Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Afnám verðtryggingar á launum og gömlu nautin.

Með þessari bloggfærslu langar mig til þess að skyggnast inn í heim manna sem muna eftir því hvenær afnám verðtryggingar á launum var. Þar sem ég var upptekin í að ræða fjör og gaman í heimi barns og unglings á þeim tíma voru einhver eldri naut þarna úti að ræða þessa verðtryggingu að einhverju leiti. Nú er svo komið að ég nálgast alltof hratt aldur gömlu nautanna og farinn að skipta mér af málum. Eftir að hafa lesið og rætt við menn skil ég að nokkru leiti þá ákvörðun að þessi vísitölutenging var tekin upp, en hvað voru menn að hugsa? Mikið er rætt um að það eigi að afnema verðtryggingu og er ég því fylgjandi en slíkt þarf að gerast  í áföngum og á löngum tíma að sögn nútíma prófes-sora. Hversu langan tíma tók það að afnema verðtryggingu af launum? Hver var aðlögunartíminn á því ferli og hvaða gömlu naut samþykktu það? Voru einhver tengsl á milli lífeyrissjóðanna og verkalýðsfélaganna á þeim tíma?

Ég skora á þig sem lest þetta og veist eitthvað gagnlegt um afnám vísitölutryggingar af launum að skrifa í athugasemdir hér að neðan. Mig langar að vita meira um þetta!

 

Að lokum set ég hér inn brot úr riti sem var gefið út af Seðlabanka Íslands, árið 1998, skrifað af Bjarna Braga Jónssyni, einn af gömlu nautum Seðlabanka Íslands, væntanlega mikill prófessor síns tíma á sviði hagfræðinnar og greinilega mikils metinn. Hann lét af störfum þetta ár sem ritið var gefið út og heitir; Verðtrygging lánsfjármagns og vaxtastefna á Íslandi.Á bls. 11-12 ritar hann;    

  Sér í flokki er sú afstaða, að verðtrygging lána og launa sé órjúfanlega tengd samanaf samræmis- og sanngirnisrökum. Aðra megi því ekki heimila og framkvæma, meðan svo sé ekki um hina. Þessi röksemd heyrist þó varla lengur, að því er virðist einkumsökum hagsmuna launþega af lífeyrissjóðum sem og þess, að hvor tveggja er heimil aðlögum, þótt aðilar vinnumarkaðarins hafi sættst á að beita ekki verðtryggingu á laun,enda hefur hún yfirleitt ekki verðtryggt laun í reynd heldur hraðað verðbólgu. Engu aðsíður er ástæða til að undirstrika, að hér er um ósambærilegar viðmiðanir að ræða. Láneru að fullu verðmæti sínu afhent lánþega í væntingu þess að fá jafngilt verðmæti ískilum að lánstíma loknum, sem nemur oft árum eða áratugum. Á þeim tíma hefur lánveitandialmennt engin tök á að endursemja um lánskjör með hliðsjón af breyttumaðstæðum og hefur því fyllstu ástæðu til að tryggja verðgildi endurgreiðslu með hverjumframkvæmanlegum hætti. Aðeins með því að ná fullu raunvirði til baka og raunvöxtumþar ofan á fást vaxtatekjur í reynd, sambærilegar við laun, sem ævinlega erutekjur, misháar að raungildi í samanburði við fyrri tíma. Vinna er hins vegar ekki afhentsem stofnverðmæti heldur sem þjónusta í líðandi tíma, og er gildi launakjara háðtvenns konar takmörkun í tíma: lengd samninga og uppsagnarfresti. Þannig er tíðumendursamið um kjör, svo sem raunhæft þykir miðað við breyttar aðstæður, og unnt aðbeita uppsögn, fullnægi kjörin ekki óskum hins einstaka launþega. Ennfremur eru launsvo mikill meginhluti rekstrarkostnaðar og ráðstöfunar verðmæta í þjóðarbúi, aðóraunhæft er að festa raungildi þeirra til nokkurrar lengdar, og gildir það til beggja átta,hækkunar og lækkunar. Hugmyndin að baki verðtryggingu launa var sú, að hagvöxturog kjarabætur væru stöðugar hreyfistærðir, sem ekki gengju til baka, heldur mættistöðugt bæta ofan á. Þessi hugmynd gekk ekki upp í þjóðarbúskap háðum sveiflum íauðlindum og ytri skilyrðum. Þegar óraunhæf kröfugerð náði fram og var verðtryggð,um leið og ekkert mátti slaka á kröfunni um fulla atvinnu, leiddi þetta kerfi til sjálfgengrarverðbólgu. Engin slík félagslega þvinguð kröfugerð er hins vegar að verki ímyndun raunvaxta á markaðnum, og einokunaraðstaða a.m.k. ekki fyrir hendi af hálfu

sparifjáreigenda.

Nokkuð er víst að nautin sem standa á bakvið lífeyrissjóðina standa sterkir að baki þessa rits enda átti höfundur hagsmuna að gæta þar sem hann var að láta af störfum þá 70 ára þegar ritið var gefið út. Til að hafa þetta blogg svakalega skemmtilegt skora ég síðan á þig að smella hér. -SMELLTU HÉR-  

Hver er þessi Jóhanna Sigurðardóttir sem er höfundur þessarar þingsályktunar?


Mæting á morgun kl. 15:00 á Austurvöll!!!!!!!!!

Það skiptir máli að við sýnum samstöðu. Fyrir Grikkja tók það 18 tíma. Er ykkur alveg sama að Ólafur Ólafsson og Jóhannes í Bónus ásamt öllum hinum blóðbræðrunum smelli sér saman þannig að spilling dauðans nái að lifa. Er ykkur sama að þessir menn ásamt öðrum nái að fá gefins (afskrifað) upp undir....hundraðþúsundmilljónir...af reikningi þeirra? Láttu traðka á þér og vertu heima...........þín fjölskylda og börn munu blæða seinna.

Mætum á morgun og látum í okkur heyrast...það styttist í meiriháttar byltingu...en bara með samstöðu!

 Ekki sitja heima....komdu á Austurvöll!!!

 

 


Hvað getum við gert? Er ísland réttarríki? Hverjum getum við treyst?

Ólafur Ólafsson eðalkrimmi fékk núna 88 þúsund milljónir afskrifaðar. Já, þú ert ekki að lesa vitlaust.

Á ávísunina þyrftum við að skrifa: áttatíuogáttaþúsundmilljónir 0/100.

Þannig setti hann m.a. Samskip á hausinn. Eftir það fór hann til Hollands, stofnaði þar fyrirtæki og keypti Samskip aftur á 100 milljónir. Skiljið þið þetta? Ef ég er að skilja þetta rétt þá fær sá hin sami og setti fyrirtækið á hausinn, afskrifaðar 88 þúsund milljónir og  tækifæri til þess að kaupa það aftur á 100 milljónir.

Ég gleymdi því líka að ábyrgðir og veð hafa ekkert með Ólaf Ólafsson að gera. Sjálfsábyrgð engin.

Ef þetta er það fjármálakerfið sem á að taka við því sem var til fyrir hrun bankanna þá er framtíðin svört.

Meira um þessa frétt -Smelltu hér-

 

 


Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband