Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Erum við að missa heimilin okkar - skráum okkur hér.

Á vefnum sem ég sýni hér að neðan getum við skrifað undir þá áskorun að stjórnvöld framkvæmi alvöru aðgerðir til að létta undir greiðslubyrgði á fasteignalánum sem svo sannarlega hækka mjög mikið á næstunni og hafa hækkað mikið s.l. mánuði. 

Við verðum að gera okkur grein fyrir að verðmæti fasteigna, þ.a.m. þín fasteign mun lækka um 46% á stuttum tíma. Málið er einfalt, við komum til með að skulda mikið meira en íbúðirnar verða að raunvirði. Þetta er ekki kannski, þetta er 110% staðreynd. Við verðum að fá einhverskonar aðgerðir sem gerir það að verkum að eignir okkar brenni ekki upp í verðbólgunni. Skráið ykkur hér!!

http://www.petitiononline.com/mod_perl/petition-sign.cgi?heimili

 


Glöggt er gests augað!

Oft á tíðum er gott að fá utanað komandi til að kynna sér stöðuna og gera flókin mál einföld.

Við eigum ekki einungis að mótmæla fyrir framan Alþingi, við þurfum virkilega að láta í okkur heyra, við þurfum leiðtoga með bein í nefinu, við þurfum leiðtoga sem kemur fram með festu og ákveðni, við þurfum leiðtoga sem framkvæmir, við þurfum leiðtoga sem þorir að taka ábyrgð á eigin gjörðum.

Nú er ég, harði sjálfstæðismaðurinn farinn að efa......þetta er engin barnaleikur leikur....nú er alvara í gagni!!!

Smelltu hér til að sjá hversu glöggur essi gestur hefur verið: http://www.nytimes.com/2008/11/09/world/europe/09iceland.html?pagewanted=1&_r=1


Að vera sagt upp atvinnu

Engin getur verið undirbúinn því að horfa framan í yfirmann eða opna bréf þar sem þér er tilkynnt að þinni nærveru sé óksað í þessari vinnu. Ég starfa sem trúnaðarmaður hjá mínu fyrirtæki og hef því verið mjög upptekin að þessum málum. Ég held að ég fullyrði að þetta er það erfiðasta sem við getum gengið í gegnum fyrir utan það að missa heilsu eða andlát meðal fjölskyldu og vina.

Fólk verður hjálpalaust og óvissan heldur þeirra huga í gíslingu. Allan daginn út og inn fer fólk að hugsa um möguleikana sem eru í boði, afleiðingar og neikvæðar hugsanir verða oft mönnum hugleikið. Maður sér á að einbeitingin minkar og sjálfstraust til sjálfs síns og umhverfis minnkar um heilann helling. Mikið óskaplega vona ég að þetta ástand verði ekki til þess að fjölskyldur flosni upp, því að afleiðingarnar geta verið skelfilegar fyrir alla, þá sérstaklega börnin okkar. Ef þú sem lest þetta átt vinn eða ættingja sem hefur lent í slíku ættir að gera allt sem þú getur til að sýna hlýhug og hughreystingu þeim til styrks. Það besta er að bjóða þeim í mat, heimsækja, hringja, fara út að labba eða stunda saman í leikfimi. Hlusta og sýna kærleik....við fáum það margfalt borgað til baka þegar við sjálf lendum í slíkum hremmingum. Nú skiptir máli að standa saman og sýna samfélaginu okkar bestu hliðar.


Hver ykkar vissuð fyrir 30 dögum hvað Icesave var?

Nú les maður ekkert í fréttum nema að nafnið Iceasave komin að minnstakosti einu sinni fyrir. Kannski er það minn "athyglisbrestur" eða lág greindarvísistala sem gerði það að verkum að ég hafði ekki hugmynd um þetta fyrirtæki. Icesave virðist vera "THE COMPANY" sem allir settu sína peninga í. Af hverju? Tjaaaaa.....kíkið á www.icesave.co.uk, slagorð; HIGH INTEREST SAVING ACCOUNTS. Síðan þegar maður skoðar betur sér maðu vaxtaskránna; http://www.icesave.co.uk/interest-rates.html , tjatja.... mundum við ekki bara hrista hausinn yfir svona aumingja vöxtum, 5-7%, hvað voru þessir útlendingar að hugsa vissu þeir ekkert um peninga? SP24 í Grafarvogi...16% vextir...ekkert mál....hvað er málið....er einhver lægð yfir landinu?

En nú er ég búinn að lofa mér einu að halda kj......hér á blogginu þangað til að við erum búinn að fá einhver alvöru gjaldeyrislán og hjólin farin aftur að snúast. Spurningin er bara hvort tölvan verði ekki bara úrelt um það leiti.


Össur og Bretinn

Það er ekki langt frá því að maður sé svolítið fúll út hann Darling eftir óábyrgt blaður, en í heildina hef ég afskaplega gaman af Bretum. mjög gott fólk þó svo að svarti "augna´brúna" sauðurinn og gamli Mr. Brown hafi kúkað í sig. Þessir tveir voru óréttlátir út í okkur "fair play" er ekki til.

 Hér er Össurar grein á Eyjunni.is

http://eyjan.is/goto/ossur/

Þetta fann ég síðan á Times Online.

http://business.timesonline.co.uk/tol/business/industry_sectors/banking_and_finance/article5005572.ece?Submitted=true


Rosalega er þetta Rússadæmi furðulegt

Ég veit ekki með ykkur, en þetta Rússadæmi er að verða hálf kjánalegt. Það situr í mér það sem Geir Haarde sagði 6 okt.:"...we just get new friends". Síðan er skundað til Rússlands s.l. þriðjudag og myndir birtast af mönnum komandi af fundum með hendur í vösum ef 4 daga fundalotu. Þetta er stórfurðulegt dæmi. Hversvegna eiga rússar að styðja við bakið á Íslandi, NATO þjóð? Í kringum 1950 redduðu þeir okkur bílum í skiptum fyrir fisk...kannski að það sé síðasta færsla í möppunni merktri Íslandi hjá þeim? Ég ætla að vona að ég hafi rangt fyrir mér...en þetta er mjög bogið og beyglað.


mbl.is Rússar vilja meiri upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög mikilvægt að þetta sé gert hratt og vel!

Ef þetta er ekki gert strax fyrir næstu útreikninga á lánunum þá verða mörg þúsund fjölskyldna STRAX komin á vanskilaskrá og innan við 4 mánuði kominn í þrot. Þetta er grafalvarlegt!!!

 Nú heyrast raddir að þetta eiga líka að frysta hefðbundinn lán, sem væri algjört glapræði. Gerum okkur grein fyrir að þeir sem tóku erlent lán eins eru langt frá því að græða á því að fá lánið fryst, vegna þess að eftir frystingu eru bönkunum leyft að setja það vaxtaálag sem þeim þóknast, þá eru erlendu lánin ekki einungis háð gengi (sem ekki er til) heldur lika eftir duttlungum nýju ríkisbankanna.

Það er ekki rökrétt að horfa á gengislán sem skammtíma áhættu lán heldur voru langtímalán til fasteignakaupa og því ekki rétt að refsa þeim fjölskyldum sem þetta kusu. Eftir þessar harmfarir eru nú þessi gjaldeyrislán í raun þannig gerð að þau gera fólk gjaldþrota á innan við 4 mánuðum. Það sem er réttast er að breyta þeim í krónu lán, afturreikna lán þegar þau voru tekin og reikna síðan nákvæmlega sömu vaxtakjör og hin hefðbundnu íslensku fasteignalán, þá eru allir komnir við sama borð.

Það sem þarf að laga líka er spennutreyjan á erlendum bílalánum sem við erum í.


mbl.is Afborganir verði frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband