Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Plebbi vs. töffari

Nokkuð áhugaverð og skemmtileg heilsíðu grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hin týpíska íslenska plebba var lýst. Ég var nefnilega ekki alveg með það á hreinu hvað plebbi þýddi. Hinsvegar áttu sumar lýsingar þarna við um mig, ekki algjörlega þó þannig að ég fór að spá hvort við hjónin værum svona plebba hjón. Við létum nefnilega gifta okkur af séra Pálma. Fengum Egil Ólafsson til að syngja og ferðuðumst með limosine (þetta var í júní 1996). Við hjónin erum háð hljóðbókum og hlustum á ipodana okkar á hverju kvöldi. Búinn að læra spönsku af hljóðbókum ,sjálfshálpabækur og lesið (hlustað) á mörg menningarit. Hjúkkk......við erum samt ekki algjörir plebbar því að við eigum ekki pening til þess að hegða okkur eins og þessi týpíski plebbi í Fréttablaðs-greininni...og við tilheyrum ekki fólkinu í Hallgrímskirkjunni á aðfangadag.

Ég verð þó að viðurkenna að hrikalega margar konur á aldrinum 30-45 ára eru augljóslega fórnarlömb tískunnar og í raun algjörir plebbar...þú veist hvernig týpur! 


Minna skjal um kaupmátt

Gummi Steingríms henti fram skemmtilegu excel skjali um kaupmáttinn okkar og allt varð vitlaust sé litið til svara á bloggsíðu hans. Þetta er nákvæmlega sem mér finnst leiðinlegt við stjórnmál, að karpa um liðna tíma til að grafa undan trausti og trúverðugleika hvors annars. Þetta á við um nánast alla flokka og það fólk sem berst fyrir lífi sínu í sviðsljósinu.

'Eg var í námi í 4 ár í ameríkunni. Einn góðan veðurdag árið 1995 voru umræður dagsins skattahlutfall af launum. 'Eg útskýrði okkar kerfi og ameríkanarnir trúðu mér valla hverskonar skatta rán væri í gangi. Og síðan þegar ég sagði að við værum með 24,5% vsk fór allt úr böndunum. Þegar ég hinsvegar sagði að allir skólar og heilsugæsla væri 100% frí fóru þeir að róast og á endanum tóku þeir að ofan og fíluðu kerfið í botn. Ef ég væri spurður í dag...ætti ég mun erfiðara með að réttlæta mína tilveru á Íslandi. Eða?   


Hverskonar egg viljum við eiga í körfunni okkar?

'I hvert einasta sinn sem ég minnist á raforkuver fyrir áliðnað eða annan iðnað fara sumir í lás. Ef þú ert einn þeirra langar mig til að spyrja. Ef ísland vill afla sér tekna í formi útflutnings, hvernig tekjur eru bestar? Með öðrum orðum...hverskonar egg eigum við að eiga í körfunni okkar.

Nú erum við búinn að missa herinn sem henti okkur milljörðum í gjaldeyristekjur og almenna atvinnu fyrir fólkið á landsbygðinni. Jú...við höfum fiskinn en hann verðum við að passa vel með einhverskonar kerfi sem gerir okkur kleift að nýta hann að almennri skynsemi. Viljum við treysta á útflutning á einhverskonar mannauð eða tækniþekkingu? Jú...gott og vel... það er flott....þangað til að það er betra að gera upp í evrum og flytja erlendis...þá fór það egg.

Hvernig væri að selja útlendingum rafmagnið okkar og gera langtíma samnnga sem gerir okkur kleift að halda stöðugleika og stemma stigum við halla í viðskiptajöfnuði....ekki vitlaust. Ekki megum við eyðileggja allt landið okkar til þess...sammála...notum heilbrigða skynsemi þar..jafnt og með fiskinn. Hvernig væri að flytja út rafmagn? Er það hægt?...hugsum þetta.

En á meðan...í guðanna bænum reynum að hugsa að skynsemi og ekki einu sinni pæla í að kjósa öfgafólk í næstu kosningum.


Vinstri Græn, Samfylkingar verðbólga með þráhyggju vandamál!

Þessi fyrisögn varð til þegar ég var að spá í hvort stjórnaranstöðu flokkarnir ætli virkilega ekki að gera hlé í sinni umhverfisumræðu og fara ræða að alvöru um önnur málefni sem virkilega skipta okkur máli. Það má ekki taka því þannig þannig að sá hinn sami sýni landi sínu vanvirðingu með slíkum orðum, heldur er svo margt annað sem skiptir miklu meira máli. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eru engu betri...menn eru alveg að gleyma sér í hugmyndum um hvaða flokkar geti verið saman og síðan er rifist um álver og stóriðju.  

Í guðanna bænum förum að tala um aðra mikilvæga hluti! 

Málefni og spurningar sem mér dettur í hug:

Þeir sem eru yfir 65 ára og eru fáttækir þurfa hjálp! Við verðum að fara spjalla virkilega um þetta mál og tryggja það að allir íslendingar geti fengið að njóta áranna eftir 65....rétt? Ekki lofa að leysa slík mál með einhverju óabyrgu bulli og halda að kjósendur séu fífl heldur hafa lausnir á raunhæfum grunni!

Þið sem vitið meira en ég og eruð betur gefinn...eru eftirfarandi málefni ekki mikilvæg?

1. Er verðtryggingakerfi sér-íslenskt fyrirbæri og hvaða aðrar þjóðir hafa þessa verðtryggingu?

2. Eru stimpilgjöld séríslenskt fyrirbæri?

3. Er 24,5% VSk. mikill skattur miðað við sambærileg lönd?

4. Er tvísköttun á íslandi mjög eðlilegur hlutur?

5. Er íslenska heilbrigðiskerfið í lagi?

6. Er fákeppni staðreynd í íslensku viðskiptarlífi (matvara, bensín, lyf, sími) og er það vandamál?

5. Eru skattar af lífeyri 38% í sambærilegum löndum?

6. Þegar menn vilja eðlileg skattleysismörk, hver er mælikvarðinn?

 

Lokaorð:

Sækjumfram, beygjum til vinstri eftir grænni götu og heftum bólgu verðsins með Voltarin Rapid frá Actavis Tounge

 


Við viljum eigna okkur hann/hana...bara ef vel gengur!

Ég heyrði fjölmiðlamann segja að viss þjóð skrifaði ótt og títt um frábæran íþróttamann...en einungis ef honum gengi vel. Einnig státuðu fjölmiðlar sig af því að þessi ákveðni íþróttamaður væri frá því landi þó svo að hann væri einungis að mjög litlum hluta í raun frá því landi. Hvað er þetta eiginlega með okkur öll, afhverju högum við okkur svona? Hvað liggur að baki þjóðernisrembu?

 Þetta minnir mig á það sem við köllum íslandsvini eða td. íslenska geimfarann, íslenskan ökuþór ofl. Er þetta minnimáttarkennd eða á þetta rétt á sér? Hvað er það sem við leitum eftir þegar við segjum að einhver geri það virkilega gott og að hann sé að hluta íslendingur? Þetta á við sérstaklega í íþróttum og listum.

En þegar við tölum um menn sem hafa gert það gott viðskiptalega skiptir það littlu hvort hann sé íslendingur eða ekki...ætli það sé hinsvegar öfundargenið?

Svona létt laugardagspæling.


Að finna fyrir líkamlegri þreytu.

Þeir sem eru í svipuðum sporum og ég... að vinna fyrir framan tölvu allan daginn með símann stöðugt í aksjón... hafa oft hinkrað og hugsað... hugsað hvort það sé meiri hamingja í því að stjórna lyftara eða trukk allann daginn...hugsað hvort það að vera vel klæddur með góða vetlinga að smíða á köldum vetrardegi sé betra en að vera þarna fastur fyrir framan tölvuna.

Ég notaði þennan heilaga dag til þess að púla úti, mála, þrífa og vesenast. Nú er ég líkamlega þreyttur og mér líður vel, áðan var ég svangur en nú er ég saddur.

Faðir minn sagði: Hamingjan er einföld, hún kemur þegar þú færð að hvílast þegar þú ert þreyttur og færð að borða þegar þú ert svangur.

kv.

Halli


Var að svara Möggu um gleði og...

...það minnti mig á bók sem við lásum í sálfræði í háskólanum úti í Ameríkunni þar sem ég lærði.

 

Þegar meður upplifir gleði glatast tímaskynið. Maður upplifir svokallað flæði "flow". Ef þú ert einstaklingurmeð pælingar þá hvet ég þig til að nálgast  skemmtilega bók sem heitir "Flow; The psychology of optimal experience" og er eftir höfundinn: Mihaly Csikszentmihalyi

Hana er hægt að nálgast á Amazon.com á 11 dollara.

Það sem bókinn er um eru pælingar um hversvegna og hvernig við upplifum gleði og hamingju. Besta lýsingin á tilfinningalegu flæði er t.d ef þú hefur týnt veskinu þínu með öllu í. Fullt af peningum, öll skírteini og ég viet ekki hvað. Eftir klukkutíma leit uppgötvar þú allt í einu hvar það er. Sú tilfinning sem þú upplifir gerist á sekúndubroti og kallast flæði. Öll upplifum við þessa gleði á mismunandi hátt.

Hvet þig til að lesa bókina, mjög skemmtileg lesning.


Besta aprílgabb...eða?

Það gera sér ekki margir grein fyrir þvi en allt þetta álversmál í Hafnafirði var ekkert annað en FRÁBÆRT aprílgabb...og það sem meira var einn besti Hafnfyrðingabrandari sem ég hef heyrt í langann tíma.  

Í alvöru! 

Stefna Samfylkingunarinnar í málefnum stóriðju er nokkuð skýr. Engin stóriðja. Ég fékk úthlutaða lóð fyrir fyrirtækið mitt, fyllti út öll eyðublöð á bæjarskrifstofunni og borgaði fyrir alla stimplana. Síðan fór ég til arkitekts og hann teiknaði fyrir mig húsið á lóðinni. Nú var bara að klára dæmið...bíddu nei...allir í Hafnafyrði eiga að kjósa hvort þeir fýla mig og mitt fyrirtæki eða ekki. Nú er eins gott að sýna mínu bestu hliðar. En afhverju kláruðu þeir ekki málið þarna á bæjarskrifstofunni? Til hvers svona kosning. Ég er talsmaður lýðræðis en afhverju núna að fara í svona kosningu...kusum við ekki trausta menn til að taka ákvaðanir fyrir okkur?

Einn sérstakur hershöfðingi hafði góða aðferð...þegar hann vissi ekki hvaða ákvörðun hann ætti að taka beið hann bara eftir því að hermenn hans tók einhverja beygju...flýtti sér síðan fyrir framan þá og mælti "Ég hef beðið eftir þessu lengi góðu menn, þessi ákvörðun var rétt...höldum áfram göngu okkar" Svipar þetta til leiðtogahæfni bæjarstjórnar í Hafnafirði?

Þið sjáið hvert ég er að fara, þetta er ekki hægt. Sól í Atvinnuleysi gáfu 4 bekkjum í Flensborgarskóla páskaegg nr. 6 fyrir að kjósa á móti Álverinu og það var nóg til að gera út af við heimsfyrirtækið Alcan. Þetta er ekki hægt...sama í hvaða stjórnmálaflokki menn eru. Þegar svona naumt er í kosningum þá verðurbæjarstjórn að taka endanlega ákvörðun, annað kemur ekki til greina.

Það er nokkuð víst að Samfylkingin í Hafnafirði var kúguð af kerlingunum og körlum í reykfylltum Samfylkingarherbergjum að setja þetta mál í slíka kosningu. Þeir voru einfaldlega komnir of langt með öll leyfi að geta bakkað...þá var bara að fara fordæmi leiðtogans þeirra, herra Ólafs Ragnar Grímssonar og setja þetta bara í kosningu. 

Þvílíkar gúngur!

Ef einhver ætlar að segja að menn séu fúlir yfir þessum skrípalátum þá er það rétt, en ímyndið ykkur ef það hefði farið á hinn veginn....vossss!


Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband