 12.2.2010 kl. 01:38

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hvað er hægt að gera gegn svona kúgun?

Hrannar Baldursson, 12.2.2010 kl. 08:38

3 identicon

Áttatíuogáttaþúsundmilljónir. Mig langaði bara að prófa að skrifa þetta.

Valdimar (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 15:04

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mig grunar að Finnur Ingólfsson sé sérstakur umboðsmaður Ólafs hér á landi og haldi í alla þræði bak við tjöldin.

Finnur Bárðarson, 12.2.2010 kl. 16:14

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Af hverju er engin skotinn? Eða nokkrir. Furðulegt að það sé ekki búið að ske fyrir löngu.

Það er ekkert mál fyrir mig að skilja þessa tölu:

ISK 88.000.000.000.- 5.856 íbúðir á 15 milljónir hver. 27.000 krónur á hvert einasta mannsbarn.

Ég ráðlegg fólki að sætta sig við þetta strax. Það er bara slit að eyða tíma í að hugsa um þetta. Ekkert mun verða gert. Aldrei nokkurntíma. 

Svona háar tölur er nefnilega ekki glæpamál. Heldur pólitískt mál. Og það er allt annað....

Óskar Arnórsson, 12.2.2010 kl. 18:24

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ætlið þið að mæta á morgun á Austurvöll kl.15:00?

Við þurfum samstöðu geng spillingunni!!!! Ekki láta þig vanta!

Haraldur Haraldsson, 12.2.2010 kl. 22:18

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég mæti með boxhanskanna....og stafinn. Maður er orðin gamall.

Óskar Arnórsson, 12.2.2010 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband