19.1.2010 | 23:45
Stjórnvöld ætla ekki að gera neitt meira fyrir fjölskyldurnar í landinu! Skjalborg heimilanna í landinu er lokið!
Samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum á lokuðum fundi með stjórnvöldum var fullyrt að aðgerðir verða EKKI meiri gangvart leiðréttingu verðtryggða og gengistryggðra íbúðarlána fyrir fjölskyldur í landinu. Ekkert slíkt á dagskrá! Skjaldborginni er lokið.
Málin eru komin í hendur bankamanna sem þeir treysta að taki á hverju máli fyrir sig að auðmýkt. Skjaldborgin hennar Jóhönnu og Steingríms er því lokið þó svo að hún hafi aldrei byrjað. Úrræði um greiðslujöfnun er strax orðin klúður, það er ef þú vilt afþakka slíka aðgerð verður þú að staðgreiða greiðslujöfnunarreikninginn vegna þess að tölvukefið er ekki tilbúið. Fyrir utan 110% leiðréttingu húsnæðislána virka einungis fyrir þá sem eiga hús sem kostuðu yfir 80 milljónir. Allar hinar aðgerðirna sem bankarnir bjóða uppá eru bara brandari. Smelltu hér því til staðfestingar!
Árni Páll er einn stór brandari og sá sem getur sannfært mig um annað er töframaður. Sáuið þið ekki tíu fréttir 19.01 2010. Hlustið á Árna Pál!
Við krefjumst að stjórnvöld leiðrétti öll fasteignalán í landinu þannig að við getum sagt að einhverjar aðgerðir séu að færa okkur réttlæti (justice)! Við krefjumst afnám verðtryggingu, smelltu hérna út af hverju!
Ég krefst þess að við förum að vakna upp úr Icesave rotinu og afneitun, myndum nýja stjórn fyrir heimilin í landinu og tökum völdin.
Ég hef miklar áhyggjur að margir íslendingar séu að koðna niður af þreytu og vonleysi. EKKI GEFAST UPP.
MÆTUM Á AUSTURVÖLL ALLA LAUGARDAGA kl. 15:00. Færum hörku í báráttuna okkar!
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júní 2023
- Júní 2020
- Mars 2018
- Desember 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- Október 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Nóvember 2006
Bloggvinir
- godsamskipti
- gummisteingrims
- andres
- dofri
- sigmarg
- gattin
- agustolafur
- ellyarmanns
- emmgje
- finnurtg
- tommi
- hipporace
- arnheidurmagg
- formula
- baldvinj
- launafolk
- dullur
- gisgis
- eirikuro
- erla
- folkerfifl
- fridrikof
- ulfarsson
- gerdurpalma112
- gudni-is
- gullvagninn
- jarnskvisan
- id
- fun
- jamesblond
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- ludvikludviksson
- magnusmar
- marinogn
- maggimur
- hux
- rrs
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurgeirorri
- sigurjons
- snorrima
- spurs
- vala
- thordisb
- tbs
- thrudur
- vitinn
Tenglar
Frábær myndbönd
- Frábært gamalt myndband frá Jeremy Clarkson um Ísland Nokkuð skemmtileg afþreying!
Hversu biluð erum við?
http://www.psychiatry24x7.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Taktu þátt í skoðunarkönnun!
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Skotið á sama skólann þrisvar á árinu
- Undirritar bráðabirgðafjárlög eftir dramatíska viku
- Barnið sem lést var níu ára gamalt
- Tók þrjár mínútur að drepa fimm og særa 200
- Fimm látnir í Magdeburg
- Árásarmaðurinn sagður vera geðlæknir
- Áfram versnar staða Trudeau
- Barn lést í árásinni
- Scholz: Hugur minn er hjá fórnarlömbunum
- Hinn grunaði sagður vera frá Sádi-Arabíu
Athugasemdir
Meintu þeir ekki bara tjaldborg.
Þorvaldur Guðmundsson, 20.1.2010 kl. 00:30
Heyr Heyr!
Skjaldborgin var smá misskilningur ... þetta var í raun Gjaldborg.
Öllu er dömpað á heimilin og þeim er skítsama.
Jón Á Grétarsson, 20.1.2010 kl. 00:50
Ég er sammála. Út með setuliðið í stjórnarráðinu. Og burt með Steingrím í mölétnu sovésku jakkafötunum.
Daníel Sigurbjörnsson, 20.1.2010 kl. 00:56
Hvaða heimildir eru fyrir slíku? Og já það er komin tími á byltingu.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 20.1.2010 kl. 01:03
Það er mér hulin ráðgata að ef nokkur heilbrigð manneskja trúi því lengur að Jóhanna og Steingrímur séu þjóðhollir Íslendingar.
Jón Sveinsson, 20.1.2010 kl. 01:27
Alvöru byltingu STRAX!!
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 02:55
Ég er tilbúinn í byltingu.
Axel Þór Kolbeinsson, 20.1.2010 kl. 09:01
Þessi ríkisstjórn er gjörsamlega vanhæf. Er búin að klúðra skjaldborginni sem þau lofuðu og bera alla ábyrgð á Icesave klúðrinu, enginn annar. Þau voru kosin á lygum og blekkingum. Nú er nóg komið, látum ekki fara svona með okkur.
Addi (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 11:20
Látið þá í ykkur heyra og hringið í alla sem þið þekkið, látið orðið berast út á Faceboook og gerum eitthvað. Það er ekki nóg að segja bara eitthvað og vera sammála um þessa stöðu. Mætum á Austurvöll alla Laugardaga og gerum eitthvað sem skiptir máli. ÞETTA ER EKKI HÆGT!!!
Haraldur Haraldsson, 20.1.2010 kl. 12:22
Kæri Haraldur það stóð því miður aldrei til að gera eitt eða neytt fyrir fjölskyldur landsins. Ég komst að því í október 2008, þegar þessi auma & stórhættulega ríkisstjórn hafnaði hugmynd minni um að veita 20-30% afslátt til allra þeirra "ábyrgðarmanna" sem lenda í að greiða skuldir annara. Þegar ég sá að ekki átti að rétta ábyrgðarmönnum hjálparhönd, þá var AUGLJÓST að ALDREI stóð til að gera "eitt eða neytt fyrir fjölskyldur í landinu" - allt tal um hjálp er bara "lýðskrum, blekkingar & spuni frá spunameisturum Samspillingarinnar..!"
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 20.1.2010 kl. 13:09
Það virðist vera af umsvifum valdhafa hér, þá meina ég bæði ríkisstjórn og handbendi hennar í bönkum, að stefnt sé að því að hreinsa Ísland af millistétt, henni verði eytt, því sem hún á(átti) verði komið fyrir hjá auðvaldinu og síðan verði þjóðin þrælar þess. Það þarf virkilega vinstrisinnaða verkalýðsstjórn til að koma málum svona fyrir. Og allt er þetta gert í skjóli þess að verið sé að hreinsa upp eftir vondu kallana. Það að bylting sé eina ráðið er grafalvarlegt og vonandi ekki á rökum reist, það hljóta að vera einhverjar aðrar leiðir.
Kjartan Sigurgeirsson, 20.1.2010 kl. 15:54
Já þetta er rosalegt sem er gerast hérna og heyra í Árna Páli í gær að heimilin fari bara í gjaldþrot og þau verði bara að horfast í augu við það að staðan sé svona, og Þessi ríkisstjórn núverandi sem laug sig á þjóðina segist vera með meirhluta samþykkis þjóðarinnar, hún hafi kosið sig... Ríkistjórnin er ekki einu sinni að sjá eigin siðblindu hérna í þessum lygahring sem hún er í. Það að hún var kosin vegna kosningarloforðana sinna, en ekki til að stinga fólkið sem kaus hana í bakið sem hún er að gera hérna blá kalt til að þóknast Bretum og Hollendingum. Skammist hún sig. Hún er ekki einu sinni að sjá þessa blindu sína í því að þó þau komist ekki lengra með þetta Icesave þá táknar það ekki aðrir geti það ekki. Hún er ekki að sjá að það táknar að hún sjálf Ríkistjórnin er búinn með sinn séns tvisvar, og eftir orðum Steingríms í dag jafnvel 3. þegar hann svaraði spurningu um hvað hann ætlaði að gera ef þjóðin fellir þennan Icesave 2. Þá spurði hann til baka hvort þjóðin héldi virkilega að það væri hægt að fara í 4... skipti og biðja um nýjan samning, og hvað skyldu Bretar og Hollendingar halda þá um Ísland... mig langar að vita hvað hann á við með 4 sinn. Er verið að búa eitthvað til á bak við tjöldin... það er ekki að ræða það að taka þessa Þjóðaratkvæðagreiðslu af okkur. Nema að Bretar og Hollendingar samþykki samning 1. það er ekkert þarna á milli og á ekki að vera. Ég ætla að mæta á Laugardaginn og hvet alla sem hagsmuni hafa að gæta að koma og það hljóta að vera allar fjölskyldur í landinu sem hafa hagsmuni að gæta. Stöndum saman.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.1.2010 kl. 18:48
Mótmæli einu sinni í viku fyrir utan Alþingishúsið er ekki nóg, þarf ekki að mótmæla á hverjum degi héðan í frá þar til ríkisstjórnin áttar sig á alvarleika málsins og stöðu heimilanna í landinu?
Edda Karlsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 20:48
Þegar fyrst fór að bera á Árna Páli í samfélaginu þá benti öldruð móðir mín mér á hversu vitlaus/heimskur Árni Páll væri. Um leið og ég fór að hlusta á manninn var ég fljót að sjá að hún fór með rétt mál. Guð minn góður, maðurinn getur ekki verið með háa greindarvísitölu. Og þetta og Jóhönnu og Steingrím höfum við við stjórnvölinn! Ég er sammála ykkur öllum. Ég mæti á Austurvöll og ann mér ekki hvíldar fyrr en þetta lið allt er farið frá!
assa (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 23:19
Hvernig förum við þá að því að fá 10 - 50.000 manns á Austurvöll, það dugir greinilega ekki mitt ráð að láta aðra sjá um þetta, við verðum öll að mæta og sýna fram á að það eru til fleiri hér á landi en gargandi vinstri- grænir og að við hin höfum líka skoðanir og hagsmuni að verja.
Kjartan Sigurgeirsson, 21.1.2010 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.