Leita í fréttum mbl.is

Jón Ásgeir fór á fund Davíð Odds

Við munum eftir því að Nonni litli í Bónus for til Dabba á fund í forsætisráðuneytinu hér um árið. Ekki langur fundur en eflaust snarpur og hnitmiðaðar umræður. Það sem ég held hinsvegar að þar hafi farið fram er eftirfarandi:"Jón..ef þú slakar ekki á... jarða ég þig og pabba þinn...léttilega...því eins og þú veist eru það kosnir fulltrúar landsins sem stjórna batteríinu...ekki peninga karlar eins og þið" Þá hefur Jón (Nonni)sagt:"Davíð..the money makes the world go around...ég mun valta yfir þig og þitt gráa gamaldags viðhorf". Síðan rauk Nonni af stað og seti sig í stjórn hina og þessa fyrirtækja, inn í stóran banka í góða stöðu. Dabbi varð hræddur og gerði sér grein fyrir þvælunni og áskoruninni og henti sér í stjórn seðlabankans. Þá hefði hann aðeins meiri stjórn á Nonna.

20.03.2008 er magalending íslensku krónunnar og öll markmið Dabba brostin. Engin meginmarkmið seðlabankans hafa nást og engin látin fjúka eða taka ábyrgð á verðmætamyndun krónunnar. Hið hefðbundna heimili með 50% af fasteignalánum í erlendri mynt fær á baukinn. Cerrios, bensín og bílar hækka á 6 vikum um 40-60% og ballið rétt að byrja. Vitið þið hvað Nonni og allir hans vinir gerðu eftir fyrrnefnda fund og á næstu árum þar á eftir? Þeir keyptu allan gjaldeyrir sem seðlabankinn átti og var til. Allur gjaldeyrir er í eigu bankanna og þeir neyta að selja. Vitið þið hvað Dabbi ætlar að gera í staðinn? Hækka stýrivexti til þess að laða að erlenda fjárfesta og klekkja þannig á Nonna vonda og öllum hans vinum. Vitið þið hvað gerist á meðan? Við öll hættum að stuðla að eðlilegum viðskiptajöfnuði vegna þess hversu allt er orðið dýrt. Meira að segja fara bankarnir í almannatengslastríð sín og milli til að sýnast ábyrgir. Lækka launin sín, selja græjurnar sínar á uppboðum og láta sem vera að þeir eigi svakalega um sárt að binda. Á meðan eiga þeir gjaldeyrir á genginu 60 og geta selt á 180...en selja ekki einungis til að klekkja á Dabba. 

Á meðan tímum við almenningur ekki að kaupa dísil olíu sem átti að bjarga íslandi og kolefnisjöfnun heimsins. Við hættum að kaupa Cerrios og Cocoa Puffs, við frestum því að kaupa dekk undir bílinn og dregið verður úr strætó ferðum vegna dísil verðs. Við erum fornlömb þvælunnar.

Mín skoðun er sú að frá og með þessari viku sem er að líða komum við til með að sjá eina mesta verðbólgu sem við höfum séð...jafnvel krakka leika sér með bréfpeninga hjólbörum eins og í Þýskalandi vorum daga....einfalt....ástandið er MIKLU verra en menn halda....þetta er algjör brotlending! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú ert ekki bjartsýnni en ég!

Hólmdís Hjartardóttir, 21.3.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson

Höfundur er Markaðsfræðingur/ Sálfræði frá Middle Tennessee State Univeristy (mtsu.edu).

Fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp í Garðabæ. Giftur Bergdísi Eysteinsdóttur sérkennslukennara. Eigum eina dóttur, Birtu Björk Haraldsdóttur fædd 2001.

Nærist á því að vera í kringum gott fólk og hef skýr lífsgildi um heiðarleika, kærleika.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband