Leita í fréttum mbl.is

Hvað er greiðsluverkfall? Hvað þýðir slíkt?

1. október boðar Hagsmunasamtök Heimilanna til aðgerða sem kallast greiðsluverkfall. Mig grunar að mjög margir hrista hausinn og hneykslast frekar á slíku og geta ekki ímyndað sér að taka þátt eingöngu vegna þess að þeir hinu sömu vilja ekki komast í bækur sem óreiðufólk gangvart gagnaskrá lánstrausts og síns banka.

Ég gaf mér nokkra mínútur og kynnti mér lauslega hvað ég þyrfti að gera til þess að geta sagst hafa tekið þátt í slíku og einnig hvað ávinnst með slíku. Svarið er einfalt. Verkfallið stendur frá 1. til 15 október, en einnig getur hver og einn haldið áfram eins lengi og hann vill og getur. Hinsvegar er gert ráð fyrir að verkfallið gæti stigmagnast eftir 15.október og því sem líður á tímann munu fleiri freistast til þess að taka þátt.

Alla reikninga sem við borgum vanalega um mánaðarmót til bankanna, fjármálastofnanna og hins opinbera verða ekki greiddir fyrr en 16.október eða síðar og þeir sem treysta sér borga bara alls ekki. Tímamót verða þar sem öll kreditkort verða klippt í sundur. Allt sparifé verður tekið út og sett undir kodda.

En hvað vinnst með þessu, koma lánastofnanir ekki bara með að hlægja að þessum aðgerðum?

Það er kappsmál að á næstu mánuðum látum við heyra almennilega í okkur gangvart því kerfi og regluflóði sem verndar alla lánveitendur og heldur skuldurum í skuldafangelsi sem sjá ekki fyrir endann á greiðslum á sinni lífstíð. Þetta er aðgerð sem eflir réttlætisbaráttu heimilanna og heldur þeirri umræðu á lofti. 

Af heimasíðu Hagsmunasamtak Heimilanna:

"

  • Hvað er greiðsluverkfall? Í grunnin er það að leggja niður greiðslur á einhverju t.d. íbúðalánum. Greiðsluverkfall er skírskotun í verkfallsréttinn. Verið er að berjast fyrir réttlæti, betri kjörum og betri réttarstöðu lántakenda neytendalána.
  • Hverjum er greiðsluverkfallið beint gegn? Greiðsluverkfallinu er í þessu tilfelli beint gegn lánastofnunum þ.e. lánastofnanir eru fyrstu aðilarnir sem finna fyrir greiðsluverkfallinu. Það skal þó ekki farið í grafgötur með að sá aðili sem í þessu tilfelli er verið að þrýsta á er ríkisvaldið því það er eini aðilinn sem er í aðstöðu til að fara í almennar aðgerðir og breyta lögum. Lánastofnanir hafa hinsvegar mikil áhrif innan stjórnkerfisins eins og við höfum orðið vör við.
  • Hver er tilgangurinn með greiðsluverkfallinu? Tilgangurinn er að knýja ríkisvaldið og lánastofnanir að samningaborðinu til að semja um kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna.
  • Hverjar eru kröfur HH? Sjá kröfugerð um leiðréttingu verðtryggðra og gengistryggðra lána, kjara og réttarbætur vegna neytendalána á vefsíðu HH www.heimilin.is. Kröfur HH eru grunnurinn að kröfugerðinni en verkfallsstjórn hefur síðasta orðið með endanlega útfærslu kröfugerðarinnar.
  • Hverjir eru þátttakendur í greiðsluverkfalli? Allir sem skulda lánastofnunum (ath. að greiðsluverkfall beinist ekki gegn öðrum atvinnurekstri).
  • Geta þeir sem skulda ekki, stutt greiðsluverkfall? Já, í viðbót við andlegan stuðning er ein af mögulegum stuðningsaðgerðunum úttektir af bankareikningum.
  • Er hægt að styðja greiðsluverkfall en standa samt í skilum á lánum? Já, með stuðningsaðgerðum eins og úttektum af bankareikningum, tilfærslu á launareikningum, draga greiðslur ofl. Þetta er nánar útlistað í aðgerðarlýsingum.

Ég hvet alla að taka þátt á einhvern hátt, þó svo að það sé ekki nema andlegan stuðning og bera út jákvæðan boðskap þessara aðgerða. Við megum ekki láta bugast!

Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að n.k 17. september verður opinn fundur í Iðnó og á 800bar á Selfossi.

Hér er tilkynningin:

"Kæru félagsmenn HH,
Um leið og við tilkynnum ykkur hér með um opinn fund í *Iðnó* um greiðsluverkfallið *17. sept. kl. 20:00* viljum við minna félagsmenn á að fylgjast með heimasíðu samtakanna www.heimilin.is Ýmislegt nýtt athyglisvert efni er á síðunni en hér neðar eru hlekkir á margt af því helsta.

Auk þess sem opinn fundur verður um greiðsluverkfallið í *Iðnó* verður einnig fundur á Selfossi á *800 Bar* á sama tíma. Ráðherrum (SJS og GM) hefur verið boðið á fundinn í Iðnó og alþingismönnum af Suðurlandi á fundinn á Selfossi.

Þess má geta að á fundinum í Iðnó verða meðal annarra Ólafur Arnarson og Björn Þorri Viktorsson í panel. Greiðsluverkfallsstjórnin mun sitja fyrir svörum og við vonum að ráðherrarnir mæti svo þeir geti svarað spurningum gesta (þeir hafa að svo stöddu ekki staðfest komu sína).

Greiðsluverkfallið okkar hefst svo 1. október og stendur til 15. október.
Spurt hefur verið hvort draga eigi greiðslur hvort sem um gjalddaga eða eindaga er að ræða og að sjálfsögðu á það við um bæði. Engar greiðslur af íbúðalánum og öðrum neyslulánum eru inntar af hendi þeirra sem taka þátt.
Einnig er mikilvægt að taka út inneignir af reikningum í ríkisbönkunum og á það við um alla sem vilja taka þátt hvort sem þeir eru með lán eða ekki. Við bendum á að stofna megi reikninga í öðrum bönkum (gott að gera fyrr en
seinna) eða leggja fé inn í bankahólf eða aðra örugga staði (fé í bankahólfum er ekki inn í veltu bankans). Sjá meira um þátttöku hér

http://www.heimilin.is/varnarthing/aegerdir-greidsluverkfall/467-greidsluverkfall-hvernig

Munið svo að hvetja vini og vandamenn til að *skrá sig í samtökin*. Það er tilvalið að nota Facebook og slíkar síður til að láta skoðanir sínar í ljós hvað þetta varðar.

Í september tók HH að sér að gera úttekt á greiðsluaðlögunar úrræðinu fyrir félagsmálaráðuneytið. Settur var saman rýnihópur fólks sem hefur nýtt sér þetta úrræði og eru niðurstöðurnar um margt athyglisverðar.

http://www.heimilin.is/varnarthing/about/workdocuments/kannanir-rannsoknir/64-nieurstoeeur/485-endurmat-a-greidsluadlogun

http://www.heimilin.is/varnarthing/about/workdocuments/kannanir-rannsoknir/64-nieurstoeeur/484-samantekt-rynihopi-greidsluadlogunar

Félagsmenn og aðrir eru duglegir að tjá skoðanir sínar í umsagnir við greinarnar á heimasíðunni. Þetta er mjög gott mál og við í stjórninni lesum þetta mikið til að sjá viðbrögð. Viljum hvetja alla til að segja sína skoðun en að sjálfsögðu að gæta hófs og nærgætni hvað varðar persónur og leikendur ef svo má að orði komast. Við fáum einnig mikið af pósti inn á heimilin@heimilin.is en þá er um að ræða beinar spurningar eða persónulegar frásagnir sem ekki eiga alltaf heima á heimasíðunni (við fáum stundum leyfi hjá fólki til að birta frásagnir þess af viðskiptum sínum við lánastofnanir ofl.).

Þennan póst má einnig lesa hér:

https://docs.google.com/Doc?docid=0Aa4EtwF1fnKKZGRudzJkZ25fMzdkc3hmd3djNA&hl=en

f.h. Stjórnar HH
Bestu kveðjur,

Ólafur Garðarsson
"

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Haraldur

Það er mín tilfinning að fundur t.d. í Háskólabíói þar sem fagaðilar færu yfir mögulegar leiðir myndi hafa mikil áhrif á stöðu mála í dag. Þar sem farið er faglega yfir lánamálin og leiðir til úrbóta. Það þarf þrýsting á stjórnvöld nú, held að greiðsluverkfall eitt og sér muni ekki hreyfa við þeim.

Sigurður Þorsteinsson, 14.9.2009 kl. 07:52

2 Smámynd: Skríll Lýðsson

Ég hef sjálfur verið í greiðsluverkfalli frá áramótunum síðastliðnum og eftir 6 mánaða vanskil talaði ég bankann minn og óskaði þess að hann fullnustaði lanasamning okkar og leysti til sín íbúina, í stuttu máli sagt þá neitaði bankinn að verða við því og frysti mínar skuldir í 1 ár, án þess að ég færi fram á það. En um greiðsluverkfallið vil ég segja að mér líst mjög vel á það, því fleirri sem taka þátt því betra, mig grunar að það eigi eftir að hrikta dulítið í fjármálastoðunum þegar sjóðstreymi og hringekja peningana stöðvast eða í það minnsta hægir verulega á sér.

Skríll Lýðsson, 14.9.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband