Leita í fréttum mbl.is

XD komu í heimsókn til mín í dag!

Var að snakka á mínu grænmeti þegar hið ágætasta fólk frá XD komu í vinnustaðaheimsókn. Ég tjáði mínar skoðanir á flokknum sl. ára og viðurkenndi fyrir framan samstarfsfélagana að ég væri einn af hörðustu sjálfstæðismönnum landsins..Birgir Ármansyni og Erla Ósk Ármannsdóttur til mikillar gleði.

Hinsvegar varð ég að láta þá finna fyrir mínum vonbrigðum á flokknum sl. ára. Spilling, mikilmennskubrjálaði, eiginhagsmunarpot og fjarlægð frá hinum hefðbundna launþega er staðreynd. Síðan kom Ingibjörg Sólrún til okkar hjónanna í gegnum Kastljós í kvöld of vann mitt hjarta með því að lofa að breyta skattahlutfalli á lífeyrissparnaði í 10%....flott múf. Samt kýs ég XD.

Af öllum þeim flokkum sem hafa komið til okkar í vinnustaða predikun þá hafa XD verið þeim allra slappastir í og töluðu í Morfís stíl þar sem loforð um málefni voru nánast enginn. Þegar ég vildi að þeir einfölduðu mál sitt og spurði hvað væri þeim heitast á að halda í á næst kjörtímabili var sagt: Við viljum tryggja stöðugleika í íslensku efnhagslífi og kaupmáttur aukist. Við viljum tryggja íslendingum gott og traust velferðakerfi bla...bla...bla...bla. Samt kýs ég XD.

Mér finnst vanta almenna töffara og píur í pólitíkina. Töff svar við spurningu minni hefði gæti hljóðað t.d. svona:

 Við ætlum að viðhalda og stuðla að algjörlega fríu heilbrigðiskerfi fyrir alla íslendinga. Að stunda nám á íslandi verði algjörlega frítt. Samgöngumál verður áberandi og munum við fjórfalda hringveginn á tímabilinu. Við hugsum stórt og við hugsum til framtíðar.Til þess að eiga pening fyrir þessu höldum við sköttum óbreyttum á einstaklinga og fyrirtæki. Hinsvegar munum við á fyrsta ári nýs kjörtímabils fella niður þinglýsingar og stimpilgjöld. Óheimilt verður að taka meira en 10% skatt af lífeyrissparnaði íslendinga. Fella algjörlega niður erfðaskatt og taka fyrir allt sem heitir tvísköttun í okkar samfélagi. Við lækkum vsk. prósentu enn meira á kjörtímabilinu og förum með hin hefðbundna skatt af vörum sem er nú eru í 24,5% í 8%. Til að geta fjármagnað þessa tekjuskerðingar og aukinn kostnað munum við selja rafmagn til þeirra fyrirtækja sem það vilja á sem hæsta verði möglega. Það þýðir 3 nýjar virkjanir á næstu kjörtímabili. Einnig munum við selja ríkisfyrirtæki sem eiga engan vegin að vera í ríkiseign, t.d. RÚV, Landsvirkjun.

Væri þetta ekki cool ef einhver mundi þora að tala svona og sýna festu og ákveðni í framsetningi...ekkert pólitískt morfís bla...bla..bla væl. Samt kýs ég XD?

Af hverju XD? Ég treysti ekki hinum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband